Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar ég fer þar í gegn?

Jónína Guðjónsdóttir

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvernig stendur á því að sumir sleppa aldrei í gegnum leitarhlið á flugvelli enda þótt ekkert reynist svo að? Þetta á til dæmis við um mig. Ég er alltaf tekin til hliðar og skoðuð hátt og lágt enda pípir hliðið þegar ég fer í gegn. Mig langar að fá skýringu á þessu.

Líklegasta skýringin á því að málmleitarhliðið tístir alltaf þegar ákveðnir einstaklingar fara þar í gegn er sú að í þeim sé einhver málmur. Við leiðum sjaldan hugann að því en mjög margir hafa einhvern málm í líkamanum; dæmi um það eru tannfyllingar og skrúfur sem notaðar hafa verið til að gera við beinbrot.

Málmleitarhlið sendir frá sér og nemur örstutta segulsviðspúlsa. Ef málmur kemur inn í segulsviðið aflagast það og þannig verður ljóst að málmur er á ferðinni.

Á þessari röntgenmynd af höfði sést vel málmskrúfa sem tönn hefur verið byggð ofan á. Fæst málmleitarhlið gefa þó frá sér hljóð þegar svona skrúfa fer í gegn um það.

Í raun hafa allir málmar áhrif á segulsviðið en samt sem áður sjáum við fólk fara í gegn um málmleitarhlið, athugasemdalaust, þótt það sé í gallabuxum með smellum og rennilási. Það má nefnilega stilla hve „smámunasöm“ hliðin eru og láta þau leiða hjá sér minnstu málmhlutina. Það hlýtur að vera ákveðin kúnst að stilla hliðið þannig að föt með „venjulegu“ magni af málmi komist í gegn en þó sé tryggt að minnstu málmhlutirnir, af þeirri gerð sem í raun er verið að leita að, finnist. Smámunasemi málmleitarhliða getur verið mismunandi eftir flugvöllum, til dæmis vegna mismunandi öryggisstaðla.

Tannfyllingar og klemmur eftir skurðargerðir komast venjulega í gegn um málmleitarhliðin, spangir á tönnum eru líklegri til að vekja viðbrögð og gerviliðir, til dæmis í hné eða mjöðm, gera það nær örugglega.

Mynd:
  • Úr safni höfundar.

Hér er einnig svarað spurningu frá Harald Halldórssyni. Hún hljóðaði svona:
  • Hvernig virka málmleitarhlið á flugvöllum?

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

2.5.2014

Spyrjandi

N.N., Harald Halldórsson

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar ég fer þar í gegn?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2014, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67391.

Jónína Guðjónsdóttir. (2014, 2. maí). Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar ég fer þar í gegn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67391

Jónína Guðjónsdóttir. „Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar ég fer þar í gegn?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2014. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67391>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar ég fer þar í gegn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvernig stendur á því að sumir sleppa aldrei í gegnum leitarhlið á flugvelli enda þótt ekkert reynist svo að? Þetta á til dæmis við um mig. Ég er alltaf tekin til hliðar og skoðuð hátt og lágt enda pípir hliðið þegar ég fer í gegn. Mig langar að fá skýringu á þessu.

Líklegasta skýringin á því að málmleitarhliðið tístir alltaf þegar ákveðnir einstaklingar fara þar í gegn er sú að í þeim sé einhver málmur. Við leiðum sjaldan hugann að því en mjög margir hafa einhvern málm í líkamanum; dæmi um það eru tannfyllingar og skrúfur sem notaðar hafa verið til að gera við beinbrot.

Málmleitarhlið sendir frá sér og nemur örstutta segulsviðspúlsa. Ef málmur kemur inn í segulsviðið aflagast það og þannig verður ljóst að málmur er á ferðinni.

Á þessari röntgenmynd af höfði sést vel málmskrúfa sem tönn hefur verið byggð ofan á. Fæst málmleitarhlið gefa þó frá sér hljóð þegar svona skrúfa fer í gegn um það.

Í raun hafa allir málmar áhrif á segulsviðið en samt sem áður sjáum við fólk fara í gegn um málmleitarhlið, athugasemdalaust, þótt það sé í gallabuxum með smellum og rennilási. Það má nefnilega stilla hve „smámunasöm“ hliðin eru og láta þau leiða hjá sér minnstu málmhlutina. Það hlýtur að vera ákveðin kúnst að stilla hliðið þannig að föt með „venjulegu“ magni af málmi komist í gegn en þó sé tryggt að minnstu málmhlutirnir, af þeirri gerð sem í raun er verið að leita að, finnist. Smámunasemi málmleitarhliða getur verið mismunandi eftir flugvöllum, til dæmis vegna mismunandi öryggisstaðla.

Tannfyllingar og klemmur eftir skurðargerðir komast venjulega í gegn um málmleitarhliðin, spangir á tönnum eru líklegri til að vekja viðbrögð og gerviliðir, til dæmis í hné eða mjöðm, gera það nær örugglega.

Mynd:
  • Úr safni höfundar.

Hér er einnig svarað spurningu frá Harald Halldórssyni. Hún hljóðaði svona:
  • Hvernig virka málmleitarhlið á flugvöllum?

...