Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Í stuttu máli er munurinn á þursabiti og brjósklosi sá að þursabit er almennt heiti á skyndilegum bakverk en brjósklos er fræðilegt heiti á orsök fyrir bakverk.

Hryggurinn er burðarás líkamans, súla sem ber mannslíkamann uppi. Hann er gerður úr flóknu kerfi 26 samtengdra hryggjarliða úr beini, taugum, vöðvum, sinum og liðböndum, sem hvert um sig getur skaddast og valdið sársauka, taugaeinkennum og skertri hreyfigetu. Hryggjarliðirnir eru flokkaðir eftir staðsetningu í líkamanum, efst eru sjö hálsliðir (C1-C7), síðan taka við tólf brjóstliðir (T1-T12) í brjóstbakinu og fimm lendarliðir (L1-L5) í lendarbaki. Þar fyrir neðan er þríhyrningslaga flatt bein úr samgrónum spjaldliðum. Það kallast spjaldhryggur. Neðst er rófubein úr 2-3 rófuliðum sem eru samgrónir að hluta.

Beinin í hryggnum að aftanverðu umlykja og vernda mænuna sem liggur í mænugöngum innan þeirra milli háls og niður að efsta lendarlið. Á milli hryggjaliðanna eru brjóskþófar sem tengja saman liðina. Þeir eru samsettir úr bandvefshring sem liggur umhverfis hlaupkenndan kjarna. Brjóskþófarnir virka sem demparar milli liðanna, auka hreyfigetu hryggjarins og styðja við hann.

Þursabit er almennt heiti á skyndilegum bakverk.

Flestir finna fyrir bakverk einhvern tímann á ævinni. Bakverkur er algengt umkvörtunarefni hjá fólki á öllum aldri, þó mest hjá ungu fólki í líkamlega erfiðri vinnu og hjá eldra fólki. Bakverkur í neðri hluta baks er í lendahrygg (mjóbaki) eða spjaldhrygg, og í mjaðmabeinum. Hann getur ýmist verið vægur eða mikill og sár verkur eða óþægindi sem birtast skyndilega. Hugtakið þursabit er oftast notað í almennu tali yfir slíka sára verki sem gera vart við sig allt í einu. Ýmislegt getur valdið þursabiti, til dæmis álag eða slit í smágerðum vöðvum og tognun í liðböndum og jafnvel útbungun í hryggþófa. Oft er orsök þursabits þó óþekkt.

Í flestum tilfellum jafnar bakverkur sig á nokkrum vikum en hjá sumum er hann þrálátt vandamál sem dregur úr lífsgæðum. Ef bakverkurinn varir lengur en þrjá mánuði er talað um langvarandi bakverk frekar en þursabit.

Brjósklos (e. herniated disc) er sérstakt fyrirbæri og notað um það þegar kjarninn í brjóskþófunum, sem liggja milli hryggjarliðanna, þrýstir á bandvefshringinn og veldur því að hann bungar út eða rifnar og þrýstingur verður á aðliggjandi taugarætur. Fjallað er um brjósklos í svari Sólveigar Dóru Magnúsdóttur við spurningunni Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því?

Að lokum má benda á Bókina um bakið sem Landlæknisembættið gaf út, en þar er að finna ráðleggingar um hvernig hægt er að takast á bakverki.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

4.11.2016

Spyrjandi

Ágústa Daníelsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2016, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67920.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2016, 4. nóvember). Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67920

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2016. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67920>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu?
Í stuttu máli er munurinn á þursabiti og brjósklosi sá að þursabit er almennt heiti á skyndilegum bakverk en brjósklos er fræðilegt heiti á orsök fyrir bakverk.

Hryggurinn er burðarás líkamans, súla sem ber mannslíkamann uppi. Hann er gerður úr flóknu kerfi 26 samtengdra hryggjarliða úr beini, taugum, vöðvum, sinum og liðböndum, sem hvert um sig getur skaddast og valdið sársauka, taugaeinkennum og skertri hreyfigetu. Hryggjarliðirnir eru flokkaðir eftir staðsetningu í líkamanum, efst eru sjö hálsliðir (C1-C7), síðan taka við tólf brjóstliðir (T1-T12) í brjóstbakinu og fimm lendarliðir (L1-L5) í lendarbaki. Þar fyrir neðan er þríhyrningslaga flatt bein úr samgrónum spjaldliðum. Það kallast spjaldhryggur. Neðst er rófubein úr 2-3 rófuliðum sem eru samgrónir að hluta.

Beinin í hryggnum að aftanverðu umlykja og vernda mænuna sem liggur í mænugöngum innan þeirra milli háls og niður að efsta lendarlið. Á milli hryggjaliðanna eru brjóskþófar sem tengja saman liðina. Þeir eru samsettir úr bandvefshring sem liggur umhverfis hlaupkenndan kjarna. Brjóskþófarnir virka sem demparar milli liðanna, auka hreyfigetu hryggjarins og styðja við hann.

Þursabit er almennt heiti á skyndilegum bakverk.

Flestir finna fyrir bakverk einhvern tímann á ævinni. Bakverkur er algengt umkvörtunarefni hjá fólki á öllum aldri, þó mest hjá ungu fólki í líkamlega erfiðri vinnu og hjá eldra fólki. Bakverkur í neðri hluta baks er í lendahrygg (mjóbaki) eða spjaldhrygg, og í mjaðmabeinum. Hann getur ýmist verið vægur eða mikill og sár verkur eða óþægindi sem birtast skyndilega. Hugtakið þursabit er oftast notað í almennu tali yfir slíka sára verki sem gera vart við sig allt í einu. Ýmislegt getur valdið þursabiti, til dæmis álag eða slit í smágerðum vöðvum og tognun í liðböndum og jafnvel útbungun í hryggþófa. Oft er orsök þursabits þó óþekkt.

Í flestum tilfellum jafnar bakverkur sig á nokkrum vikum en hjá sumum er hann þrálátt vandamál sem dregur úr lífsgæðum. Ef bakverkurinn varir lengur en þrjá mánuði er talað um langvarandi bakverk frekar en þursabit.

Brjósklos (e. herniated disc) er sérstakt fyrirbæri og notað um það þegar kjarninn í brjóskþófunum, sem liggja milli hryggjarliðanna, þrýstir á bandvefshringinn og veldur því að hann bungar út eða rifnar og þrýstingur verður á aðliggjandi taugarætur. Fjallað er um brjósklos í svari Sólveigar Dóru Magnúsdóttur við spurningunni Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því?

Að lokum má benda á Bókina um bakið sem Landlæknisembættið gaf út, en þar er að finna ráðleggingar um hvernig hægt er að takast á bakverki.

Heimildir og mynd:

...