Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju verður húðslit?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um húðslit:
  • Er bara hægt að fá húðslit við að fitna eða getur það gerst við stækkun vöðva?
  • Hvað orsakar slit á konum á meðgöngu og er hægt að koma í veg fyrir það?
  • Er hægt að lækna slit á læri og brjóstum?

Húðslit (e. stretch marks eða striae) eru rákir eða línur sem myndast á yfirborði húðarinnar. Þær koma fram þegar húðin teygist skyndilega. Í leðurhúðinni (e. dermis), sem liggur undir yfirhúðinni (e. epidermis) eru sterkir þræðir sem eru tengdir hver öðrum og gera húðinni kleift að teygjast og gefa eftir þegar líkaminn vex. Ef vöxturinn er mjög hraður teygist of mikið á þráðunum og þeir rifna. Rifurnar í leðurhúðinni gera það að verkum að það sést í æðar í dýpri lögum húðarinnar. Þess vegna er húðslit rauð- eða bláleitt á lit þegar það birtist fyrst. Þegar æðar dragast saman síðar sést í föllita fituna undir húðinni og húðslitið dofnar og verður með tímanum silfurhvítt á litinn.

Húðslit getur verið fylgifiskur offitu.

Húðslit er oftast langt og mjótt og er algengast að það komi fram á svæðum þar sem fita safnast fyrir; kvið, rasskinnum, brjóstum og lærum, en geta myndast víðar. Húðslit er algengara meðal kvenna en karla og fá til dæmis átta af hverjum tíu konum húðslit á meðgöngu. Á meðgöngu myndar kvenlíkami meðgönguhormón sem mýkja liðbönd í mjaðmagrindinni svo að hún gefi betur eftir við fæðingu. En þau mýkja líka þræði í húðinni og gera húðslit líklegra. Fyrir utan meðgöngu kemur húðslit helst fram við hraða þyngdaraukningu fólks, hjá vaxtarræktarfólki og vegna vaxtarkippa á kynþroskaskeiði, þar sem sjö af hverjum tíu stelpum fá húðslit en fjórir af hverjum tíu strákum.

Húðslit getur einnig komið fram vegna ýmissa sjúkdóma, til dæmis sykursýki, offitu, Cushing-heilkennis og Marfan-heilkennis eða vegna ofnotkunar barkstera, bæði í töfluformi og sem húðvörur. Barksterahormónin sem orsaka húðslit hafa áhrif á leðurhúðina með því að hindra trefjakímfrumur (e. fibroblasts) í að mynda kollagen- og elastínþræði sem eru nauðsynlegir til að halda hratt vaxandi húðinni stinnri. Við það verður skortur á stoðefni í húðinni þegar teygist á henni og hún slitnar. Ef húðslit kemur fram án þess að þyngdaraukning eða vaxtarkippur virðist ástæðan fyrir því er mikilvægt að leita læknis til að vera viss um að undirliggjandi orsök sé ekki sjúkdómur sem þarf að meðhöndla.

Húðslit geta komið fram hjá vaxtarræktarfólki, þar er það ekki fita sem teygir á húðinni heldur vöðvar.

Það er ekki hægt að koma í veg fyrir húðslit en með því að passa upp á þyngdaraukningu, til dæmis á meðgöngu og kynþroskaskeiði, er hægt að draga úr því. Það eykur líkur á húðsliti að stunda megrunarkúra, þar sem þyngdin sveiflast upp og niður á víxl. Ef nauðsynlegt er að léttast er best að gera það hægt og jafnt. Það er mikilvægt að borða hollan mat til að húðin verði heilbrigð og slitni síður. Sérstaklega mikilvæg bætiefni eru C- og E-vítamín og steinefnin sink og kísill.

Rétt eins og það er ekki hægt að koma í veg fyrir húðslit er heldur ekki hægt að lækna það þegar það er einu sinni komið, að minnsta kosti ekki að fullu. Eins og komið hefur fram dofnar litur húðslits með tímanum en það er þó áfram sýnilegt. Það er boðið upp á lasermeðferð en hún miðast að því að gera slitið minna áberandi en læknar ekki. Ýmiskonar krem hafa líka verið auglýst sem draga eiga úr sliti eða minnka það þegar það hefur myndast en deilt er um gagnsemi þeirra.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.3.2015

Spyrjandi

Guðný G., Ásgeir Jónasson, Hildur Þóra Magnúsdóttir, María Björg, Nína Sasithorn, Magnús Kr. Guðmundsson, Kolfinna Snæbjarnardóttir, Bjarki Dagur Svanþórsson, Sigríður Láretta

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju verður húðslit?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2015, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68824.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2015, 27. mars). Af hverju verður húðslit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68824

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju verður húðslit?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2015. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68824>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju verður húðslit?
Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um húðslit:

  • Er bara hægt að fá húðslit við að fitna eða getur það gerst við stækkun vöðva?
  • Hvað orsakar slit á konum á meðgöngu og er hægt að koma í veg fyrir það?
  • Er hægt að lækna slit á læri og brjóstum?

Húðslit (e. stretch marks eða striae) eru rákir eða línur sem myndast á yfirborði húðarinnar. Þær koma fram þegar húðin teygist skyndilega. Í leðurhúðinni (e. dermis), sem liggur undir yfirhúðinni (e. epidermis) eru sterkir þræðir sem eru tengdir hver öðrum og gera húðinni kleift að teygjast og gefa eftir þegar líkaminn vex. Ef vöxturinn er mjög hraður teygist of mikið á þráðunum og þeir rifna. Rifurnar í leðurhúðinni gera það að verkum að það sést í æðar í dýpri lögum húðarinnar. Þess vegna er húðslit rauð- eða bláleitt á lit þegar það birtist fyrst. Þegar æðar dragast saman síðar sést í föllita fituna undir húðinni og húðslitið dofnar og verður með tímanum silfurhvítt á litinn.

Húðslit getur verið fylgifiskur offitu.

Húðslit er oftast langt og mjótt og er algengast að það komi fram á svæðum þar sem fita safnast fyrir; kvið, rasskinnum, brjóstum og lærum, en geta myndast víðar. Húðslit er algengara meðal kvenna en karla og fá til dæmis átta af hverjum tíu konum húðslit á meðgöngu. Á meðgöngu myndar kvenlíkami meðgönguhormón sem mýkja liðbönd í mjaðmagrindinni svo að hún gefi betur eftir við fæðingu. En þau mýkja líka þræði í húðinni og gera húðslit líklegra. Fyrir utan meðgöngu kemur húðslit helst fram við hraða þyngdaraukningu fólks, hjá vaxtarræktarfólki og vegna vaxtarkippa á kynþroskaskeiði, þar sem sjö af hverjum tíu stelpum fá húðslit en fjórir af hverjum tíu strákum.

Húðslit getur einnig komið fram vegna ýmissa sjúkdóma, til dæmis sykursýki, offitu, Cushing-heilkennis og Marfan-heilkennis eða vegna ofnotkunar barkstera, bæði í töfluformi og sem húðvörur. Barksterahormónin sem orsaka húðslit hafa áhrif á leðurhúðina með því að hindra trefjakímfrumur (e. fibroblasts) í að mynda kollagen- og elastínþræði sem eru nauðsynlegir til að halda hratt vaxandi húðinni stinnri. Við það verður skortur á stoðefni í húðinni þegar teygist á henni og hún slitnar. Ef húðslit kemur fram án þess að þyngdaraukning eða vaxtarkippur virðist ástæðan fyrir því er mikilvægt að leita læknis til að vera viss um að undirliggjandi orsök sé ekki sjúkdómur sem þarf að meðhöndla.

Húðslit geta komið fram hjá vaxtarræktarfólki, þar er það ekki fita sem teygir á húðinni heldur vöðvar.

Það er ekki hægt að koma í veg fyrir húðslit en með því að passa upp á þyngdaraukningu, til dæmis á meðgöngu og kynþroskaskeiði, er hægt að draga úr því. Það eykur líkur á húðsliti að stunda megrunarkúra, þar sem þyngdin sveiflast upp og niður á víxl. Ef nauðsynlegt er að léttast er best að gera það hægt og jafnt. Það er mikilvægt að borða hollan mat til að húðin verði heilbrigð og slitni síður. Sérstaklega mikilvæg bætiefni eru C- og E-vítamín og steinefnin sink og kísill.

Rétt eins og það er ekki hægt að koma í veg fyrir húðslit er heldur ekki hægt að lækna það þegar það er einu sinni komið, að minnsta kosti ekki að fullu. Eins og komið hefur fram dofnar litur húðslits með tímanum en það er þó áfram sýnilegt. Það er boðið upp á lasermeðferð en hún miðast að því að gera slitið minna áberandi en læknar ekki. Ýmiskonar krem hafa líka verið auglýst sem draga eiga úr sliti eða minnka það þegar það hefur myndast en deilt er um gagnsemi þeirra.

Heimildir og mynd:

...