Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?

Ari Páll Kristinsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin öll hljóðaði svona:
Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega?

Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u, ú, v, x, y, ý, þ, æ, ö.

Þetta eru 32 bókstafir og fylgir röðin íslenska staðlinum ÍST 130:2004. Þar er raunar tilgreint íslenskt nútímastafróf með 36 stöfum þar sem c, q, w, z fylgja með en það nefnist stundum „íslenskt nútímastafróf með viðauka“. (Sjá nánar um það mál í svari við spurningunni Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?)

Saga íslenska stafrófsins er rakin í grein Baldurs Jónssonar í bókinni Móðurmálið frá árinu 1987. Þar segir að fyrsta eiginlega stafrófskverið hafi komið út 1782 (Lítið ungt stöfunarbarn, höf. Gunnar Pálsson). Í því séu latnesku grunnstafirnir (a–z) taldir fyrst en aftan við þá: þ, æ, ø. Engir broddstafir (á, í o.s.frv.) voru sýndir, né heldur ð. Í Lestrarkveri handa heldri manna börnum, sem Rasmus Rask gaf út 1830, er nokkurn veginn sama röð grunnstafa og í eldra kverinu en aftan við þá eru taldir þessir stafir: þ, ð, æ, œ, ö. (Hafi hin mismunandi æ-tákn ekki skilað sér tæknilega rétt á skjá lesanda skal tekið fram að fyrra æ-ið átti að vera límingarstafur úr a+e en seinna æ-ið límingarstafur úr o+e.) Hér vekur athygli að ð er með og að því skuli vera valinn staður hjá þ en ekki næst við d eins og gert er nú á dögum. Einnig má sjá að Rask vildi nota tvær gerðir af „æ“-inu en í dag er ein látin nægja.

Fyrsta eiginlega stafrófskverið kom út 1782. Það hét Lítið ungt stöfunarbarn og var eftir Gunnar Pálsson.

Baldur Jónsson segir að vegur „brodduðu stafanna“ (á, í, ú o.s.frv.) hafi smám saman vaxið á 19. öldinni. Í svari við spurningunni Hvenær var íslenska stafrófinu breytt? er sagt frá því hvernig það kom til að stöfunum á, é, í, ó, ú, ý o.s.frv. er nú á dögum raðað sérstaklega en ekki lengur blandað inn í grunnstafina a, e, i, o, u, y eins og lengi tíðkaðist í íslenskum bókum eftir erlendri fyrirmynd (sjá Baldur Jónsson 1987, „Ný stafrófsröð í símaskrá og þjóðskrá“, Málfregnir 1, bls. 3–7). Áður fyrr var raðað á þessa leið:

Arna

Arngerður

Arngrímur

Árni

Arnljótur

Árný

Arnþór

Arnþrúður

en nú er sem sagt raðað svona:

Arna

Arngerður

Arngrímur

Arnljótur

Arnþór

Arnþrúður

Árni

Árný

Í samræmdri stafsetningu á forníslenskum textum táknar broddur yfir sérhljóða að hljóðið hafi verið langt. Í orðunum far og fár var því sami hljómur í sérhljóðinu (það hljómaði líkt og a í nútímaíslensku) en orðin héldust aðgreind með því að í far var a-ið haft stutt (miklu styttra en við höfum í orðinu far nú) en í fár var a-hljóðið haft langt (líkt og a í far í nútímaíslensku).

Síðar gerist það að forn löng sérhljóð hætta að hljóma eins og styttri útgáfa „sama hljóðs“ heldur urðu sjálf hljóðin eðlisólík: á-ið og ó-ið urðu tvíhljóð („aú“, „oú“), é-ið varð „je“ og ú og í/ý tóku líka að hljóma öðruvísi en u og i/y.

Segja má að úr því að hljóðin, sem á, é, í/ý, ó, ú tákna, eru eðlisólík þeim sem a, e, i/y, o, u standa fyrir, þá hafi verið sjálfsagt að þessir bókstafir ættu eigið sæti í stafrófinu. Þeir eigi ekki heima í röð innan um a, e, i/y, o, u. Það er í raun og veru mjög skýrt í íslensku að um er að ræða allt önnur hljóð. Eins og dálkarnir hér fyrir ofan sýna vel þá má halda t.d. nöfnum með Arn- saman í röð í stafrófsröðuðum skrám en Árni og Árný koma annars staðar. Það samræmist vel þeirri tilfinningu að þau nöfn séu af öðrum rótum runnin.

Stöfunum á, é, í/ý, ó, ú var eftir röðunarbreytinguna á 20. öld þó ekki komið fyrir aftast í stafrófinu, þar sem þ, æ, ö hafa staðið a.m.k. frá 18. öld, heldur fengu þeir hver og einn að standa aftan við þann grunnstaf sem þeir eru skyldir (á næst aftan við a o.s.frv.). Þetta var sennilega fyrst og fremst byggt á útlitinu, þar sem um er að ræða latneska grunnstafi með yfirsettum broddi, en einnig hefur eflaust þurft að taka tillit til hefðarinnar þannig að eftir breytinguna yrði ekki mjög langt á milli þeirra orða og nafna sem áður höfðu nánast staðið saman í orða- og nafnaskrám. Þannig varð breytingin úr samröðun yfir í sérröðun, sem gekk í gegn þegar leið á 20. öld, ekki eins stórt skref og ella hefði getað orðið.

En hvað er þá að segja um bókstafinn ö og hvers vegna er hann aftast í stafrófinu? Er ekki augljóst að þar liggur latneski stafurinn o til grundvallar, aðeins með yfirsettum deplum, og að hann ætti að raðast á eftir o, ó í stafrófinu? Þessu er best að svara með því að minna á að öfugt við það sem segja má um ó (sbr. hér á undan) þá hefur ö a.m.k. frá 18. öld haft stöðu aftast í íslenska stafrófinu sem sérstakur stafur alveg á eigin forsendum. Of langt mál væri að rekja öll afbrigði ö í gegnum tíðina (miðað við staðlaða forníslenska texta má segja að forverar ö hafi verið tveir: stafirnir ǫ og ø) en þessi tákn hafa ávallt vísað til sérstaks og sjálfstæðs hljóðs í íslensku. Að þessu leyti er mikill munur á ö annars vegar og ó hins vegar (sbr. hér á undan). Útlitið er þó í báðum tilvikum byggt á sama latneska grunnstafnum.

Um bókstafinn æ gegnir líku máli og um ö. Þetta hefur ávallt verið sérstakt tákn (í ýmsum afbrigðum reyndar, allt fram á 19. öld). Það situr í næstaftasta sæti stafrófsins og hefur gert frá 18. öld.

Þegar íslenska stafrófsröðin varð til lentu þ, æ, ö aftan við latnesku grunnstafina eins og fram kom hér á undan. Þetta er sambærilegt við það sem gert er í skandinavísku málunum og má ætla að fyrirmyndin hafi verið dönsk, þ.e. að hafa sérstafi viðkomandi tungumáls aftast í röðinni. Í danska stafrófinu standa æ, ø, å aftan við grunnstafina a–z. Eins er farið að í norsku. Í sænska stafrófinu standa einnig stafirnir å, ä, ö aftan við a–z. Í þýsku er ö aftur á móti raðað innan um o, ä innan um a og ü innan um u.

Hér á undan var rakin saga sem e.t.v. skýrir af hverju á, é, í, ó, ú, ý standa næst aftan við a, e, i, o, u, y en ekki aftan við a–z með sérstöku stöfunum þ, æ, ö.

Rasmus Rask gat út Lestrarkver handa heldri manna börnum árið 1830.

Bókstafurinn ð stendur í íslenskri stafrófsröð í dag aftan við d en ð hefur raunar verið nefnt „stungið d“ þar sem formin eru náskyld (skyldleikinn er þó ekki eins greinilegur í lágstafnum og í hástafnum). Raunar var ð ekki notað í íslensku ritmáli um margra alda skeið en stafurinn var endurvakinn í byrjun 19. aldar (sjá t.a.m. tilvitnun í stafrófskver Rasks hér á undan). Um ð og sögu þess kom út 2012 bókin ð ævisaga (höf. Stefán Pálsson o.fl.). Með tilliti til þess að ð hefur alveg sérstakt hljóðgildi í íslensku, og hefur alltaf haft, má segja að það hefði alveg eins og þ átt að geta lent aftast í stafrófsröðinni á eftir a–z þegar nútímastafrófið varð til og það var tillaga Rasks 1830. Líklega hefur útlitsskyldleikinn við d ráðið því hvar ð lenti á endanum.

Meira efni um stafróf og stafrófsröð, stafmerki, fornstafi, röð erlendra merktra bókstafa o.fl. má finna á vefslóðinni: Stafróf og stafrófsröð | Árnastofnun.

Myndir:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

6.10.2015

Spyrjandi

Hlín Vilhjálmsdóttir Önnudóttir

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?“ Vísindavefurinn, 6. október 2015, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70555.

Ari Páll Kristinsson. (2015, 6. október). Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70555

Ari Páll Kristinsson. „Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2015. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70555>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?
Spurningin öll hljóðaði svona:

Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega?

Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u, ú, v, x, y, ý, þ, æ, ö.

Þetta eru 32 bókstafir og fylgir röðin íslenska staðlinum ÍST 130:2004. Þar er raunar tilgreint íslenskt nútímastafróf með 36 stöfum þar sem c, q, w, z fylgja með en það nefnist stundum „íslenskt nútímastafróf með viðauka“. (Sjá nánar um það mál í svari við spurningunni Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?)

Saga íslenska stafrófsins er rakin í grein Baldurs Jónssonar í bókinni Móðurmálið frá árinu 1987. Þar segir að fyrsta eiginlega stafrófskverið hafi komið út 1782 (Lítið ungt stöfunarbarn, höf. Gunnar Pálsson). Í því séu latnesku grunnstafirnir (a–z) taldir fyrst en aftan við þá: þ, æ, ø. Engir broddstafir (á, í o.s.frv.) voru sýndir, né heldur ð. Í Lestrarkveri handa heldri manna börnum, sem Rasmus Rask gaf út 1830, er nokkurn veginn sama röð grunnstafa og í eldra kverinu en aftan við þá eru taldir þessir stafir: þ, ð, æ, œ, ö. (Hafi hin mismunandi æ-tákn ekki skilað sér tæknilega rétt á skjá lesanda skal tekið fram að fyrra æ-ið átti að vera límingarstafur úr a+e en seinna æ-ið límingarstafur úr o+e.) Hér vekur athygli að ð er með og að því skuli vera valinn staður hjá þ en ekki næst við d eins og gert er nú á dögum. Einnig má sjá að Rask vildi nota tvær gerðir af „æ“-inu en í dag er ein látin nægja.

Fyrsta eiginlega stafrófskverið kom út 1782. Það hét Lítið ungt stöfunarbarn og var eftir Gunnar Pálsson.

Baldur Jónsson segir að vegur „brodduðu stafanna“ (á, í, ú o.s.frv.) hafi smám saman vaxið á 19. öldinni. Í svari við spurningunni Hvenær var íslenska stafrófinu breytt? er sagt frá því hvernig það kom til að stöfunum á, é, í, ó, ú, ý o.s.frv. er nú á dögum raðað sérstaklega en ekki lengur blandað inn í grunnstafina a, e, i, o, u, y eins og lengi tíðkaðist í íslenskum bókum eftir erlendri fyrirmynd (sjá Baldur Jónsson 1987, „Ný stafrófsröð í símaskrá og þjóðskrá“, Málfregnir 1, bls. 3–7). Áður fyrr var raðað á þessa leið:

Arna

Arngerður

Arngrímur

Árni

Arnljótur

Árný

Arnþór

Arnþrúður

en nú er sem sagt raðað svona:

Arna

Arngerður

Arngrímur

Arnljótur

Arnþór

Arnþrúður

Árni

Árný

Í samræmdri stafsetningu á forníslenskum textum táknar broddur yfir sérhljóða að hljóðið hafi verið langt. Í orðunum far og fár var því sami hljómur í sérhljóðinu (það hljómaði líkt og a í nútímaíslensku) en orðin héldust aðgreind með því að í far var a-ið haft stutt (miklu styttra en við höfum í orðinu far nú) en í fár var a-hljóðið haft langt (líkt og a í far í nútímaíslensku).

Síðar gerist það að forn löng sérhljóð hætta að hljóma eins og styttri útgáfa „sama hljóðs“ heldur urðu sjálf hljóðin eðlisólík: á-ið og ó-ið urðu tvíhljóð („aú“, „oú“), é-ið varð „je“ og ú og í/ý tóku líka að hljóma öðruvísi en u og i/y.

Segja má að úr því að hljóðin, sem á, é, í/ý, ó, ú tákna, eru eðlisólík þeim sem a, e, i/y, o, u standa fyrir, þá hafi verið sjálfsagt að þessir bókstafir ættu eigið sæti í stafrófinu. Þeir eigi ekki heima í röð innan um a, e, i/y, o, u. Það er í raun og veru mjög skýrt í íslensku að um er að ræða allt önnur hljóð. Eins og dálkarnir hér fyrir ofan sýna vel þá má halda t.d. nöfnum með Arn- saman í röð í stafrófsröðuðum skrám en Árni og Árný koma annars staðar. Það samræmist vel þeirri tilfinningu að þau nöfn séu af öðrum rótum runnin.

Stöfunum á, é, í/ý, ó, ú var eftir röðunarbreytinguna á 20. öld þó ekki komið fyrir aftast í stafrófinu, þar sem þ, æ, ö hafa staðið a.m.k. frá 18. öld, heldur fengu þeir hver og einn að standa aftan við þann grunnstaf sem þeir eru skyldir (á næst aftan við a o.s.frv.). Þetta var sennilega fyrst og fremst byggt á útlitinu, þar sem um er að ræða latneska grunnstafi með yfirsettum broddi, en einnig hefur eflaust þurft að taka tillit til hefðarinnar þannig að eftir breytinguna yrði ekki mjög langt á milli þeirra orða og nafna sem áður höfðu nánast staðið saman í orða- og nafnaskrám. Þannig varð breytingin úr samröðun yfir í sérröðun, sem gekk í gegn þegar leið á 20. öld, ekki eins stórt skref og ella hefði getað orðið.

En hvað er þá að segja um bókstafinn ö og hvers vegna er hann aftast í stafrófinu? Er ekki augljóst að þar liggur latneski stafurinn o til grundvallar, aðeins með yfirsettum deplum, og að hann ætti að raðast á eftir o, ó í stafrófinu? Þessu er best að svara með því að minna á að öfugt við það sem segja má um ó (sbr. hér á undan) þá hefur ö a.m.k. frá 18. öld haft stöðu aftast í íslenska stafrófinu sem sérstakur stafur alveg á eigin forsendum. Of langt mál væri að rekja öll afbrigði ö í gegnum tíðina (miðað við staðlaða forníslenska texta má segja að forverar ö hafi verið tveir: stafirnir ǫ og ø) en þessi tákn hafa ávallt vísað til sérstaks og sjálfstæðs hljóðs í íslensku. Að þessu leyti er mikill munur á ö annars vegar og ó hins vegar (sbr. hér á undan). Útlitið er þó í báðum tilvikum byggt á sama latneska grunnstafnum.

Um bókstafinn æ gegnir líku máli og um ö. Þetta hefur ávallt verið sérstakt tákn (í ýmsum afbrigðum reyndar, allt fram á 19. öld). Það situr í næstaftasta sæti stafrófsins og hefur gert frá 18. öld.

Þegar íslenska stafrófsröðin varð til lentu þ, æ, ö aftan við latnesku grunnstafina eins og fram kom hér á undan. Þetta er sambærilegt við það sem gert er í skandinavísku málunum og má ætla að fyrirmyndin hafi verið dönsk, þ.e. að hafa sérstafi viðkomandi tungumáls aftast í röðinni. Í danska stafrófinu standa æ, ø, å aftan við grunnstafina a–z. Eins er farið að í norsku. Í sænska stafrófinu standa einnig stafirnir å, ä, ö aftan við a–z. Í þýsku er ö aftur á móti raðað innan um o, ä innan um a og ü innan um u.

Hér á undan var rakin saga sem e.t.v. skýrir af hverju á, é, í, ó, ú, ý standa næst aftan við a, e, i, o, u, y en ekki aftan við a–z með sérstöku stöfunum þ, æ, ö.

Rasmus Rask gat út Lestrarkver handa heldri manna börnum árið 1830.

Bókstafurinn ð stendur í íslenskri stafrófsröð í dag aftan við d en ð hefur raunar verið nefnt „stungið d“ þar sem formin eru náskyld (skyldleikinn er þó ekki eins greinilegur í lágstafnum og í hástafnum). Raunar var ð ekki notað í íslensku ritmáli um margra alda skeið en stafurinn var endurvakinn í byrjun 19. aldar (sjá t.a.m. tilvitnun í stafrófskver Rasks hér á undan). Um ð og sögu þess kom út 2012 bókin ð ævisaga (höf. Stefán Pálsson o.fl.). Með tilliti til þess að ð hefur alveg sérstakt hljóðgildi í íslensku, og hefur alltaf haft, má segja að það hefði alveg eins og þ átt að geta lent aftast í stafrófsröðinni á eftir a–z þegar nútímastafrófið varð til og það var tillaga Rasks 1830. Líklega hefur útlitsskyldleikinn við d ráðið því hvar ð lenti á endanum.

Meira efni um stafróf og stafrófsröð, stafmerki, fornstafi, röð erlendra merktra bókstafa o.fl. má finna á vefslóðinni: Stafróf og stafrófsröð | Árnastofnun.

Myndir:

...