Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er kötturinn eina dýrið sem leikur sér að bráð?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega var spurningin mun lengri. Í meginatriðum var hún svohljóðandi:
Er vitað til að fleiri dýr en kötturinn leiki sér með bráðina? Ef svo er, er þá vitað hvaða dýr hegða sér þannig og hvers vegna? Getur verið að kötturinn sem er minnstur allra kattardýra verði að byggja upp grimmd og miðla til afkvæma sinna þeim tilgangi að komast af úti í grimmri náttúrunni, þar sem sá hæfasti kemst af - hinir falla? Í annan stað; eru það aðeins mýsnar sem kettir leika sér með, eða er vitað til að þeir noti sömu aðferð við fugla og aðra bráð?

Það er vel þekkt að kettir leika sér að bráð, bæði músum og fuglum og hugsanlega öðrum dýrum sem þeir hafa gómað. Dýrafræðingar og áhugamenn um atferli dýra hafa vissulega velt þessari hegðun fyrir sér en ekki er mikið til af aðgengilegum fræðigreinum um þetta efni. Og sitt sýnist hverjum þegar kemur að því að skýra eða túlka leik kattarins að músinni.

Kettir búa yfir ríkulegu veiðieðli. Veiðieðlið örvast þegar kettir sjá dýr eða jafnvel hluti á hreyfingu. Kettir elta til að mynda skordýr, smá spendýr, fugla og jafnvel fjúkandi hluti. Að drepa bráð er hins vegar lærð hegðun. Rannsókn hefur sýnt að kettir sem ekki voru aldir upp með mæðrum sínum en fengu að ganga frjálsir á nýjum heimilum eltu vissulega bráð, svo sem nagdýr eða fugla, en þegar þeir náðu bráðinni þá drápu þeir hana ekki heldur léku sér að henni. Það er vel þekkt að slíkir kettir myndi tengsl við bráð, ólíkt köttum sem fengið hafa „eðlilegt“ uppeldi og einfaldlega drepa bráðina, rífa í sundur og hálféta.

Leikur kattarins að músinni.

Sumir telja að tilgangurinn með leik katta að bráðinni sé fyrst og fremst sá að þreyta hana og draga þannig úr líkum á að bráðin klóri eða bíti köttinn, því rándýr líkt og kettir vilja fyrir alla muni forðast að slasast við veiðar.

Þetta atferli, að „leika sér“ að bráðinni áður en hún er étin, er vel þekkt meðal annarra kattadýra eins og ljóna (Panthera leo), hlébarða (Panthera pardus) og blettatígra (Acinonyx jubatus) en leikurinn getur þá verið hluti af nauðsynlegum lærdómi hjá ungviðinu. Atferlisfræðingar hafa til dæmis fylgst með og skráð atferli hjá blettatígrum þar sem móðirin veiðir litla bráð svo sem impala-kálf. Hún færir hvolpunum sínum lifandi bráðina og leyfir þeim að leika sér, eða öllu heldur æfa sig á henni. Slíkri kennslustund lýkur svo oftast með því að kálfurinn er drepinn af hvolpunum, ef þeir hafa aldur til, eða móðirin afgreiðir kálfinn með biti í háls.

Leikur að bráð er einnig vel þekkt meðal háhyrninga (Orcinus orca) en þeir eiga það til að kasta sel sem þeir hafa veitt upp í loft með sporðaköstum. Ekki er ljóst hvort háhyrningar gera sér þetta til skemmtunar eða hvort þeir eru einfaldlega að ganga frá selnum áður en hann er étinn. Selir geta bitið illa frá sér og líkt og líkt og á við um kettina þá vilja háhyrningarnir hugsalega minnka líkurnar á því að bráðin bíti frá sér. Í frétt á Mail Online má sjá býsna magnaðar myndir af háhyrningi leika sér að sel.

Leikur að bráð þekkist einnig meðal háhyrninga (Orcinus orca).

Rándýr hafa veiðieðli en að hluta sýna þau líka lærða hegðun sem er þeim nauðsynleg til að lifa af. Sennilega þurfa kattadýr af öllum tegundum að skólast til af mæðrum sínum til að læra tæknina að drepa. Fyrsta ár þeirra með móðurinni er því lífsnauðsynlegt, ekki bara vegna hins mjúka faðms og verndar sem hún hún veitir, heldur einnig vegna reynslunnar sem hún miðlar til þeirra.

Heimildir:
  • John Alcock, 2013. Animal Behavior: An Evolutionary Approach. Sinauer Associates, Inc.
  • Paul W. Shermann og John Alcock. 2013. Exploring Animal Behavior: Readings from American Scientist. Sinauer Associates.

Myndir:


Upprunalega spurningin:

Ég hef velt því lengi fyrir mér hvers vegna kötturinn er eina dýrið, eftir því sem ég best veit, eða hugsanlega eitt örfárra, sem leikur sér að bráðinni áður en hann drepur hana, samanber leikur kattarins að músinni.

Spurning mín er þessi: Er vitað til að fleiri dýr leiki sér að bráðinni, ég veit ekki til þess að önnur dýr af kattarkyni geri það.

Ef svo er, er þá vitað hvaða dýr hegða sér þannig og hvers vegna?

Sjálf hef ég velt þessu mikið fyrir mér og spurt marga meðvitaða, velgreinda og upplýsta, en enginn hefur getað svarað þessu.

Mín kenning er sú að þar sem kötturinn er minnstur allra kattardýra, verði hann að byggja upp grimmd og miðla til afkvæma sinna í þeim tilgangi að komast af í grimmri náttúrunni, þar sem sá hæfasti kemst af en hinir falla. Leikurinn er í þeim tilgangi að efla með sér grimmdina og miðla til afkvæma en oftar en ekki hegða kettir sér þannig, einkum læður með kettlinga. Getur hugsast að kenning mín standist eða eru aðrar orsakir þekktar? Hafa verið gerðar rannsóknir á þessari hegðun kattarins? Í annan stað; eru það aðeins mýsnar sem kettirnir leika sér að, eða er vitað til að þeir noti sömu aðferð við fugla og aðra bráð, þó að ég hafi ekki orðið þess vör.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.8.2016

Spyrjandi

Bergljót Davíðsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er kötturinn eina dýrið sem leikur sér að bráð?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2016, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70617.

Jón Már Halldórsson. (2016, 30. ágúst). Er kötturinn eina dýrið sem leikur sér að bráð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70617

Jón Már Halldórsson. „Er kötturinn eina dýrið sem leikur sér að bráð?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2016. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70617>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er kötturinn eina dýrið sem leikur sér að bráð?
Upprunalega var spurningin mun lengri. Í meginatriðum var hún svohljóðandi:

Er vitað til að fleiri dýr en kötturinn leiki sér með bráðina? Ef svo er, er þá vitað hvaða dýr hegða sér þannig og hvers vegna? Getur verið að kötturinn sem er minnstur allra kattardýra verði að byggja upp grimmd og miðla til afkvæma sinna þeim tilgangi að komast af úti í grimmri náttúrunni, þar sem sá hæfasti kemst af - hinir falla? Í annan stað; eru það aðeins mýsnar sem kettir leika sér með, eða er vitað til að þeir noti sömu aðferð við fugla og aðra bráð?

Það er vel þekkt að kettir leika sér að bráð, bæði músum og fuglum og hugsanlega öðrum dýrum sem þeir hafa gómað. Dýrafræðingar og áhugamenn um atferli dýra hafa vissulega velt þessari hegðun fyrir sér en ekki er mikið til af aðgengilegum fræðigreinum um þetta efni. Og sitt sýnist hverjum þegar kemur að því að skýra eða túlka leik kattarins að músinni.

Kettir búa yfir ríkulegu veiðieðli. Veiðieðlið örvast þegar kettir sjá dýr eða jafnvel hluti á hreyfingu. Kettir elta til að mynda skordýr, smá spendýr, fugla og jafnvel fjúkandi hluti. Að drepa bráð er hins vegar lærð hegðun. Rannsókn hefur sýnt að kettir sem ekki voru aldir upp með mæðrum sínum en fengu að ganga frjálsir á nýjum heimilum eltu vissulega bráð, svo sem nagdýr eða fugla, en þegar þeir náðu bráðinni þá drápu þeir hana ekki heldur léku sér að henni. Það er vel þekkt að slíkir kettir myndi tengsl við bráð, ólíkt köttum sem fengið hafa „eðlilegt“ uppeldi og einfaldlega drepa bráðina, rífa í sundur og hálféta.

Leikur kattarins að músinni.

Sumir telja að tilgangurinn með leik katta að bráðinni sé fyrst og fremst sá að þreyta hana og draga þannig úr líkum á að bráðin klóri eða bíti köttinn, því rándýr líkt og kettir vilja fyrir alla muni forðast að slasast við veiðar.

Þetta atferli, að „leika sér“ að bráðinni áður en hún er étin, er vel þekkt meðal annarra kattadýra eins og ljóna (Panthera leo), hlébarða (Panthera pardus) og blettatígra (Acinonyx jubatus) en leikurinn getur þá verið hluti af nauðsynlegum lærdómi hjá ungviðinu. Atferlisfræðingar hafa til dæmis fylgst með og skráð atferli hjá blettatígrum þar sem móðirin veiðir litla bráð svo sem impala-kálf. Hún færir hvolpunum sínum lifandi bráðina og leyfir þeim að leika sér, eða öllu heldur æfa sig á henni. Slíkri kennslustund lýkur svo oftast með því að kálfurinn er drepinn af hvolpunum, ef þeir hafa aldur til, eða móðirin afgreiðir kálfinn með biti í háls.

Leikur að bráð er einnig vel þekkt meðal háhyrninga (Orcinus orca) en þeir eiga það til að kasta sel sem þeir hafa veitt upp í loft með sporðaköstum. Ekki er ljóst hvort háhyrningar gera sér þetta til skemmtunar eða hvort þeir eru einfaldlega að ganga frá selnum áður en hann er étinn. Selir geta bitið illa frá sér og líkt og líkt og á við um kettina þá vilja háhyrningarnir hugsalega minnka líkurnar á því að bráðin bíti frá sér. Í frétt á Mail Online má sjá býsna magnaðar myndir af háhyrningi leika sér að sel.

Leikur að bráð þekkist einnig meðal háhyrninga (Orcinus orca).

Rándýr hafa veiðieðli en að hluta sýna þau líka lærða hegðun sem er þeim nauðsynleg til að lifa af. Sennilega þurfa kattadýr af öllum tegundum að skólast til af mæðrum sínum til að læra tæknina að drepa. Fyrsta ár þeirra með móðurinni er því lífsnauðsynlegt, ekki bara vegna hins mjúka faðms og verndar sem hún hún veitir, heldur einnig vegna reynslunnar sem hún miðlar til þeirra.

Heimildir:
  • John Alcock, 2013. Animal Behavior: An Evolutionary Approach. Sinauer Associates, Inc.
  • Paul W. Shermann og John Alcock. 2013. Exploring Animal Behavior: Readings from American Scientist. Sinauer Associates.

Myndir:


Upprunalega spurningin:

Ég hef velt því lengi fyrir mér hvers vegna kötturinn er eina dýrið, eftir því sem ég best veit, eða hugsanlega eitt örfárra, sem leikur sér að bráðinni áður en hann drepur hana, samanber leikur kattarins að músinni.

Spurning mín er þessi: Er vitað til að fleiri dýr leiki sér að bráðinni, ég veit ekki til þess að önnur dýr af kattarkyni geri það.

Ef svo er, er þá vitað hvaða dýr hegða sér þannig og hvers vegna?

Sjálf hef ég velt þessu mikið fyrir mér og spurt marga meðvitaða, velgreinda og upplýsta, en enginn hefur getað svarað þessu.

Mín kenning er sú að þar sem kötturinn er minnstur allra kattardýra, verði hann að byggja upp grimmd og miðla til afkvæma sinna í þeim tilgangi að komast af í grimmri náttúrunni, þar sem sá hæfasti kemst af en hinir falla. Leikurinn er í þeim tilgangi að efla með sér grimmdina og miðla til afkvæma en oftar en ekki hegða kettir sér þannig, einkum læður með kettlinga. Getur hugsast að kenning mín standist eða eru aðrar orsakir þekktar? Hafa verið gerðar rannsóknir á þessari hegðun kattarins? Í annan stað; eru það aðeins mýsnar sem kettirnir leika sér að, eða er vitað til að þeir noti sömu aðferð við fugla og aðra bráð, þó að ég hafi ekki orðið þess vör.

...