Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Líkami okkar er samsettur úr frumefnum eins og allt annað í heiminum. Helstu frumefni líkamans eru súrefni (O), kolefni (C), vetni (H) og nitur (N) en samtals eru þessi fjögur efni um 96% af heildarmassa líkamans. Nánar er fjallað um frumefni líkamans í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hver eru helstu frumefni líkamans? Venjulega er þó ekki talað um að við verðum að fá súrefni eða nitur til þess að halda líkamanum gangandi og heilbrigðum heldur tölum við um efnasambönd sem frumefnin mynda.

Það sem líkamanum er nauðsynlegt til vaxtar, þroska og viðhalds er vatn, kolvetni, fita, prótín, vítamín og steinefni og allt fáum við þetta úr fæðunni. Það er því ekki eitthvað eitt efni í matnum sem heldur okkur lifandi. Hins vegar er ekki alveg sama í hvaða hlutföllum þessi efni eru, ef við fáum alltof mikið af sumu og alltof lítið af öðru er hætta á næringarskorti.

Vatn er ein meginforsenda lífs á jörðinni og við getum ekki lifað nema í örfáa daga án þess að fá vatn. Að meðaltali er mannslíkaminn um 65% vatn, og ef líkamann skortir vatn raskast öll líkamsstarfsemi. Vökvaskortur getur leitt til ofþornunar sem getur verið lífshættulegt ástand. Um þetta er fjallað í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?

Líkaminn þarf orku úr kolvetnum, fitu og prótínum til þess að halda sér gangandi og starfa rétt. Hlutfallslega þarf mest af kolvetnum úr fæðunni en samkvæmt upplýsingum á vef Lýðheilsustöðvar er hæfilegt að fá 50-60% af orkunni sem við notum úr kolvetnum. Heilinn notar til dæmis nánast eingöngu orku úr kolvetnum til sinna stafa. Ef líkaminn fær ekki nægilegt magn kolvetna þá fer hann að mynda kolvetni úr fitu og prótínum, en þau efni eru ætluð til annarra lífsnauðsynlegra starfa í líkamanum. Hægt er að lesa meira um kolvetni í svari Önnu Rögnu Magnúsdóttur við spurningunni Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni?



Til þess að tryggja að við fáum öll þau efni sem þarf til þess að halda okkur heilbrigðum er mikilvægt að borða úr öllum fæðuflokkum.

Meginhlutverk fitu er að gefa okkur orku en talið er hæfilegt að fá 25-35% orkunnar úr fitu. Líkaminn geymir umfrumorku á formi fitu og hún heldur á mönnum hita. Fitan er okkur auk mjög mikilvæg þar sem í henni er að finna tvær lífsnauðsynlegar fitusýrur sem líkaminn getur ekki myndað sjálfur. Auk þess eru fjölómettaðar fitusýrur nauðsynlegar byggingareiningar í frumu- og innanfrumuhimnum og gegna þar mikilvægu hlutverki. Þessu til viðbótar er neysla fitu mikilvæg vegna þess að í fitu eru fituleysanleg vítamín svo sem A-, D- og E-vítamín. Nánar er fjallað um fitu í svari Bryndísar Evu Birgisdóttur við spurningunni Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?

Prótín er ekki eins mikilvægt orkuefni og kolvetni og fita en talið er ráðlegt að fæðan sé þannig saman sett að prótín veiti 10-20% af heildarorku. Prótín eru hins mjög mikilvæg þar sem þau eru aðalbyggingarefni líkamans og sem slík nauðsynleg til uppbyggingar og vaxtar og til að viðhalda slitnum og sködduðum vefjum. Öll ensím eru prótín en ensím hvetja efnahvörf í líkamanum. Skortur á prótínum leiðir til skorts á lífsnauðsynlegum amínósýrum og vöðvaniðurbrots. Hægt er að lesa um prótínskort í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru hörgulsjúkdómar?

Steinefnin eru ýmis frumefni sem nauðsynleg eru fyrir samvægi líkamans og gegna ýmsum hlutverkum. Sum steinefni eru bygginarefni tanna og beina, önnur eru hjálparhvatar við efnaskiptin og enn önnur koma við sögu í stjórnun vökva- og sýrujafnvægis líkamans, taugaboða og vöðvasamdráttar. Auk þess eru sum steinefni hluti af lífsnauðsynlegum lífrænum efnum, eins og blóðrauða og hormóninu þýroxíni. Mörg steinefni gegna fleiri en einu hlutverki. Fjallað er um steinefni í svari Þuríður Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvaða ólífrænu efni eru í mannslíkamanum?

Loks eru það vítamínin. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Eins og með önnur efni sem eru líkamanum nauðsynleg þarf að vera ákveðið jafnvægi í því hversu mikið magn vítamína líkaminn fær. Of mikið magn ákveðinna vítamína getur verið skaðlegt eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?

Eins og þetta svar ber með sér er tölvuert til af svörum á Vísindavefnum um næringarfræði og þau efni sem líkamanum eru nauðsynleg. Í lokin má sérstaklega benda á svar Bryndísar Evu Birgisdóttur við spurningunni Hver er lágmarks næringarþörf mannsins?

Til þess að finna fleiri áhugaverð svör á þessu sviði er lesendum bent á að nota leitarvél vefsins.

Mynd: Lýðheilsustöð. Sótt 22. 02. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.2.2008

Spyrjandi

Þuríður, Isabel, Lóa

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7096.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2008, 22. febrúar). Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7096

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7096>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi?
Líkami okkar er samsettur úr frumefnum eins og allt annað í heiminum. Helstu frumefni líkamans eru súrefni (O), kolefni (C), vetni (H) og nitur (N) en samtals eru þessi fjögur efni um 96% af heildarmassa líkamans. Nánar er fjallað um frumefni líkamans í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hver eru helstu frumefni líkamans? Venjulega er þó ekki talað um að við verðum að fá súrefni eða nitur til þess að halda líkamanum gangandi og heilbrigðum heldur tölum við um efnasambönd sem frumefnin mynda.

Það sem líkamanum er nauðsynlegt til vaxtar, þroska og viðhalds er vatn, kolvetni, fita, prótín, vítamín og steinefni og allt fáum við þetta úr fæðunni. Það er því ekki eitthvað eitt efni í matnum sem heldur okkur lifandi. Hins vegar er ekki alveg sama í hvaða hlutföllum þessi efni eru, ef við fáum alltof mikið af sumu og alltof lítið af öðru er hætta á næringarskorti.

Vatn er ein meginforsenda lífs á jörðinni og við getum ekki lifað nema í örfáa daga án þess að fá vatn. Að meðaltali er mannslíkaminn um 65% vatn, og ef líkamann skortir vatn raskast öll líkamsstarfsemi. Vökvaskortur getur leitt til ofþornunar sem getur verið lífshættulegt ástand. Um þetta er fjallað í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?

Líkaminn þarf orku úr kolvetnum, fitu og prótínum til þess að halda sér gangandi og starfa rétt. Hlutfallslega þarf mest af kolvetnum úr fæðunni en samkvæmt upplýsingum á vef Lýðheilsustöðvar er hæfilegt að fá 50-60% af orkunni sem við notum úr kolvetnum. Heilinn notar til dæmis nánast eingöngu orku úr kolvetnum til sinna stafa. Ef líkaminn fær ekki nægilegt magn kolvetna þá fer hann að mynda kolvetni úr fitu og prótínum, en þau efni eru ætluð til annarra lífsnauðsynlegra starfa í líkamanum. Hægt er að lesa meira um kolvetni í svari Önnu Rögnu Magnúsdóttur við spurningunni Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni?



Til þess að tryggja að við fáum öll þau efni sem þarf til þess að halda okkur heilbrigðum er mikilvægt að borða úr öllum fæðuflokkum.

Meginhlutverk fitu er að gefa okkur orku en talið er hæfilegt að fá 25-35% orkunnar úr fitu. Líkaminn geymir umfrumorku á formi fitu og hún heldur á mönnum hita. Fitan er okkur auk mjög mikilvæg þar sem í henni er að finna tvær lífsnauðsynlegar fitusýrur sem líkaminn getur ekki myndað sjálfur. Auk þess eru fjölómettaðar fitusýrur nauðsynlegar byggingareiningar í frumu- og innanfrumuhimnum og gegna þar mikilvægu hlutverki. Þessu til viðbótar er neysla fitu mikilvæg vegna þess að í fitu eru fituleysanleg vítamín svo sem A-, D- og E-vítamín. Nánar er fjallað um fitu í svari Bryndísar Evu Birgisdóttur við spurningunni Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?

Prótín er ekki eins mikilvægt orkuefni og kolvetni og fita en talið er ráðlegt að fæðan sé þannig saman sett að prótín veiti 10-20% af heildarorku. Prótín eru hins mjög mikilvæg þar sem þau eru aðalbyggingarefni líkamans og sem slík nauðsynleg til uppbyggingar og vaxtar og til að viðhalda slitnum og sködduðum vefjum. Öll ensím eru prótín en ensím hvetja efnahvörf í líkamanum. Skortur á prótínum leiðir til skorts á lífsnauðsynlegum amínósýrum og vöðvaniðurbrots. Hægt er að lesa um prótínskort í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru hörgulsjúkdómar?

Steinefnin eru ýmis frumefni sem nauðsynleg eru fyrir samvægi líkamans og gegna ýmsum hlutverkum. Sum steinefni eru bygginarefni tanna og beina, önnur eru hjálparhvatar við efnaskiptin og enn önnur koma við sögu í stjórnun vökva- og sýrujafnvægis líkamans, taugaboða og vöðvasamdráttar. Auk þess eru sum steinefni hluti af lífsnauðsynlegum lífrænum efnum, eins og blóðrauða og hormóninu þýroxíni. Mörg steinefni gegna fleiri en einu hlutverki. Fjallað er um steinefni í svari Þuríður Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvaða ólífrænu efni eru í mannslíkamanum?

Loks eru það vítamínin. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Eins og með önnur efni sem eru líkamanum nauðsynleg þarf að vera ákveðið jafnvægi í því hversu mikið magn vítamína líkaminn fær. Of mikið magn ákveðinna vítamína getur verið skaðlegt eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?

Eins og þetta svar ber með sér er tölvuert til af svörum á Vísindavefnum um næringarfræði og þau efni sem líkamanum eru nauðsynleg. Í lokin má sérstaklega benda á svar Bryndísar Evu Birgisdóttur við spurningunni Hver er lágmarks næringarþörf mannsins?

Til þess að finna fleiri áhugaverð svör á þessu sviði er lesendum bent á að nota leitarvél vefsins.

Mynd: Lýðheilsustöð. Sótt 22. 02. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....