Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir mánaðarheitið mörsugur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Mörsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Hann hefst miðvikudaginn í níundu viku vetrar á tímabilinu 21.-27. desember. Honum líkur á miðnætti fimmtudaginn í þrettándu viku vetrar á tímabilinu 19.-26. janúar. Þá tekur þorrinn við.

Mánaðarheitið mörsugur er nefnt í svokallaðri Bókarbót sem er viðauki við rímtal frá 11. öld en varðveitt í handriti frá því um 1220. Í Eddu Snorra Sturlusonar er sami mánuður nefndur hrútmánuður. Þess getur til dæmis Páll Vídalín í Skýringum við fornyrði lögbókar:

Þriðji mánuður í vetri kemur miðvikudag; hann heitir í Bókarbót mörsugur, en í Eddu hrútmánuður; hann skal telja þrítugnættan, og enda fimtudag að aptni, þá er þorri gengur inn eptir sínum föstudegi. Þennan kallar séra Oddur Kristmánuð (bls. 575).

Mör er innanfita í kviðarholi dýra. Á myndinni sést svínafeiti.

Oddur sá sem nefndur er er séra Oddur Oddsson á Reynivöllum í Kjós. Orðið mörsugur er sett saman úr orðunum mör 'innanfita í kviðarholi dýra' og sugur sem leitt er af sögninni sjúga, það er 'sá sem sýgur mörinn'.

Heimildir
  • Ritmálsskrá OH.
  • Páll Vídalín. 1849-1854. Skýríngar yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast. Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.12.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir mánaðarheitið mörsugur?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2015, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71296.

Guðrún Kvaran. (2015, 23. desember). Hvað merkir mánaðarheitið mörsugur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71296

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir mánaðarheitið mörsugur?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2015. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71296>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir mánaðarheitið mörsugur?
Mörsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Hann hefst miðvikudaginn í níundu viku vetrar á tímabilinu 21.-27. desember. Honum líkur á miðnætti fimmtudaginn í þrettándu viku vetrar á tímabilinu 19.-26. janúar. Þá tekur þorrinn við.

Mánaðarheitið mörsugur er nefnt í svokallaðri Bókarbót sem er viðauki við rímtal frá 11. öld en varðveitt í handriti frá því um 1220. Í Eddu Snorra Sturlusonar er sami mánuður nefndur hrútmánuður. Þess getur til dæmis Páll Vídalín í Skýringum við fornyrði lögbókar:

Þriðji mánuður í vetri kemur miðvikudag; hann heitir í Bókarbót mörsugur, en í Eddu hrútmánuður; hann skal telja þrítugnættan, og enda fimtudag að aptni, þá er þorri gengur inn eptir sínum föstudegi. Þennan kallar séra Oddur Kristmánuð (bls. 575).

Mör er innanfita í kviðarholi dýra. Á myndinni sést svínafeiti.

Oddur sá sem nefndur er er séra Oddur Oddsson á Reynivöllum í Kjós. Orðið mörsugur er sett saman úr orðunum mör 'innanfita í kviðarholi dýra' og sugur sem leitt er af sögninni sjúga, það er 'sá sem sýgur mörinn'.

Heimildir
  • Ritmálsskrá OH.
  • Páll Vídalín. 1849-1854. Skýríngar yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast. Reykjavík.

Mynd: