Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hvað er heimakoma og hvað veldur henni?

Doktor.is

Heimakoma (Erysipelas) er bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu. Heimakoma byrjar sem rauður blettur á húðinni, oftast þar sem er sprunga eða sár, og breiðist síðan út og stækkar dag frá degi. Stundum myndast blöðrur og jafnvel rauð strik út frá sýkta svæðinu í átt til nærliggjandi eitla. Heimakoma getur komið fram hvar sem er á líkamanum en er algengust á fótum eða fótleggjum eða í andliti. Þegar heimakoma er í andliti er hún oft báðum megin. Oft fylgir heimakomu sótthiti, skjálfti og almenn vanlíðan. Heimakoman getur komið fyrir hjá fólki á öllum aldri en er algengust hjá börnum og eldra fólki.

Heimakoma í andliti.

Heimakoma er sýking í yfirhúð og ystu lögum leðurhúðar og orsakast af ákveðinni bakteríutegund, svokölluðum streptókokkum (keðjukokkum). Hún getur komið fyrir aftur og aftur á sama stað og þá er hætta á langvarandi þrota og bjúg. Ef ekkert er að gert getur heimakoma leitt til blóðsýkingar (blóðeitrunar). Við grun um heimakomu er mikilvægt að leita læknis án tafar vegna hættu á alvarlegri blóðsýkingu. Stundum er til staðar langvarandi sveppasýking, til dæmis milli táa, sem veikir húðina og gerir bakteríum mögulegt að komast í gegnum hana og valda endurtekinni heimakomu eða annars konar sýkingum. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að meðhöndla sveppasýkinguna til að loka fyrir leið baktería inn í líkamann. Aðrir áhættuþættir eru offita, exem og aðrir húðsjúkdómar, sykursýki, bláæða- og sogæðavandamál, sprautufíkn og einnig ákveðnar skurðaðgerðir eins og brottnám brjósta og holhandareitla.

Sjúkdómsgreining byggist aðallega á útlitinu, gangi sjúkdómsins og öðrum sjúkdómseinkennum (meðal annars sótthita og slappleika), sem gefa vísbendingu um heimakomu. Stundum er þó erfitt að greina milli heimakomu og annarra sjúkdóma. Til eru margar aðrar gerðir húðsýkinga sem orsakast af bakteríum, veirum eða sveppum. Oftast er erfitt að rækta bakteríuna beint frá sýkingunni en hún ræktast stundum úr blóði.

Bakterían sem langoftast veldur heimakomu er venjulega vel næm fyrir algengum sýklalyfjum eins og penisilíni og erýtrómycíni og sjúkdómurinn læknast venjulega fljótt af slíkum lyfjum. Einstaka sinnum þarf að grípa til sterkari lyfja. Önnur meðferð snýr að bjúgmyndun sem fylgir oft sýkingunni og er þar beitt þrýstingsmeðferð með teygjusokkum eða vafningum með teygjubindum. Húðin getur einnig orðið mjög þurr og er þá mikilvægt að bera vel á rakagefandi krem. Áður fyrr var heimakoma hættulegur sjúkdómur sem gat leitt til alvarlegra veikinda og jafnvel dauða en nú á tímum öflugra sýklalyfja er sjúkdómurinn oftast auðlæknanlegur. Þó er einstaklingum sem hafa einu sinni fengið húðsýkingu hættara við að fá sýkingu aftur á sama svæði.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vefnum Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Heimakoma er sjúkdómur nefndur. Hvað veldur honum og hvernig stendur á þessu undarlega heiti?

Höfundur

Útgáfudagur

3.6.2022

Spyrjandi

Þórður Kristinn Jóhannsson

Tilvísun

Doktor.is. „Hvað er heimakoma og hvað veldur henni?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2022. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72281.

Doktor.is. (2022, 3. júní). Hvað er heimakoma og hvað veldur henni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72281

Doktor.is. „Hvað er heimakoma og hvað veldur henni?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2022. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72281>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er heimakoma og hvað veldur henni?
Heimakoma (Erysipelas) er bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu. Heimakoma byrjar sem rauður blettur á húðinni, oftast þar sem er sprunga eða sár, og breiðist síðan út og stækkar dag frá degi. Stundum myndast blöðrur og jafnvel rauð strik út frá sýkta svæðinu í átt til nærliggjandi eitla. Heimakoma getur komið fram hvar sem er á líkamanum en er algengust á fótum eða fótleggjum eða í andliti. Þegar heimakoma er í andliti er hún oft báðum megin. Oft fylgir heimakomu sótthiti, skjálfti og almenn vanlíðan. Heimakoman getur komið fyrir hjá fólki á öllum aldri en er algengust hjá börnum og eldra fólki.

Heimakoma í andliti.

Heimakoma er sýking í yfirhúð og ystu lögum leðurhúðar og orsakast af ákveðinni bakteríutegund, svokölluðum streptókokkum (keðjukokkum). Hún getur komið fyrir aftur og aftur á sama stað og þá er hætta á langvarandi þrota og bjúg. Ef ekkert er að gert getur heimakoma leitt til blóðsýkingar (blóðeitrunar). Við grun um heimakomu er mikilvægt að leita læknis án tafar vegna hættu á alvarlegri blóðsýkingu. Stundum er til staðar langvarandi sveppasýking, til dæmis milli táa, sem veikir húðina og gerir bakteríum mögulegt að komast í gegnum hana og valda endurtekinni heimakomu eða annars konar sýkingum. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að meðhöndla sveppasýkinguna til að loka fyrir leið baktería inn í líkamann. Aðrir áhættuþættir eru offita, exem og aðrir húðsjúkdómar, sykursýki, bláæða- og sogæðavandamál, sprautufíkn og einnig ákveðnar skurðaðgerðir eins og brottnám brjósta og holhandareitla.

Sjúkdómsgreining byggist aðallega á útlitinu, gangi sjúkdómsins og öðrum sjúkdómseinkennum (meðal annars sótthita og slappleika), sem gefa vísbendingu um heimakomu. Stundum er þó erfitt að greina milli heimakomu og annarra sjúkdóma. Til eru margar aðrar gerðir húðsýkinga sem orsakast af bakteríum, veirum eða sveppum. Oftast er erfitt að rækta bakteríuna beint frá sýkingunni en hún ræktast stundum úr blóði.

Bakterían sem langoftast veldur heimakomu er venjulega vel næm fyrir algengum sýklalyfjum eins og penisilíni og erýtrómycíni og sjúkdómurinn læknast venjulega fljótt af slíkum lyfjum. Einstaka sinnum þarf að grípa til sterkari lyfja. Önnur meðferð snýr að bjúgmyndun sem fylgir oft sýkingunni og er þar beitt þrýstingsmeðferð með teygjusokkum eða vafningum með teygjubindum. Húðin getur einnig orðið mjög þurr og er þá mikilvægt að bera vel á rakagefandi krem. Áður fyrr var heimakoma hættulegur sjúkdómur sem gat leitt til alvarlegra veikinda og jafnvel dauða en nú á tímum öflugra sýklalyfja er sjúkdómurinn oftast auðlæknanlegur. Þó er einstaklingum sem hafa einu sinni fengið húðsýkingu hættara við að fá sýkingu aftur á sama svæði.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vefnum Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Heimakoma er sjúkdómur nefndur. Hvað veldur honum og hvernig stendur á þessu undarlega heiti?

...