Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Af hverju er Venus heitari en Merkúríus þó Merkúríus sé nær sólinni?

ÍDÞ

Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólinni en Venus kemur þar á eftir. Merkúríus er að meðaltali 57.900.000 km frá sólinni en Venus 108.200.000 km frá sólinni. Það er því eðlilegt að spyrjandi velti fyrir sér hvers vegna heitara sé á Venus en á Merkúríusi þegar Venus er um tvöfalt lengra frá sólinni!

Hátt hlutfall koltvíildis í lofthjúpi Venusar skýrir hvers vegna heitara er á Venus en Merkúríusi. Myndin sýnir innri reikistjörnur sólkerfisins (frá vinstri: jörðin, Mars, Venus og Merkúríus) í réttum stærðarhlutföllum.

Ástæðuna má finna í þykkum lofthjúpi sem umlykur Venus. Lofthjúpurinn er að mestu úr koltvíildi (koltvísýringi, CO2). Koltvíildi er svokölluð gróðurhúsalofttegund sem veldur því að hitastig verður hærra eftir því sem meira er af henni. Á jörðinni hefur hitastig verið að hækka og er ein ástæða þess hærra hlutfall koltvíildis í andrúmsloftinu. Hlutfall þess er þó einungis 0,04% á jörðinni, samanborið við 96,5% á Venus. Merkúríus hefur aftur á móti óstöðugan lofthjúp, meðal annars vegna smæðar sinnar og nálægð við sólu. Gróðurhúsaáhrifa gætir því ekki þar.

Meðalhitastig á Venus er um 480°C en á Merkúríusi er meðalhitinn 350°C. Hitastigið á Venus væri líklegast um 45°C ef enginn lofthjúpur væri og ef þykkt hans væri svipuð og á jörðinni væri hitastigið um 100°C.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

13.12.2016

Spyrjandi

Brynhildur Eva Thorsteinson, f. 2004

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju er Venus heitari en Merkúríus þó Merkúríus sé nær sólinni? “ Vísindavefurinn, 13. desember 2016. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72346.

ÍDÞ. (2016, 13. desember). Af hverju er Venus heitari en Merkúríus þó Merkúríus sé nær sólinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72346

ÍDÞ. „Af hverju er Venus heitari en Merkúríus þó Merkúríus sé nær sólinni? “ Vísindavefurinn. 13. des. 2016. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72346>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Venus heitari en Merkúríus þó Merkúríus sé nær sólinni?
Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólinni en Venus kemur þar á eftir. Merkúríus er að meðaltali 57.900.000 km frá sólinni en Venus 108.200.000 km frá sólinni. Það er því eðlilegt að spyrjandi velti fyrir sér hvers vegna heitara sé á Venus en á Merkúríusi þegar Venus er um tvöfalt lengra frá sólinni!

Hátt hlutfall koltvíildis í lofthjúpi Venusar skýrir hvers vegna heitara er á Venus en Merkúríusi. Myndin sýnir innri reikistjörnur sólkerfisins (frá vinstri: jörðin, Mars, Venus og Merkúríus) í réttum stærðarhlutföllum.

Ástæðuna má finna í þykkum lofthjúpi sem umlykur Venus. Lofthjúpurinn er að mestu úr koltvíildi (koltvísýringi, CO2). Koltvíildi er svokölluð gróðurhúsalofttegund sem veldur því að hitastig verður hærra eftir því sem meira er af henni. Á jörðinni hefur hitastig verið að hækka og er ein ástæða þess hærra hlutfall koltvíildis í andrúmsloftinu. Hlutfall þess er þó einungis 0,04% á jörðinni, samanborið við 96,5% á Venus. Merkúríus hefur aftur á móti óstöðugan lofthjúp, meðal annars vegna smæðar sinnar og nálægð við sólu. Gróðurhúsaáhrifa gætir því ekki þar.

Meðalhitastig á Venus er um 480°C en á Merkúríusi er meðalhitinn 350°C. Hitastigið á Venus væri líklegast um 45°C ef enginn lofthjúpur væri og ef þykkt hans væri svipuð og á jörðinni væri hitastigið um 100°C.

Heimildir:

Mynd:

...