Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?

Emelía Eiríksdóttir

Litahlaupið (e. The Color Run) nýtur vinsælda hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Hlaupið er 5 km langt og því fylgir mikil gleði og litadýrð. Hlaupið var fyrst haldið í Phoenix í Bandaríkjunum árið 2012 og síðan þá hafa rúmlega 40 lönd bæst í hópinn. Hlaupið hefur farið fram árlega í júní í Reykjavík síðan 2015 en árið 2018 er einnig hlaupið á Akureyri. Um 10 þúsund manns tóku þátt í hlaupinu á Íslandi fyrsta árið en næstu tvö ár á eftir voru þáttakendur um 12 þúsund. Engin tímataka er í hlaupinu enda ekki um keppni að ræða heldur fyrst og fremst skemmtun.

Litadýrð og skemmtun eru tilgangur litahlaupsins.

Eftir hvern kílómetra er hlaupið í gegnum litastöð þar sem tónlist er spiluð og litapúðri ausið yfir þátttakendur, mismunandi litur er á hverri stöð. Aðaluppistaða litapúðursins er maíssterkja en í því er einnig lyftiduft og litarefni.

Maíssterkja (e. corn starch) er möluð fræhvíta úr maískorni og þekkist einnig undir heitinu maísenamjöl. Hún er einkum notuð til að þykkja grauta og sósur. Maíssterkja er ekki það sama og maísmjöl (e. cornmeal) sem er malað úr þurrkuðu maískorni og er víða grunnfæða líkt og hveiti, kartöflur og hrísgrjón. Lyftiduft þekkja flestir úr bakstri. Það er létt og hentar því vel í þessum tilgangi.

Litarefnin sem eru notuð í litapúðrið í litahlaupinu eru meðal annars unnin úr laufblöðum, blómum, trjáberki og ávaxtaberki og eru litirnir samþykktir sem matarlitir af Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA). Púðrið er vatnsleysanlegt og hættulaust húð og umhverfi og hefur leyfi umhverfisstofnana Evrópusambandsins til notkunar á opnum almenningssvæðum.

Litapúðrið er talið hættulaust en getur valdið óþægindum í öndunarfærum og augum.

Þó að litapúðrið sé talið hættulaust getur það valdið fólki óþægindum við innöndun eða þegar það berst í augu. Til að minnka óþægindi bregða margir þátttakendur á það ráð að hlaupa með klút eða rykgrímu fyrir munninum og með sólgleraugu eða sundgleraugu.

Á íslenskri síðu litahlaupsins er varað við því að erfitt geti verið að ná litnum algerlega úr hvítum fötum og að það þurfi jafnvel að þvo ljóst eða aflitað hár nokkrum sinnum til að losna við litaleifarnar. Bent er á að þvo föt með litapúðri aðskilið frá öðrum þvotti og að bera olíu í hárið fyrir hlaup til að hindra að liturinn festist í hárinu, til dæmis er hægt að nota kókoshnetuolíu eða ólífuolíu.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.6.2018

Spyrjandi

Iðunn Anna Hannesdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2018, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72359.

Emelía Eiríksdóttir. (2018, 9. júní). Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72359

Emelía Eiríksdóttir. „Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2018. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72359>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?
Litahlaupið (e. The Color Run) nýtur vinsælda hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Hlaupið er 5 km langt og því fylgir mikil gleði og litadýrð. Hlaupið var fyrst haldið í Phoenix í Bandaríkjunum árið 2012 og síðan þá hafa rúmlega 40 lönd bæst í hópinn. Hlaupið hefur farið fram árlega í júní í Reykjavík síðan 2015 en árið 2018 er einnig hlaupið á Akureyri. Um 10 þúsund manns tóku þátt í hlaupinu á Íslandi fyrsta árið en næstu tvö ár á eftir voru þáttakendur um 12 þúsund. Engin tímataka er í hlaupinu enda ekki um keppni að ræða heldur fyrst og fremst skemmtun.

Litadýrð og skemmtun eru tilgangur litahlaupsins.

Eftir hvern kílómetra er hlaupið í gegnum litastöð þar sem tónlist er spiluð og litapúðri ausið yfir þátttakendur, mismunandi litur er á hverri stöð. Aðaluppistaða litapúðursins er maíssterkja en í því er einnig lyftiduft og litarefni.

Maíssterkja (e. corn starch) er möluð fræhvíta úr maískorni og þekkist einnig undir heitinu maísenamjöl. Hún er einkum notuð til að þykkja grauta og sósur. Maíssterkja er ekki það sama og maísmjöl (e. cornmeal) sem er malað úr þurrkuðu maískorni og er víða grunnfæða líkt og hveiti, kartöflur og hrísgrjón. Lyftiduft þekkja flestir úr bakstri. Það er létt og hentar því vel í þessum tilgangi.

Litarefnin sem eru notuð í litapúðrið í litahlaupinu eru meðal annars unnin úr laufblöðum, blómum, trjáberki og ávaxtaberki og eru litirnir samþykktir sem matarlitir af Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA). Púðrið er vatnsleysanlegt og hættulaust húð og umhverfi og hefur leyfi umhverfisstofnana Evrópusambandsins til notkunar á opnum almenningssvæðum.

Litapúðrið er talið hættulaust en getur valdið óþægindum í öndunarfærum og augum.

Þó að litapúðrið sé talið hættulaust getur það valdið fólki óþægindum við innöndun eða þegar það berst í augu. Til að minnka óþægindi bregða margir þátttakendur á það ráð að hlaupa með klút eða rykgrímu fyrir munninum og með sólgleraugu eða sundgleraugu.

Á íslenskri síðu litahlaupsins er varað við því að erfitt geti verið að ná litnum algerlega úr hvítum fötum og að það þurfi jafnvel að þvo ljóst eða aflitað hár nokkrum sinnum til að losna við litaleifarnar. Bent er á að þvo föt með litapúðri aðskilið frá öðrum þvotti og að bera olíu í hárið fyrir hlaup til að hindra að liturinn festist í hárinu, til dæmis er hægt að nota kókoshnetuolíu eða ólífuolíu.

Heimildir:

Myndir:

...