Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa komið mörg kuldaskeið og hlýskeið? Hvernig vitum við það?

Helgi Björnsson

Loftslagssögu má lesa úr jarðlögum sem liggja hvert ofan á öðru eins og þegar bókum er staflað upp. Hvert einasta lag var einu sinni á yfirborði jarðar og geymir gögn um loftslagið sem var þegar það myndaðist. Hraun renna undir berum himni á hlýskeiðum en jökulurð vitnar um kuldaskeið. Á hlýskeiði vex gróður, svo sem tré, plöntur, mosi og grös. Síðan getur jökulvatn kaffært gróðurinn í aur og möl eða fíngerðu seti og jökull lagt urð yfir landið. Á Íslandi má lesa langa loftslagssögu úr jarðlögum vegna þess að mörg hraunlög hafa runnið yfir menjar kuldaskeiða og komið í veg fyrir að jöklar síðari kuldaskeiða ýttu þeim burt.

Með mælingum á styrk efnis, sem nefnist geislakol (C14), í leifum lífvera í jarðlögum má finna hve langt er síðan þær dóu. Þannig finnst einnig aldur jarðlagsins sem veran grófst í. Öskulög frá þekktum gosum sem dreifst hafa yfir land geta einnig sýnt aldur jarðlaga.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

9.6.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hafa komið mörg kuldaskeið og hlýskeið? Hvernig vitum við það?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2017, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72444.

Helgi Björnsson. (2017, 9. júní). Hafa komið mörg kuldaskeið og hlýskeið? Hvernig vitum við það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72444

Helgi Björnsson. „Hafa komið mörg kuldaskeið og hlýskeið? Hvernig vitum við það?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2017. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72444>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa komið mörg kuldaskeið og hlýskeið? Hvernig vitum við það?
Loftslagssögu má lesa úr jarðlögum sem liggja hvert ofan á öðru eins og þegar bókum er staflað upp. Hvert einasta lag var einu sinni á yfirborði jarðar og geymir gögn um loftslagið sem var þegar það myndaðist. Hraun renna undir berum himni á hlýskeiðum en jökulurð vitnar um kuldaskeið. Á hlýskeiði vex gróður, svo sem tré, plöntur, mosi og grös. Síðan getur jökulvatn kaffært gróðurinn í aur og möl eða fíngerðu seti og jökull lagt urð yfir landið. Á Íslandi má lesa langa loftslagssögu úr jarðlögum vegna þess að mörg hraunlög hafa runnið yfir menjar kuldaskeiða og komið í veg fyrir að jöklar síðari kuldaskeiða ýttu þeim burt.

Með mælingum á styrk efnis, sem nefnist geislakol (C14), í leifum lífvera í jarðlögum má finna hve langt er síðan þær dóu. Þannig finnst einnig aldur jarðlagsins sem veran grófst í. Öskulög frá þekktum gosum sem dreifst hafa yfir land geta einnig sýnt aldur jarðlaga.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

...