Maðurinn er ekki eina lífveran sem gefur frá sér hljóð við hryggð eða sársauka því rannsóknir hafa sýnt að flest spendýr gera slíkt hið sama. Hins vegar virðist maðurinn eina tegundin sem grætur með tárum við tilfinningalegt áreiti. Tárin sem falla við grát eru ekki alveg eins samsett og þau tár sem halda augunum rökum. Þess vegna hafa sumir talið að líkaminn sé að losa sig við spennuvaldandi efni þegar við tárumst við grátur. Einnig hafa menn bent á að grátur og tár séu hugsanlega ákveðin samskiptaleið sem gagnast til að koma skilaboðum á framfæri við aðra.
Á Vísindavefnum eru nokkur svör um tár og grátur og er þetta svar byggt á þeim. Lesendur eru hvattir til að kynna sér nánar efni þessara svara:
- Hvers vegna grátum við?
- Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?
- Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær?
- Af hverju fær maður kökk í hálsinn þegar maður grætur?
- Til hvers eru tárin?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.