Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heitir kvenkyns hákarl? Er það hámeri?

Jón Már Halldórsson

Orðið hámeri er vissulega í kvenkyni en það er þó alls ekki heiti yfir kvendýr hákarla heldur nafn á sérstakri tegund háfiska (Pleurotremata). Hámeri á því bæði við um kven- og karldýr tegundarinnar, rétt eins og orðið hákarl er notað bæði fyrir kven- og karldýr hákarla. Háfiskar (eins og hámeri, hákarlar og háfar) eru fiskar og því eðlilegt að kalla kvendýr þeirra hrygnu rétt eins og kvendýr annarra fiska og karldýrin hænga.

Hámeri (Lamna nasus).

Hámeri (Lamna nasus) er nokkuð álitlegur fiskur, verður um eða yfir 2,5 m á lengd og getur vegið 135 kg eða meira. Hún lifir í Norður-Atlantshafi, bæði við Evrópu og Ameríku en einnig í Suður-Atlantshafi, Suður-Kyrrahafi og Suður-Indlandshafi. Hér finnst hún aðallega djúpt suður af landinu. Hámerin er uppsjávar- og úthafsfiskur og heldur sig mest allt frá yfirborði og niður á 300-400 m dýpi, en vitað er að hún getur farið niður á allt að 1.300 m dýpi. Hún lifir á ýmiskonar litlum og meðalstórum fiskur, bæði uppsjávarfiskum eins og síld og makríl og botnfiskum svo sem þorski og flatfiskum. Þá étur hámerin líka ýmis konar höfuðfætlinga (Cephalopoda), aðallega smokkfiska.

Hámeri hefur víða verið veidd og gengið mjög nærri stofninum. Til að mynda hrundi stofninn víða í Norðaustur-Atlantshafi um miðja síðustu öld og við Norður-Ameríku á 7. áratug síðustu aldar. Hámeraveiðar hafa lítið verið stundaðar á Íslandsmiðum. Þó fóru þær fram frá Tálknafirði og Patreksfirði á árunum 1959-1962.

Hámeri er tegund í hættu og ekki má veiða hana við Íslandsstrendur.

Nú eru strangar skorður settar við veiðum á hámeri í Atlantshafi og er tegundin skilgreint sem tegund í hættu (e. vulnarable) samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (IUCN). Hámeri er friðuð tegund hér við land en alltaf veiðist eitthvað sem meðafli. Sjómönnum er skylt að sleppa fiskum sem þeir telja að séu lífvænlegir aftur í sjó. Það kemur því ekki mikill afli að landi, árið 2017 var hann til dæmis rúmlega 700 kg og lönduðu einungis þrír bátar hámeri á því ári.

Hámerin telst ekki hættuleg fólki og eru sárafá þekkt tilvik þar sem hámeri hefur ráðist á menn. Þau tilvik sem þó eru þekkt hafa flest orðið um borð í bátum þegar fiskar voru komnir upp á þilfar og bitu frá sér. Slík bit hafa ekki reynst banvæn en sjálfsagt mjög óþægileg.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.2.2019

Spyrjandi

Davíð Smári Harðarson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað heitir kvenkyns hákarl? Er það hámeri?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2019, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73239.

Jón Már Halldórsson. (2019, 5. febrúar). Hvað heitir kvenkyns hákarl? Er það hámeri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73239

Jón Már Halldórsson. „Hvað heitir kvenkyns hákarl? Er það hámeri?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2019. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73239>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir kvenkyns hákarl? Er það hámeri?
Orðið hámeri er vissulega í kvenkyni en það er þó alls ekki heiti yfir kvendýr hákarla heldur nafn á sérstakri tegund háfiska (Pleurotremata). Hámeri á því bæði við um kven- og karldýr tegundarinnar, rétt eins og orðið hákarl er notað bæði fyrir kven- og karldýr hákarla. Háfiskar (eins og hámeri, hákarlar og háfar) eru fiskar og því eðlilegt að kalla kvendýr þeirra hrygnu rétt eins og kvendýr annarra fiska og karldýrin hænga.

Hámeri (Lamna nasus).

Hámeri (Lamna nasus) er nokkuð álitlegur fiskur, verður um eða yfir 2,5 m á lengd og getur vegið 135 kg eða meira. Hún lifir í Norður-Atlantshafi, bæði við Evrópu og Ameríku en einnig í Suður-Atlantshafi, Suður-Kyrrahafi og Suður-Indlandshafi. Hér finnst hún aðallega djúpt suður af landinu. Hámerin er uppsjávar- og úthafsfiskur og heldur sig mest allt frá yfirborði og niður á 300-400 m dýpi, en vitað er að hún getur farið niður á allt að 1.300 m dýpi. Hún lifir á ýmiskonar litlum og meðalstórum fiskur, bæði uppsjávarfiskum eins og síld og makríl og botnfiskum svo sem þorski og flatfiskum. Þá étur hámerin líka ýmis konar höfuðfætlinga (Cephalopoda), aðallega smokkfiska.

Hámeri hefur víða verið veidd og gengið mjög nærri stofninum. Til að mynda hrundi stofninn víða í Norðaustur-Atlantshafi um miðja síðustu öld og við Norður-Ameríku á 7. áratug síðustu aldar. Hámeraveiðar hafa lítið verið stundaðar á Íslandsmiðum. Þó fóru þær fram frá Tálknafirði og Patreksfirði á árunum 1959-1962.

Hámeri er tegund í hættu og ekki má veiða hana við Íslandsstrendur.

Nú eru strangar skorður settar við veiðum á hámeri í Atlantshafi og er tegundin skilgreint sem tegund í hættu (e. vulnarable) samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (IUCN). Hámeri er friðuð tegund hér við land en alltaf veiðist eitthvað sem meðafli. Sjómönnum er skylt að sleppa fiskum sem þeir telja að séu lífvænlegir aftur í sjó. Það kemur því ekki mikill afli að landi, árið 2017 var hann til dæmis rúmlega 700 kg og lönduðu einungis þrír bátar hámeri á því ári.

Hámerin telst ekki hættuleg fólki og eru sárafá þekkt tilvik þar sem hámeri hefur ráðist á menn. Þau tilvik sem þó eru þekkt hafa flest orðið um borð í bátum þegar fiskar voru komnir upp á þilfar og bitu frá sér. Slík bit hafa ekki reynst banvæn en sjálfsagt mjög óþægileg.

Heimildir og myndir:

...