Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eigendur einkahlutafélaga geti greitt sér þóknun sem arð í stað launa?

Indriði H. Þorláksson

Arður er útborgun hagnaðar til eiganda félags eftir að allur kostnaður þar með talinn launakostnaður hefur verið dreginn frá tekjum þess. Almennt er miðað við að laun séu ákveðin samkvæmt kjarasamningum eða með öðrum samningum milli innbyrðis óháðra aðila. Þegar svo háttar að sá sem ræður félagi er jafnframt starfsmaður þess eða fjölskyldutengsl eru á milli eiganda og launþega ber að ákveða laun fyrir vinnu eins og þau væru hjá óskyldum og ótengdum aðila.

Í lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994 eru settar takmarkanir á það hversu háar arðgreiðslur geta verið en í 74. grein laganna segir:

Einungis er heimilt að úthluta sem arði hagnaði samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum eða félagssamþykktum skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa. …

Ákvæði þetta felur í sér að arðgreiðslur eiga ekki að geta orðið hærri en hagnaður félagsins á viðkomandi ári eða uppsafnaður og óútgreiddur hagnaður fyrri ára. Það kemur þó ekki í veg fyrir þann möguleika að arðúthlutun verði aukin með því að eigandi félags reikni sér eða öðrum sem starfa fyrir félagið lægri laun en eðlilegt er. Með því eykst hagnaður félagsins og heimild til útgreiðslu á arði.

Eigandi einkahlutafélags hefur ekki val um það að greiða sér arð í stað launa. Honum ber að reikna sér og öðrum sér nákomnum sem starfa í félaginu eðlileg markaðslaun. Eftir að því marki er náð hefur hann val um að greiða hærri laun og minnka þannig svigrúm til arðsgreiðslna eða ekki.

Til þess að mæta þessu eru í lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 ákvæði sem skylda ráðandi aðila í félagi til að reikna sér að lágmarki þau laun fyrir vinnu sem ætla má að óskyldum og ótengdum manni yrðu greidd fyrir starfið. Ákvæði þessi eiga við hvort heldur að atvinnustarfsemin er í nafni einstaklingsins sjálfs eða í höndum félags þar sem hann er ráðandi aðili og ná einnig til maka og nákominna skyldmenna. Ákvæði þessi er að finna í 58. gr. laganna og eru svohljóðandi:

(1. mgr. 58. gr.) Endurgjald fyrir vinnu manns, sem reikna skal sér endurgjald skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., skal eigi vera lægra en launatekjur hans hefðu orðið ef unnið hefði verið fyrir ótengdan eða óskyldan aðila. …

(4. mgr. 58. gr.) Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu gilda um starf á vegum lögaðila eftir því sem við getur átt, enda vinni maður við atvinnurekstur lögaðila þar sem hann, maki hans, barn eða nákomnir ættingjar hafa ráðandi stöðu vegna eignar- eða stjórnunaraðildar, þó ekki ef um er að ræða starf á vegum lögaðila sem skráður er á opinberum verðbréfamarkaði. Maður telst hafa ráðandi stöðu í þessu sambandi ef hann einn eða ásamt maka, börnum, foreldrum, systkinum eða öðrum nákomnum ættingjum eða starfandi hluthöfum á samtals 50% hlut eða meira í lögaðila enda eigi hver um sig a.m.k. 5% hlut í þeim lögaðila.

Samkvæmt þessu hefur eigandi einkahlutafélags ekki val um það að greiða sér arð í stað launa. Honum ber að reikna sér og öðrum sér nákomnum sem starfa í félaginu eðlileg markaðslaun. Eftir að því marki er náð hefur hann val um að greiða hærri laun og minnka þannig svigrúm til arðsgreiðslna eða ekki.

Mynd:

Höfundur

Indriði H. Þorláksson

hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri

Útgáfudagur

14.3.2017

Spyrjandi

Ingólfur Lorenz Lilliendahl

Tilvísun

Indriði H. Þorláksson. „Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eigendur einkahlutafélaga geti greitt sér þóknun sem arð í stað launa?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2017. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73405.

Indriði H. Þorláksson. (2017, 14. mars). Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eigendur einkahlutafélaga geti greitt sér þóknun sem arð í stað launa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73405

Indriði H. Þorláksson. „Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eigendur einkahlutafélaga geti greitt sér þóknun sem arð í stað launa?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2017. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73405>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eigendur einkahlutafélaga geti greitt sér þóknun sem arð í stað launa?
Arður er útborgun hagnaðar til eiganda félags eftir að allur kostnaður þar með talinn launakostnaður hefur verið dreginn frá tekjum þess. Almennt er miðað við að laun séu ákveðin samkvæmt kjarasamningum eða með öðrum samningum milli innbyrðis óháðra aðila. Þegar svo háttar að sá sem ræður félagi er jafnframt starfsmaður þess eða fjölskyldutengsl eru á milli eiganda og launþega ber að ákveða laun fyrir vinnu eins og þau væru hjá óskyldum og ótengdum aðila.

Í lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994 eru settar takmarkanir á það hversu háar arðgreiðslur geta verið en í 74. grein laganna segir:

Einungis er heimilt að úthluta sem arði hagnaði samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum eða félagssamþykktum skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa. …

Ákvæði þetta felur í sér að arðgreiðslur eiga ekki að geta orðið hærri en hagnaður félagsins á viðkomandi ári eða uppsafnaður og óútgreiddur hagnaður fyrri ára. Það kemur þó ekki í veg fyrir þann möguleika að arðúthlutun verði aukin með því að eigandi félags reikni sér eða öðrum sem starfa fyrir félagið lægri laun en eðlilegt er. Með því eykst hagnaður félagsins og heimild til útgreiðslu á arði.

Eigandi einkahlutafélags hefur ekki val um það að greiða sér arð í stað launa. Honum ber að reikna sér og öðrum sér nákomnum sem starfa í félaginu eðlileg markaðslaun. Eftir að því marki er náð hefur hann val um að greiða hærri laun og minnka þannig svigrúm til arðsgreiðslna eða ekki.

Til þess að mæta þessu eru í lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 ákvæði sem skylda ráðandi aðila í félagi til að reikna sér að lágmarki þau laun fyrir vinnu sem ætla má að óskyldum og ótengdum manni yrðu greidd fyrir starfið. Ákvæði þessi eiga við hvort heldur að atvinnustarfsemin er í nafni einstaklingsins sjálfs eða í höndum félags þar sem hann er ráðandi aðili og ná einnig til maka og nákominna skyldmenna. Ákvæði þessi er að finna í 58. gr. laganna og eru svohljóðandi:

(1. mgr. 58. gr.) Endurgjald fyrir vinnu manns, sem reikna skal sér endurgjald skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., skal eigi vera lægra en launatekjur hans hefðu orðið ef unnið hefði verið fyrir ótengdan eða óskyldan aðila. …

(4. mgr. 58. gr.) Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu gilda um starf á vegum lögaðila eftir því sem við getur átt, enda vinni maður við atvinnurekstur lögaðila þar sem hann, maki hans, barn eða nákomnir ættingjar hafa ráðandi stöðu vegna eignar- eða stjórnunaraðildar, þó ekki ef um er að ræða starf á vegum lögaðila sem skráður er á opinberum verðbréfamarkaði. Maður telst hafa ráðandi stöðu í þessu sambandi ef hann einn eða ásamt maka, börnum, foreldrum, systkinum eða öðrum nákomnum ættingjum eða starfandi hluthöfum á samtals 50% hlut eða meira í lögaðila enda eigi hver um sig a.m.k. 5% hlut í þeim lögaðila.

Samkvæmt þessu hefur eigandi einkahlutafélags ekki val um það að greiða sér arð í stað launa. Honum ber að reikna sér og öðrum sér nákomnum sem starfa í félaginu eðlileg markaðslaun. Eftir að því marki er náð hefur hann val um að greiða hærri laun og minnka þannig svigrúm til arðsgreiðslna eða ekki.

Mynd:...