Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hvað á ég gera ef ég mæti stóru rándýri?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hversu erfitt er að vernda sig gegn þeim ef maður lendir í einu slíku?

Bitkraftur stórra rándýra eins og tígrisdýra (Panthera tigris) er mjög mikill og getur auðveldlega molað handlegg á manneskju. Bitkraftur er mælanlegur sem þrýstingur á flatamálseiningu og hefur verið mældur hjá mörgum dýrategundum, svo sem kattardýrum, hunddýrum, hákörlum og krókódílum. Niðurstöður sýna að líklega hafi saltvatns-krókódílar mesta bitkraftinn, um 260 kg/cm2.

Tígrisdýr (Panthera tigris) bítur það fast að það getur auðveldlega stórskaðað og drepið manneskju.

Bitkraftur tígrisdýra er meiri en hjá ljónum, hundum og björnum en litlu minni en hjá hýenum sem eru þekktar fyrir að mola niður bein. Mæligildi fyrir bitkraft tígrisdýra er um eittþúsund pund á fertommu (psi) eða um 70,3 kg/cm2. Þetta er mikið afl og alveg ljóst að slíkt bit getur valdið stórfeldu tjóni. Til að mynda geta tígrisdýr auðveldlega klippt í sundur handlegg eða spennt í sundur hryggjarsúlu á meðalstórri bráð þótt þau reyni frekar að kæfa stærri bráðir eins og gaur-uxa (Bos gaurus) og birni (Ursus arctos).

Það er ólíklegt að Íslendingur lendi í þeirri aðstöðu að mæta stórum rándýrum nema á ferðalögum í óbyggðum í öðrum heimsálfum. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að hlaupa ekki frá rándýrinu, hvort sem það er stórt kattardýr, úlfur eða björn, því það örvar veiðieðli dýranna og litlar líkur á að menn nái að stinga dýrin af. Vísindavefurinn ábyrgist ekki örugg ráð til að sleppa úr slíkum aðstæðum en bendir á að í stað þess að hlaupa er talið vænlegra að manneskjan geri sig eins breiða og hún getur og sé í augnsambandi við rándýrið. Þá á líka að vera til bóta að framkalla hávaða þar sem slíkt getur haft fælingarmátt.

Ekki liggur fyrir hversu mörgum mönnum tígrisdýr verða að bana á ári hverju á jörðinni allri. Um 60% af tígrisdýrastofni heimsins er að finna á Indlandi og þar í landi drepa tígrisdýr að jafnaði nokkra tugi og allt yfir 100 manns á ári. Slíka staðreynd ber að taka alvarlega þegar farið er inn á svæði þar sem þessi dýr lifa.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.1.2018

Síðast uppfært

13.1.2018

Spyrjandi

Valdimar Eiríkur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hvað á ég gera ef ég mæti stóru rándýri?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2018, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74616.

Jón Már Halldórsson. (2018, 12. janúar). Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hvað á ég gera ef ég mæti stóru rándýri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74616

Jón Már Halldórsson. „Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hvað á ég gera ef ég mæti stóru rándýri?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2018. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74616>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hvað á ég gera ef ég mæti stóru rándýri?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hversu erfitt er að vernda sig gegn þeim ef maður lendir í einu slíku?

Bitkraftur stórra rándýra eins og tígrisdýra (Panthera tigris) er mjög mikill og getur auðveldlega molað handlegg á manneskju. Bitkraftur er mælanlegur sem þrýstingur á flatamálseiningu og hefur verið mældur hjá mörgum dýrategundum, svo sem kattardýrum, hunddýrum, hákörlum og krókódílum. Niðurstöður sýna að líklega hafi saltvatns-krókódílar mesta bitkraftinn, um 260 kg/cm2.

Tígrisdýr (Panthera tigris) bítur það fast að það getur auðveldlega stórskaðað og drepið manneskju.

Bitkraftur tígrisdýra er meiri en hjá ljónum, hundum og björnum en litlu minni en hjá hýenum sem eru þekktar fyrir að mola niður bein. Mæligildi fyrir bitkraft tígrisdýra er um eittþúsund pund á fertommu (psi) eða um 70,3 kg/cm2. Þetta er mikið afl og alveg ljóst að slíkt bit getur valdið stórfeldu tjóni. Til að mynda geta tígrisdýr auðveldlega klippt í sundur handlegg eða spennt í sundur hryggjarsúlu á meðalstórri bráð þótt þau reyni frekar að kæfa stærri bráðir eins og gaur-uxa (Bos gaurus) og birni (Ursus arctos).

Það er ólíklegt að Íslendingur lendi í þeirri aðstöðu að mæta stórum rándýrum nema á ferðalögum í óbyggðum í öðrum heimsálfum. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að hlaupa ekki frá rándýrinu, hvort sem það er stórt kattardýr, úlfur eða björn, því það örvar veiðieðli dýranna og litlar líkur á að menn nái að stinga dýrin af. Vísindavefurinn ábyrgist ekki örugg ráð til að sleppa úr slíkum aðstæðum en bendir á að í stað þess að hlaupa er talið vænlegra að manneskjan geri sig eins breiða og hún getur og sé í augnsambandi við rándýrið. Þá á líka að vera til bóta að framkalla hávaða þar sem slíkt getur haft fælingarmátt.

Ekki liggur fyrir hversu mörgum mönnum tígrisdýr verða að bana á ári hverju á jörðinni allri. Um 60% af tígrisdýrastofni heimsins er að finna á Indlandi og þar í landi drepa tígrisdýr að jafnaði nokkra tugi og allt yfir 100 manns á ári. Slíka staðreynd ber að taka alvarlega þegar farið er inn á svæði þar sem þessi dýr lifa.

Heimildir og myndir:

...