Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað vita vísindamenn um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum?

Scott John Riddell

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað er vitað um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum (t.d. í frásögnum um Guðrúnu Ósvífursdóttur). Eru einhverjar vísbendingar um hvað var ræktað þar? Voru ræktaðar mismunandi lauktegundir hér eins og matlaukur, graslaukur, hvítlaukur, bjarnalaukur o.s.frv. eða var um almenna grænmetisræktun að ræða? Takk fyrir.

Vísbendingar um gróðurfar og gróðursamfélög til forna má fá með því að greina frjókorn sem varðveitast í jarðvegi. Á Íslandi hefur frjókornagreining nýst vel til að varpa ljósi á þau miklu umskipti sem urðu við landnám á seinni hluta 9. aldar, þegar maðurinn og húsdýr hans umbreyttu vistkerfi sem fram að því hafði aðeins orðið fyrir áhrifum af loftslagi og eldvirkni. Frjókornalínurit sýna hraða stækkun votlendis og graslendis á kostnað birkiskóga á þessum tíma og er það einkum rakið til þarfa búfjár fyrir bithaga og vetrarfóður.

Frjókornalínuritin sýna einnig að á landnámsöld og fram á miðaldir ræktuðu íslenskir bændur korn, fyrst og fremst bygg en mögulega einnig hafra. Flest bendir til að þessi ræktun hafi átt við ramman reip að draga og að hún hafi einkum verið stunduð á stórbýlum sem höfðu nægt vinnuafl til að sinna kornyrkjunni.

Jurtir (eins og Allium) sem notast við skordýrafrjóvgun framleiða mun minna af frjói heldur en þær sem notast við vindfrjóvgun og því eru slík frjó ólíklegri til að finnast í jarðvegi.

Frjókornagreiningar hafa hinsvegar ekki varpað skýru ljósi á mögulga ræktun annarra nytjaplantna á Íslandi, til dæmis hvítlauks, lauks, blaðlauks (Allium spp.) eða grænkáls (Brassica sp.). Það eru tvennskonar ástæður fyrir þessu:

Annarsvegar er hvernig frjóin dreifast og setjast í jarðlög þar sem hægt er að finna þau. Jurtir (eins og Allium) sem notast við skordýrafrjóvgun framleiða mun minna af frjói heldur en þær sem notast við vindfrjóvgun og því eru slík frjó ólíklegri til að finnast í jarðvegi.

Hinsvegar er iðulega erfitt að greina á milli frjóa nytjaplantna og ýmissa náskyldra ættingja þeirra sem vaxa villtar og eru ekki nýttar til matar. Til krossblómaættar (Brassicaceae) teljast til dæmis bæði garðakál og hreðkur en líka fjölmargar jurtir sem vaxa viltar í íslenskri náttúru en frjó þeirra verða ekki greind í sundur.

Ýmsar lækningajurtir eru taldar hafa verið fluttar inn og ræktaðar við biskupsstólana og klaustrin. Bæði frjókorn og fræ hafa fundist í mannvistarleifum á Skriðuklaustri og í Viðey af plöntum á borð við lauka (Allium spp.), garðabrúðu (Valeriana officinalis) og blóðkoll (Sanguisorba officinalis) en síðastnefndu tegundirnar vaxa hér líka viltar.

Frjókorn og fræ hafa fundist í mannvistarleifum á Skriðuklaustri og í Viðey. Myndin sýnir fornleifafræðinga við uppgröft á Skriðuklaustri.

Þótt frjórkornagreiningar gefi heildarmynd af gróðurfari og landnotkun í fortíðinni þá geta þær sjaldan varpað ljósi á ræktun einstakra tegunda.

Leiddar hafa verið líkur að því að frásögn Laxdælu af laukagarði Guðrúnar eigi ekki að skilja bókstaflega heldur sé það táknsaga (allegoría) sem vísi í sögu Gamla testamentisins af Gídeon og ullarreyfinu en í þýðingu Veraldarsögu af henni frá um 1200 er einnig talað um laukagarð. Auk Laxdælu er getið um laukagarða í Jónsbók frá lokum 13. aldar, innanum hvannagarða, eplagarða og næpnaréttir, en greinin er tekin beint úr norskum lögbókum og er því ekki afdráttarlaus heimild um að slíkir garðar hafi verið til á Íslandi. Elsta ótvíræða heimildin um laukagarð á Íslandi er frá 16. öld en þá var laukagarður á Hólum í Hjaltadal.

Heimildir:
  • Edwards KJ, Erlendsson E, Schofield JE (2011) Is there a Norse ‘footprint’ in North Atlantic pollen records? Í: Sigmundsson S (ritst.) Viking settlements and viking society, papers from the proceedings of the 16th Viking congress, Reykjavík and Reykholt, 16th-23rd August 2009. Hið íslenzka fornleifafélag og University of Iceland Press, Reykjavík, bls. 65-82.
  • Einarsson Þ (1962) Vitnisburður frjógreiningar um gróður, veðurfar og landnám á Íslandi. Saga 3:442-469.
  • Erlendsson E (2007) Environmental change around the time of the Norse settlement of Iceland. Dissertation, University of Aberdeen, Scotland.
  • Erlendsson E, Edwards KJ, Lawson I, Vésteinsson O (2006) Can there be a correspondence between Icelandic palynological and settlement evidence? Í: Arneborg J, Grønnow B (ritstj.) Dynamics of Northern societies: proceedings of the SILA/NABO conference on Arctic and North Atlantic archaeology, Copenhagen, May 10th-14th, 2004. P.N.M., Copenhagen, bls. 347-353.
  • Hallsdóttir M (1987) Pollen analytical studies of human influence on vegetation in relation to the Landnám tephra layer in southwest Iceland, Lundqua Thesis 18. Department of Quaternary Geology, Lund.
  • Helgadóttir GP (1981) "Laukagarðr." Speculum norroenum. Norse Studies in Memory of Gabriel Turville-Petre, Odense, bls. 171-84.
  • Kristjánsdóttir S, Larsson I, Åsen PA (2014) The Icelandic medieval monastic garden - did it exist? Scandinavian Journal of History 39(5):560-579.
  • Rafnsson S (1989) Í laukagarði Guðrúnar Ósvífursdóttur. Skírnir 163, bls. 347-50.
  • Riddell S, Erlendsson E, Gísladóttir G, Edwards KJ, Byock J, Zori D (2017) Cereal cultivation as a correlate of high social status in Medieval Iceland, Journal of Vegetation History and Archaeobotany, (væntanleg).

Myndir:


Orri Vésteinsson þýddi svarið úr ensku og bætti við seinustu efnisgreininni.

Höfundur

Scott John Riddell

doktorsnemi í frjókornafræði við HÍ

Útgáfudagur

30.11.2017

Spyrjandi

Jóhann Róbertsson

Tilvísun

Scott John Riddell. „Hvað vita vísindamenn um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2017, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74751.

Scott John Riddell. (2017, 30. nóvember). Hvað vita vísindamenn um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74751

Scott John Riddell. „Hvað vita vísindamenn um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2017. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74751>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað vita vísindamenn um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað er vitað um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum (t.d. í frásögnum um Guðrúnu Ósvífursdóttur). Eru einhverjar vísbendingar um hvað var ræktað þar? Voru ræktaðar mismunandi lauktegundir hér eins og matlaukur, graslaukur, hvítlaukur, bjarnalaukur o.s.frv. eða var um almenna grænmetisræktun að ræða? Takk fyrir.

Vísbendingar um gróðurfar og gróðursamfélög til forna má fá með því að greina frjókorn sem varðveitast í jarðvegi. Á Íslandi hefur frjókornagreining nýst vel til að varpa ljósi á þau miklu umskipti sem urðu við landnám á seinni hluta 9. aldar, þegar maðurinn og húsdýr hans umbreyttu vistkerfi sem fram að því hafði aðeins orðið fyrir áhrifum af loftslagi og eldvirkni. Frjókornalínurit sýna hraða stækkun votlendis og graslendis á kostnað birkiskóga á þessum tíma og er það einkum rakið til þarfa búfjár fyrir bithaga og vetrarfóður.

Frjókornalínuritin sýna einnig að á landnámsöld og fram á miðaldir ræktuðu íslenskir bændur korn, fyrst og fremst bygg en mögulega einnig hafra. Flest bendir til að þessi ræktun hafi átt við ramman reip að draga og að hún hafi einkum verið stunduð á stórbýlum sem höfðu nægt vinnuafl til að sinna kornyrkjunni.

Jurtir (eins og Allium) sem notast við skordýrafrjóvgun framleiða mun minna af frjói heldur en þær sem notast við vindfrjóvgun og því eru slík frjó ólíklegri til að finnast í jarðvegi.

Frjókornagreiningar hafa hinsvegar ekki varpað skýru ljósi á mögulga ræktun annarra nytjaplantna á Íslandi, til dæmis hvítlauks, lauks, blaðlauks (Allium spp.) eða grænkáls (Brassica sp.). Það eru tvennskonar ástæður fyrir þessu:

Annarsvegar er hvernig frjóin dreifast og setjast í jarðlög þar sem hægt er að finna þau. Jurtir (eins og Allium) sem notast við skordýrafrjóvgun framleiða mun minna af frjói heldur en þær sem notast við vindfrjóvgun og því eru slík frjó ólíklegri til að finnast í jarðvegi.

Hinsvegar er iðulega erfitt að greina á milli frjóa nytjaplantna og ýmissa náskyldra ættingja þeirra sem vaxa villtar og eru ekki nýttar til matar. Til krossblómaættar (Brassicaceae) teljast til dæmis bæði garðakál og hreðkur en líka fjölmargar jurtir sem vaxa viltar í íslenskri náttúru en frjó þeirra verða ekki greind í sundur.

Ýmsar lækningajurtir eru taldar hafa verið fluttar inn og ræktaðar við biskupsstólana og klaustrin. Bæði frjókorn og fræ hafa fundist í mannvistarleifum á Skriðuklaustri og í Viðey af plöntum á borð við lauka (Allium spp.), garðabrúðu (Valeriana officinalis) og blóðkoll (Sanguisorba officinalis) en síðastnefndu tegundirnar vaxa hér líka viltar.

Frjókorn og fræ hafa fundist í mannvistarleifum á Skriðuklaustri og í Viðey. Myndin sýnir fornleifafræðinga við uppgröft á Skriðuklaustri.

Þótt frjórkornagreiningar gefi heildarmynd af gróðurfari og landnotkun í fortíðinni þá geta þær sjaldan varpað ljósi á ræktun einstakra tegunda.

Leiddar hafa verið líkur að því að frásögn Laxdælu af laukagarði Guðrúnar eigi ekki að skilja bókstaflega heldur sé það táknsaga (allegoría) sem vísi í sögu Gamla testamentisins af Gídeon og ullarreyfinu en í þýðingu Veraldarsögu af henni frá um 1200 er einnig talað um laukagarð. Auk Laxdælu er getið um laukagarða í Jónsbók frá lokum 13. aldar, innanum hvannagarða, eplagarða og næpnaréttir, en greinin er tekin beint úr norskum lögbókum og er því ekki afdráttarlaus heimild um að slíkir garðar hafi verið til á Íslandi. Elsta ótvíræða heimildin um laukagarð á Íslandi er frá 16. öld en þá var laukagarður á Hólum í Hjaltadal.

Heimildir:
  • Edwards KJ, Erlendsson E, Schofield JE (2011) Is there a Norse ‘footprint’ in North Atlantic pollen records? Í: Sigmundsson S (ritst.) Viking settlements and viking society, papers from the proceedings of the 16th Viking congress, Reykjavík and Reykholt, 16th-23rd August 2009. Hið íslenzka fornleifafélag og University of Iceland Press, Reykjavík, bls. 65-82.
  • Einarsson Þ (1962) Vitnisburður frjógreiningar um gróður, veðurfar og landnám á Íslandi. Saga 3:442-469.
  • Erlendsson E (2007) Environmental change around the time of the Norse settlement of Iceland. Dissertation, University of Aberdeen, Scotland.
  • Erlendsson E, Edwards KJ, Lawson I, Vésteinsson O (2006) Can there be a correspondence between Icelandic palynological and settlement evidence? Í: Arneborg J, Grønnow B (ritstj.) Dynamics of Northern societies: proceedings of the SILA/NABO conference on Arctic and North Atlantic archaeology, Copenhagen, May 10th-14th, 2004. P.N.M., Copenhagen, bls. 347-353.
  • Hallsdóttir M (1987) Pollen analytical studies of human influence on vegetation in relation to the Landnám tephra layer in southwest Iceland, Lundqua Thesis 18. Department of Quaternary Geology, Lund.
  • Helgadóttir GP (1981) "Laukagarðr." Speculum norroenum. Norse Studies in Memory of Gabriel Turville-Petre, Odense, bls. 171-84.
  • Kristjánsdóttir S, Larsson I, Åsen PA (2014) The Icelandic medieval monastic garden - did it exist? Scandinavian Journal of History 39(5):560-579.
  • Rafnsson S (1989) Í laukagarði Guðrúnar Ósvífursdóttur. Skírnir 163, bls. 347-50.
  • Riddell S, Erlendsson E, Gísladóttir G, Edwards KJ, Byock J, Zori D (2017) Cereal cultivation as a correlate of high social status in Medieval Iceland, Journal of Vegetation History and Archaeobotany, (væntanleg).

Myndir:


Orri Vésteinsson þýddi svarið úr ensku og bætti við seinustu efnisgreininni.

...