Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?

Ármann Höskuldsson og Páll Imsland

Um 30-40 kílómetrum austan Austurgosbeltis eru megineldstöðvarnar Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell. Þessar eldstöðvar hafa verið tengdar saman og taldar mynda samhangandi belti.[1] Gosbelti þetta er ennþá illa þekkt vegna þess að það liggur að stórum hluta undir jökli. Erfitt er að ákveða aldur bergmyndananna, sökum lítils magns geislavirkra efna í íslensku bergi. Auk þess hafa aðeins sumir staðir innan þessa beltis hlotið náð fyrir augum rannsakenda. Það liggur í sveig til norðausturs frá Öræfajökli í suðri, um Vatnajökul austanverðan og undir suðausturbrún hans og síðan meira í norður er nálgast Snæfell.

Ýmislegt bendir til þess að gosbelti Öræfajökuls-Snæfells sé að færast í aukana. Gosbeltið hefur verið útskýrt sem flekareksgosbelti framtíðarinnar. Á myndinni sést Öræfajökull.

Ýmislegt bendir til þess að gosbelti Öræfajökuls-Snæfells sé að færast í aukana. Í ljósi þróunar gosbeltanna á Íslandi í allri jarðsögu þess er ljóst að gosbelti vakna, eflast og kulna síðan á nokkrum milljónum ára.[2] Líklega er líftími gosbeltanna þannig um sex til tólf milljónir ára. Þetta þróunarferli tengist hægfara hreyfingu jarðskorpunnar í heild vestnorðvestur yfir möttulstrók undir suðaustanverðu landinu. Miðja hans er undir norðvestanverðum Vatnajökli, og þar er miðsvæði heita reitsins sem tengist virkni möttulstróksins. Þessi strókur hefur á tilvistartíma Íslands haldist stöðugur, að minnsta kosti fram að þessu. Hægfara hreyfing jarðskorpunnar yfir möttulstrókinn færir gosbeltin frá heitasta hluta heita reitsins og hámarki kvikuframleiðslunnar. Því dregur smám saman úr virkni þeirra og þau kulna, en önnur kvikna í staðinn yfir þungamiðju möttulstróksins. Þannig færast gosbeltin alltaf vestur á bóginn (miðað við möttulstrókinn) á meðan þau eru virk, en kvikna yfir honum austast.

Í þessu ljósi hefur gosbelti Öræfajökuls-Snæfells verið útskýrt sem flekareksgosbelti framtíðarinnar[3] og á því eftir að teygja sig lengra suður og norður á bóginn. Enn er ekki farið að gæta neinnar merkjanlegrar gliðnunar á yfirborði innan þess, og allt sem gosbeltið framleiðir sest fyrir í og ofan á eldri jarðskorpu. Gosbeltin á Íslandi virðast almennt verða til í upphafi sem reklaus belti og bæta þá aðeins lítillega nýjum gosefnum við þegar myndaða jarðskorpu. En þegar þau eru virkust, eru þau dæmigerð rekbelti og framleiða alla jarðskorpuna frá botni og upp úr.

Gosbelti Öræfajökuls og Snæfells. Ekki er víst að gosbeltið milli Esjufjalla og Snæfells sé samhangandi. Segulmælingar sýna að þar á milli er mjög gamalt berg (>800.000 ára).

Eldgos eru fátíð innan þessa gosbeltis og að jafnaði líður langt á milli þeirra. Þó hafa hrúgast upp mikil eldfjöll að minnsta kosti á þremur stöðum og bendir það til þess að alllangt sé síðan eldvirkni hófst á beltinu. Í þessum eldfjöllum, og eins á svæðinu á milli þeirra, eru gosmenjar frá kuldaskeiðum ísaldar meira áberandi en frá hlýskeiðum. Er það í samræmi við þann langa tíma sem þessi hluti landsins hefur verið á kafi í jöklum. Ástæður þess eru nokkrar. Þangað berast rökustu loftmassarnir, þar er úrkoma að jafnaði mest á landinu, og jöklar skríða og endurnýjast því hraðast. Allt bendir til að slíkt veðurfarsmynstur hafi ríkt á þessum slóðum mjög lengi og að í þessum landshluta hafi ísöld fyrst lagst að hér á landi. Það gerðist fyrir fimm milljónum ára eða jafnvel fyrr, með því að jöklar fóru að safnast á háfjöll. Þetta sést af fornum jökulbergsmyndunum í jarðlagastaflanum[4] og gosmóbergi á kafi í síðtertíerum hraunlögum.[5] Þá má nefna að kuldaskeið ísaldar eru mun lengri (um 100.000 ár) en hlýskeiðin (um 10.000 ár), og því er líklegt að á sumum hlýskeiðunum hafi þetta landsvæði ekki orðið íslaust, ef marka má núverandi ástand þess.

Tilvísanir:
  1. ^ Leet, R. C., 1988. Saturated and subcooled hydrothermal boiling in groundwater-flow channels as a source of harmonic tremor. Journal of Geophysical Research, 93(B5), 4835-4849.
  2. ^ Kristján Sæmundsson, 1974. Evolution of the axial rifting zone in Northern Iceland and the Tjörnes fracture zone. Bulletin of the Geological Society of America, 85, 495-504. Haukur Jóhannesson, 1980. Jarðlagaskipan og þróun rekbelta á Vesturlandi. Náttúrufræðingurinn, 50, 13-31.
  3. ^ Ármann Höskuldsson og Páll Imsland, 1998. Snæfell - Eldfjall á gosbelti framtíðarinnar. Glettingur, 17-18, 21-30.
  4. ^ Jón Jónson, 1952. Forn þursabergslög í Hornafirði. Náttúrufræðingurinn, 22, 184-190. Jón Jónsson, 1955. Tillite in the basalt formation of east Iceland. Hoffellssandur, part II. Geografiska Annaler, 2-3, 170-175. Guðmundur Ó. Friðleifsson, 1995. Míósen jöklun á Suðausturlandi. Eyjar í eldhafi (Björn Hróarsson, Dagur Jónsson og Sigurður S. Jónsson ritstjórar). Gott mál hf., Reykjavík, 77-85.
  5. ^ Árni Hjartarson og Guðmundur Ó. Friðleifsson, 1997. Jökulberg frá síðmíósen. Vorráðstefna 1997. Ágrip erinda og veggspjalda. Jarðfræðafélag Íslands, Reykjavík, 14-15.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundar

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Páll Imsland

jarðfræðingur

Útgáfudagur

22.11.2017

Spyrjandi

Finnur Torfason, ritstjórn

Tilvísun

Ármann Höskuldsson og Páll Imsland. „Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2017. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74803.

Ármann Höskuldsson og Páll Imsland. (2017, 22. nóvember). Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74803

Ármann Höskuldsson og Páll Imsland. „Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2017. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74803>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?
Um 30-40 kílómetrum austan Austurgosbeltis eru megineldstöðvarnar Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell. Þessar eldstöðvar hafa verið tengdar saman og taldar mynda samhangandi belti.[1] Gosbelti þetta er ennþá illa þekkt vegna þess að það liggur að stórum hluta undir jökli. Erfitt er að ákveða aldur bergmyndananna, sökum lítils magns geislavirkra efna í íslensku bergi. Auk þess hafa aðeins sumir staðir innan þessa beltis hlotið náð fyrir augum rannsakenda. Það liggur í sveig til norðausturs frá Öræfajökli í suðri, um Vatnajökul austanverðan og undir suðausturbrún hans og síðan meira í norður er nálgast Snæfell.

Ýmislegt bendir til þess að gosbelti Öræfajökuls-Snæfells sé að færast í aukana. Gosbeltið hefur verið útskýrt sem flekareksgosbelti framtíðarinnar. Á myndinni sést Öræfajökull.

Ýmislegt bendir til þess að gosbelti Öræfajökuls-Snæfells sé að færast í aukana. Í ljósi þróunar gosbeltanna á Íslandi í allri jarðsögu þess er ljóst að gosbelti vakna, eflast og kulna síðan á nokkrum milljónum ára.[2] Líklega er líftími gosbeltanna þannig um sex til tólf milljónir ára. Þetta þróunarferli tengist hægfara hreyfingu jarðskorpunnar í heild vestnorðvestur yfir möttulstrók undir suðaustanverðu landinu. Miðja hans er undir norðvestanverðum Vatnajökli, og þar er miðsvæði heita reitsins sem tengist virkni möttulstróksins. Þessi strókur hefur á tilvistartíma Íslands haldist stöðugur, að minnsta kosti fram að þessu. Hægfara hreyfing jarðskorpunnar yfir möttulstrókinn færir gosbeltin frá heitasta hluta heita reitsins og hámarki kvikuframleiðslunnar. Því dregur smám saman úr virkni þeirra og þau kulna, en önnur kvikna í staðinn yfir þungamiðju möttulstróksins. Þannig færast gosbeltin alltaf vestur á bóginn (miðað við möttulstrókinn) á meðan þau eru virk, en kvikna yfir honum austast.

Í þessu ljósi hefur gosbelti Öræfajökuls-Snæfells verið útskýrt sem flekareksgosbelti framtíðarinnar[3] og á því eftir að teygja sig lengra suður og norður á bóginn. Enn er ekki farið að gæta neinnar merkjanlegrar gliðnunar á yfirborði innan þess, og allt sem gosbeltið framleiðir sest fyrir í og ofan á eldri jarðskorpu. Gosbeltin á Íslandi virðast almennt verða til í upphafi sem reklaus belti og bæta þá aðeins lítillega nýjum gosefnum við þegar myndaða jarðskorpu. En þegar þau eru virkust, eru þau dæmigerð rekbelti og framleiða alla jarðskorpuna frá botni og upp úr.

Gosbelti Öræfajökuls og Snæfells. Ekki er víst að gosbeltið milli Esjufjalla og Snæfells sé samhangandi. Segulmælingar sýna að þar á milli er mjög gamalt berg (>800.000 ára).

Eldgos eru fátíð innan þessa gosbeltis og að jafnaði líður langt á milli þeirra. Þó hafa hrúgast upp mikil eldfjöll að minnsta kosti á þremur stöðum og bendir það til þess að alllangt sé síðan eldvirkni hófst á beltinu. Í þessum eldfjöllum, og eins á svæðinu á milli þeirra, eru gosmenjar frá kuldaskeiðum ísaldar meira áberandi en frá hlýskeiðum. Er það í samræmi við þann langa tíma sem þessi hluti landsins hefur verið á kafi í jöklum. Ástæður þess eru nokkrar. Þangað berast rökustu loftmassarnir, þar er úrkoma að jafnaði mest á landinu, og jöklar skríða og endurnýjast því hraðast. Allt bendir til að slíkt veðurfarsmynstur hafi ríkt á þessum slóðum mjög lengi og að í þessum landshluta hafi ísöld fyrst lagst að hér á landi. Það gerðist fyrir fimm milljónum ára eða jafnvel fyrr, með því að jöklar fóru að safnast á háfjöll. Þetta sést af fornum jökulbergsmyndunum í jarðlagastaflanum[4] og gosmóbergi á kafi í síðtertíerum hraunlögum.[5] Þá má nefna að kuldaskeið ísaldar eru mun lengri (um 100.000 ár) en hlýskeiðin (um 10.000 ár), og því er líklegt að á sumum hlýskeiðunum hafi þetta landsvæði ekki orðið íslaust, ef marka má núverandi ástand þess.

Tilvísanir:
  1. ^ Leet, R. C., 1988. Saturated and subcooled hydrothermal boiling in groundwater-flow channels as a source of harmonic tremor. Journal of Geophysical Research, 93(B5), 4835-4849.
  2. ^ Kristján Sæmundsson, 1974. Evolution of the axial rifting zone in Northern Iceland and the Tjörnes fracture zone. Bulletin of the Geological Society of America, 85, 495-504. Haukur Jóhannesson, 1980. Jarðlagaskipan og þróun rekbelta á Vesturlandi. Náttúrufræðingurinn, 50, 13-31.
  3. ^ Ármann Höskuldsson og Páll Imsland, 1998. Snæfell - Eldfjall á gosbelti framtíðarinnar. Glettingur, 17-18, 21-30.
  4. ^ Jón Jónson, 1952. Forn þursabergslög í Hornafirði. Náttúrufræðingurinn, 22, 184-190. Jón Jónsson, 1955. Tillite in the basalt formation of east Iceland. Hoffellssandur, part II. Geografiska Annaler, 2-3, 170-175. Guðmundur Ó. Friðleifsson, 1995. Míósen jöklun á Suðausturlandi. Eyjar í eldhafi (Björn Hróarsson, Dagur Jónsson og Sigurður S. Jónsson ritstjórar). Gott mál hf., Reykjavík, 77-85.
  5. ^ Árni Hjartarson og Guðmundur Ó. Friðleifsson, 1997. Jökulberg frá síðmíósen. Vorráðstefna 1997. Ágrip erinda og veggspjalda. Jarðfræðafélag Íslands, Reykjavík, 14-15.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

...