Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Eiríkur Bergmann Einarsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við sama skóla.

Eiríkur hefur stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju, popúlisma, Evrópumála og þátttökulýðræðis. Hann hefur skrifað fjölda fræðirita – bækur, bókarkafla og vísindagreinar – auk þriggja skáldsagna. Hann hefur einnig verið reglulegur álitsgjafi hjá íslenskum og erlendum fjölmiðlum.

Eiríkur hefur rannsakað og skrifað um mörg þeirra mála sem hæst hefur borið í þjóðmálaumræðu síðustu ára á Íslandi og í nágrannalöndunum, þar á meðal Icesave, stjórnarskrármálið, efnahagshrunið, uppgang þjóðernispopúlista á Norðurlöndum, innflytjendamál, Evrópusambandið og upptöku evrunnar. Bókaútgefandi Eiríks erlendis er Palgrave Macmillan.

Eiríkur Bermann Einarsson hefur stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju, popúlisma, Evrópumála og þátttökulýðræðis.

Eiríkur hefur starfað við Háskólann á Bifröst frá árinu 2005 en hefur einnig verið gestakennari við ýmsa evrópska háskóla. Hann var aðjúnkt við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands árin 2004 og 2005.

Eiríkur var skipaður í Stjórnlagaráð á grundvelli þjóðaratkvæðagreiðslu 2010 og vann þar að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland.

Eiríkur Bergmann er fæddur árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1990 og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Eiríkur útskrifaðist með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1998 og doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Doktorsverkefni hans bar titilinn „Hið huglæga sjálfstæði þjóðarinnar.“

Mynd:

Útgáfudagur

3.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2018, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74971.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 3. janúar). Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74971

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2018. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74971>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?
Eiríkur Bergmann Einarsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við sama skóla.

Eiríkur hefur stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju, popúlisma, Evrópumála og þátttökulýðræðis. Hann hefur skrifað fjölda fræðirita – bækur, bókarkafla og vísindagreinar – auk þriggja skáldsagna. Hann hefur einnig verið reglulegur álitsgjafi hjá íslenskum og erlendum fjölmiðlum.

Eiríkur hefur rannsakað og skrifað um mörg þeirra mála sem hæst hefur borið í þjóðmálaumræðu síðustu ára á Íslandi og í nágrannalöndunum, þar á meðal Icesave, stjórnarskrármálið, efnahagshrunið, uppgang þjóðernispopúlista á Norðurlöndum, innflytjendamál, Evrópusambandið og upptöku evrunnar. Bókaútgefandi Eiríks erlendis er Palgrave Macmillan.

Eiríkur Bermann Einarsson hefur stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju, popúlisma, Evrópumála og þátttökulýðræðis.

Eiríkur hefur starfað við Háskólann á Bifröst frá árinu 2005 en hefur einnig verið gestakennari við ýmsa evrópska háskóla. Hann var aðjúnkt við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands árin 2004 og 2005.

Eiríkur var skipaður í Stjórnlagaráð á grundvelli þjóðaratkvæðagreiðslu 2010 og vann þar að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland.

Eiríkur Bergmann er fæddur árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1990 og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Eiríkur útskrifaðist með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1998 og doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Doktorsverkefni hans bar titilinn „Hið huglæga sjálfstæði þjóðarinnar.“

Mynd:

...