Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Luca Aceto rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Luca Aceto er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og við Gran Sasso-rannsóknastofnunina á Ítalíu. Rannsóknir hans eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði, þar á meðal má telja athugunir á rökfræði tölvunarfræðinnar, merkingafræði forritunaraðgerða (e. structural operational semantics) og samtímavinnslu í tölvuforritum (e. concurrency theory), sem meðal annars fjallar um hvernig skilgreina eigi forritunarkóða þannig að leysa megi verkefni á skilvirkari hátt með því að nýta marga örgjörva samhliða.

Það færist sífellt í vöxt að tölvur séu að nýta marga örgjörva eða marga kjarna í sama örgjörva. Þetta kallar á ólíka nálgun í skipulagningu forritskóða frá hefðbundinni línulegri vinnslu þar sem eitt verk tekur við af öðru og er samtíma vinnsla því mikilvægt rannsóknasvið innan tölvunarfræðinnar.

Rannsóknir Luca Aceto eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði, þar á meðal má telja athuganir á rökfræði tölvunarfræðinnar, merkingafræði forritunaraðgerða og samtímavinnslu í tölvuforritum.

Luca hefur kennt og stundað rannsóknir við fjölda annarra stofnana, um lengri og skemmri tíma. Hann hefur setið í ritstjórnum alþjóðlegra vísindarita í tölvunarfræði og var forseti Evrópusamtaka í fræðilegri tölvunarfræði (European Association for Theoretical Computer Science) á árunum 2012-2016. Luca er einn af stofnendum þekkingarseturs í fræðilegri tölvunarfræði (ICE-TCS) við Háskólann í Reykjavík. Eftir hann liggja hundruð fræðigreina, bókarkafla, ráðstefnugreina sem safnað hafa þúsundum tilvitnana. Luca er meðhöfundur kennslubókar um gagnvirk kerfi (Reactive systems: modelling, specification and verification) sem kennd er í yfir tuttugu háskólum um allan heim.

Luca er fæddur árið 1961. Hann lauk MS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Písa á Ítalíu árið 1986 og doktorsgráðu frá Sussex-háskóla 1991. Fyrir doktorsritgerð sína hlaut Luca sérstaka viðurkenningu frá bresku tölvunarfræðisamtökunum (British Computer Society). Síðan hefur hann hlotið fjölda annarra verðlauna, bæði fyrir kennslu og rannsóknir.

Mynd:

Útgáfudagur

9.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Luca Aceto rannsakað?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2018. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74972.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 9. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Luca Aceto rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74972

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Luca Aceto rannsakað?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2018. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74972>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Luca Aceto rannsakað?
Luca Aceto er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og við Gran Sasso-rannsóknastofnunina á Ítalíu. Rannsóknir hans eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði, þar á meðal má telja athugunir á rökfræði tölvunarfræðinnar, merkingafræði forritunaraðgerða (e. structural operational semantics) og samtímavinnslu í tölvuforritum (e. concurrency theory), sem meðal annars fjallar um hvernig skilgreina eigi forritunarkóða þannig að leysa megi verkefni á skilvirkari hátt með því að nýta marga örgjörva samhliða.

Það færist sífellt í vöxt að tölvur séu að nýta marga örgjörva eða marga kjarna í sama örgjörva. Þetta kallar á ólíka nálgun í skipulagningu forritskóða frá hefðbundinni línulegri vinnslu þar sem eitt verk tekur við af öðru og er samtíma vinnsla því mikilvægt rannsóknasvið innan tölvunarfræðinnar.

Rannsóknir Luca Aceto eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði, þar á meðal má telja athuganir á rökfræði tölvunarfræðinnar, merkingafræði forritunaraðgerða og samtímavinnslu í tölvuforritum.

Luca hefur kennt og stundað rannsóknir við fjölda annarra stofnana, um lengri og skemmri tíma. Hann hefur setið í ritstjórnum alþjóðlegra vísindarita í tölvunarfræði og var forseti Evrópusamtaka í fræðilegri tölvunarfræði (European Association for Theoretical Computer Science) á árunum 2012-2016. Luca er einn af stofnendum þekkingarseturs í fræðilegri tölvunarfræði (ICE-TCS) við Háskólann í Reykjavík. Eftir hann liggja hundruð fræðigreina, bókarkafla, ráðstefnugreina sem safnað hafa þúsundum tilvitnana. Luca er meðhöfundur kennslubókar um gagnvirk kerfi (Reactive systems: modelling, specification and verification) sem kennd er í yfir tuttugu háskólum um allan heim.

Luca er fæddur árið 1961. Hann lauk MS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Písa á Ítalíu árið 1986 og doktorsgráðu frá Sussex-háskóla 1991. Fyrir doktorsritgerð sína hlaut Luca sérstaka viðurkenningu frá bresku tölvunarfræðisamtökunum (British Computer Society). Síðan hefur hann hlotið fjölda annarra verðlauna, bæði fyrir kennslu og rannsóknir.

Mynd:

...