Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Jóhanna Einarsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Jóhanna Einarsdóttir er prófessor í menntunarfræðum ungra barna og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Jóhanna er brautryðjandi í rannsóknum á menntunarfræðum ungra barna á Íslandi. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að samfellu í námi barna, gildum í leikskólastarfi og sjónarmiðum barna. Rannsóknir hennar með ungum börnum hafa hlotið töluverða athygli og hefur hún stýrt evrópskum rannsóknarhópi um aðferðafræði og siðferðisleg álitamál í rannsóknum með börnum. Jóhanna situr í stjórn European Early Childhood Education Research Association (EECERA) og hefur hún tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknum bæði sem rannsakandi og ráðgjafi. Nýjasta rannsóknin, sem ber heitið „Politics of Belonging,“ er styrkt af norrænum rannsóknasjóðum og beinir sjónum að börnum nýrra íbúa á Norðurlöndum.

Jóhanna Einarsdóttir er brautryðjandi í rannsóknum á menntunarfræðum ungra barna á Íslandi. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að samfellu í námi barna, gildum í leikskólastarfi og sjónarmiðum barna.

Jóhanna var yfirmaður leikskólakennaranámsins þegar Fósturskólinn sameinaðist Kennaraháskóla Íslands. Hún stofnaði Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna sem hefur það markmið að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna og vera vettvangur fræðaþróunar á því sviði. Rannsóknarstofan hefur unnið rannsóknir og þróunarverkefni í nánu samstarfi við sveitarfélög og skóla. Jóhanna er höfundur og meðhöfundur yfir 100 vísindagreina og bókakafla. Hún hefur auk þess skrifað og ritstýrt 12 bókum og sérheftum tímarita og skrifað fjölda greina fyrir kennara og almenning.

Jóhanna er fædd árið 1952. Hún lauk kennaraprófi árið 1973 frá Kennaraskóla Íslands og stúdentsprófi frá sama skóla, BS-prófi í kennslufræði frá University of Illinois í Bandaríkjunum og MA-prófi í uppeldissálfræði frá sama skóla árið 1977. Að loknu MA-námi starfaði hún í tíu ár sem æfingakennari við Æfingaskóla Kennaraháskólans og önnur tíu ár sem yfirmaður framhaldsdeildar Fósturskóla Íslands. Árið 1996 hóf Jóhanna doktorsnám í menntunarfræðum við Háskólann í Illinois og varði doktorsritgerð árið 2000.

Jóhanna var sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá Háskólanum í Oulu í Finnlandi í maí 2017.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

12.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jóhanna Einarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2018. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74986.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 12. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Jóhanna Einarsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74986

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jóhanna Einarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2018. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74986>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jóhanna Einarsdóttir rannsakað?
Jóhanna Einarsdóttir er prófessor í menntunarfræðum ungra barna og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Jóhanna er brautryðjandi í rannsóknum á menntunarfræðum ungra barna á Íslandi. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að samfellu í námi barna, gildum í leikskólastarfi og sjónarmiðum barna. Rannsóknir hennar með ungum börnum hafa hlotið töluverða athygli og hefur hún stýrt evrópskum rannsóknarhópi um aðferðafræði og siðferðisleg álitamál í rannsóknum með börnum. Jóhanna situr í stjórn European Early Childhood Education Research Association (EECERA) og hefur hún tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknum bæði sem rannsakandi og ráðgjafi. Nýjasta rannsóknin, sem ber heitið „Politics of Belonging,“ er styrkt af norrænum rannsóknasjóðum og beinir sjónum að börnum nýrra íbúa á Norðurlöndum.

Jóhanna Einarsdóttir er brautryðjandi í rannsóknum á menntunarfræðum ungra barna á Íslandi. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að samfellu í námi barna, gildum í leikskólastarfi og sjónarmiðum barna.

Jóhanna var yfirmaður leikskólakennaranámsins þegar Fósturskólinn sameinaðist Kennaraháskóla Íslands. Hún stofnaði Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna sem hefur það markmið að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna og vera vettvangur fræðaþróunar á því sviði. Rannsóknarstofan hefur unnið rannsóknir og þróunarverkefni í nánu samstarfi við sveitarfélög og skóla. Jóhanna er höfundur og meðhöfundur yfir 100 vísindagreina og bókakafla. Hún hefur auk þess skrifað og ritstýrt 12 bókum og sérheftum tímarita og skrifað fjölda greina fyrir kennara og almenning.

Jóhanna er fædd árið 1952. Hún lauk kennaraprófi árið 1973 frá Kennaraskóla Íslands og stúdentsprófi frá sama skóla, BS-prófi í kennslufræði frá University of Illinois í Bandaríkjunum og MA-prófi í uppeldissálfræði frá sama skóla árið 1977. Að loknu MA-námi starfaði hún í tíu ár sem æfingakennari við Æfingaskóla Kennaraháskólans og önnur tíu ár sem yfirmaður framhaldsdeildar Fósturskóla Íslands. Árið 1996 hóf Jóhanna doktorsnám í menntunarfræðum við Háskólann í Illinois og varði doktorsritgerð árið 2000.

Jóhanna var sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá Háskólanum í Oulu í Finnlandi í maí 2017.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...