Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hafa marglyttur marga fætur eða hvað sem það heitir?

Marglyttur hafa ekki fætur frekar en önnur sjávardýr enda eru fætur gagnlitlir í sjónum. Angarnir sem ganga niður úr þeim eru griparmar (e. oral arms) sem þær nota til þess að hremma bráð. Á þessum örmum eru einnig sérstakar stingfrumur (nematocyst) sem marglyttur nota bæði til þess að veiða og í sjálfsvörn.

Armarnir sem ganga niður úr marglyttum eru notaðir til fæðuöflunar. Þeir kallast griparmar.

Griparmarnir eru fjórir til átta talsins, misjafnt eftir tegundum. Þeir eru staðsettir í kringum munn dýrsins neðan úr hveljunni. Þessir griparmar eru allt frá nokkrum sentimetrum að lengd upp í nokkra metra hjá stærstu tegundunum.

Mynd:

Útgáfudagur

3.4.2018

Spyrjandi

Nemendur í Langholtsskóla

Höfundur

Tilvísun

JMH. „Hvað hafa marglyttur marga fætur eða hvað sem það heitir?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2018. Sótt 28. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=75442.

JMH. (2018, 3. apríl). Hvað hafa marglyttur marga fætur eða hvað sem það heitir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75442

JMH. „Hvað hafa marglyttur marga fætur eða hvað sem það heitir?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2018. Vefsíða. 28. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75442>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þórunn Rafnar

1958

Þórunn Rafnar er deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Þórunnar beinast einkum að því að finna erfðaþætti sem hafa áhrif á tilurð og framþróun krabbameins.