Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Nýta menn marglyttur, væri hægt að borða þær?

Jón Már Halldórsson

Upprunaleg spurning Ásu hljóðaði svona:
Hvað er marglytta og hvaða gagn gerir hún fyrir okkur mennina?

Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Holdýr eru gjarnan flokkuð í hveljur, sem skiptast í smáhveljur (Hydrozoa) og stórhveljur (Scyphozoa), en til þeirra heyra marglyttur, og holsepa (Anthozoa) sem eru til dæmis kóraldýr og sæfíflar.

Marglyttur eru skæðir afræningjar. Þær veiða ýmsar lífverur, sér í lagi aðrar marglyttur. Á matseðli marglyttna eru einnig sviflægar krabbaflær, hrogn og fisklirfur auk þess sem smáfiskar falla í valinn fyrir stærstu marglyttum. Hér við land eru marglyttur afræningjar á seiði ýmissa nytjastofna og þess vegna gætu einhverjir litið á þær sem meindýr í hafinu sem leggjast á verðmæta fiskistofna líkt og hvalir. En marglyttur eru hluti vistkerfisins og vel staðsettar í flóknum fæðuvef hafsins.

Bláglytta (Aurelia aurita) er marglyttutegund sem finnst hér við land. Hún er nýtt til manneldis í Austur-Asíu.

Það eru til nokkur hundruð tegundir af marglyttum en aðeins fáeinar þeirra eru ætar. Marglyttur hafa ekki mikið verið nýttar til manneldis í okkar heimshluta en eru vel þekkt fæða í nokkrum Asíulöndum. Þar þykja þær hið mesta hnossgæti. Í Kína er til dæmis löng hefð fyrir neyslu marglytta og það sama má segja um Kóreu, Tævan, Víetnam og Japan.

Marglyttur eru nánast bragðlausar. Þær innihalda 5% prótín og 95% vatn og eru því ágætar til að drýgja mat. Marglytturnar geymast ekki eins og þær koma upp úr sjónum heldur þarf að vinna þær strax. Þær eru fyrst lagðar í saltpækil í nokkra daga og síðan þurrkaðar. Yfirleitt eru þær svo útvatnaðar áður en þær eru notaðar í hina ýmsu rétti. Þótt marglyttur séu fyrst og fremst matur þar sem þær eru nýttar þá má geta að á sumum svæðum er talið að neysla á marglyttum geti nýst til að létta á verkjum í beinum og vöðvum.

Marglyttusalat.

Hér við land finnst marglyttutegund sem mögulega mætti nýta til manneldis þar sem hennar er neytt í Austur-Asíu. Þetta er bláglyttan (Aurelia aurita) sem er líklega sú tegund marglytta sem hefur hvað mestu útbreiðslu allra marglytta.

Heimildir og mynd:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.10.2016

Spyrjandi

Ása Lilja Guðmundsdóttir, Edda Hulda Ólfardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Nýta menn marglyttur, væri hægt að borða þær?“ Vísindavefurinn, 20. október 2016, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72273.

Jón Már Halldórsson. (2016, 20. október). Nýta menn marglyttur, væri hægt að borða þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72273

Jón Már Halldórsson. „Nýta menn marglyttur, væri hægt að borða þær?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2016. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72273>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Nýta menn marglyttur, væri hægt að borða þær?
Upprunaleg spurning Ásu hljóðaði svona:

Hvað er marglytta og hvaða gagn gerir hún fyrir okkur mennina?

Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Holdýr eru gjarnan flokkuð í hveljur, sem skiptast í smáhveljur (Hydrozoa) og stórhveljur (Scyphozoa), en til þeirra heyra marglyttur, og holsepa (Anthozoa) sem eru til dæmis kóraldýr og sæfíflar.

Marglyttur eru skæðir afræningjar. Þær veiða ýmsar lífverur, sér í lagi aðrar marglyttur. Á matseðli marglyttna eru einnig sviflægar krabbaflær, hrogn og fisklirfur auk þess sem smáfiskar falla í valinn fyrir stærstu marglyttum. Hér við land eru marglyttur afræningjar á seiði ýmissa nytjastofna og þess vegna gætu einhverjir litið á þær sem meindýr í hafinu sem leggjast á verðmæta fiskistofna líkt og hvalir. En marglyttur eru hluti vistkerfisins og vel staðsettar í flóknum fæðuvef hafsins.

Bláglytta (Aurelia aurita) er marglyttutegund sem finnst hér við land. Hún er nýtt til manneldis í Austur-Asíu.

Það eru til nokkur hundruð tegundir af marglyttum en aðeins fáeinar þeirra eru ætar. Marglyttur hafa ekki mikið verið nýttar til manneldis í okkar heimshluta en eru vel þekkt fæða í nokkrum Asíulöndum. Þar þykja þær hið mesta hnossgæti. Í Kína er til dæmis löng hefð fyrir neyslu marglytta og það sama má segja um Kóreu, Tævan, Víetnam og Japan.

Marglyttur eru nánast bragðlausar. Þær innihalda 5% prótín og 95% vatn og eru því ágætar til að drýgja mat. Marglytturnar geymast ekki eins og þær koma upp úr sjónum heldur þarf að vinna þær strax. Þær eru fyrst lagðar í saltpækil í nokkra daga og síðan þurrkaðar. Yfirleitt eru þær svo útvatnaðar áður en þær eru notaðar í hina ýmsu rétti. Þótt marglyttur séu fyrst og fremst matur þar sem þær eru nýttar þá má geta að á sumum svæðum er talið að neysla á marglyttum geti nýst til að létta á verkjum í beinum og vöðvum.

Marglyttusalat.

Hér við land finnst marglyttutegund sem mögulega mætti nýta til manneldis þar sem hennar er neytt í Austur-Asíu. Þetta er bláglyttan (Aurelia aurita) sem er líklega sú tegund marglytta sem hefur hvað mestu útbreiðslu allra marglytta.

Heimildir og mynd:

Myndir:

...