Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Ævar Oddsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðmundur Oddsson er dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi.

Doktorsrannsókn Guðmundar skoðar breytingar á hugmyndum Íslendinga um stéttaskiptingu samfara örum þjóðfélagsbreytingum. Rannsóknin byggir á greiningu stéttaorðræðu í Morgunblaðinu og umræðum á Alþingi frá 1986 til 2012 og spurningalistakönnunum. Niðurstöðurnar sýna að ör hnatt- og nýfrjálshyggjuvæðing íslensks þjóðfélags frá miðjum tíunda áratugnum og fram að hruni jók vitund Íslendinga um stéttaskiptingu. Ítarleg greining stéttaorðræðu á hinum pólitíska vettvangi sýnir ennfremur að á uppgangstíma nýfrjálshyggjunnar fjaraði undan þeim „sjálfsögðu sannindum“ að Ísland sé tiltölulega stéttlaust þjóðfélag. Guðmundur rekur aukna vitund um stéttaskiptingu til stóraukins efnahagslegs ójafnaðar á uppgangstíma nýfrjálshyggjunnar, myndunar áberandi og ofurríkrar stéttar „þverþjóðlegra kapítalista“ og mikils innflutnings erlends láglaunafólks.

Guðmundur rekur aukna vitund um stéttaskiptingu til stóraukins efnahagslegs ójafnaðar á uppgangstíma nýfrjálshyggjunnar, myndunar áberandi og ofurríkrar stéttar „þverþjóðlegra kapítalista“.

Guðmundur hefur meðal annars rannsakað hvar einstaklingar sjá sig í stéttakerfinu, sýn þeirra á stéttakerfið, upplifun einstaklinga af óréttlæti eigin þjóðfélagsstöðu og tengsl efnahagslegs ójafnaðar við stærð lögregluliða í stærri borgum Bandaríkjanna. Um þessar mundir rannsakar Guðmundur ásamt öðrum helstu áskoranir lögreglumanna sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Þá leiðir Guðmundur íslenska hluta samevrópskrar rannsóknar á lögreglunemum (RECPOL). Rannsóknin eykur skilning okkar á hvaðan lögreglunemar koma, gildismati þeirra og viðhorfum. Rannsóknir Guðmundar hafa birst í virtum vísindatímaritum á borð við Acta Sociologica og The Sociological Quarterly.

Rannsóknir Guðmundar snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi.

Guðmundur er fæddur 1978. Hann lauk prófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1998 og er með þrjár gráður frá Háskólanum á Akureyri: B.Sc. í viðskiptafræði (2002), kennsluréttindi (2005) og B.A. í samfélags- og hagþróunarfræði (2006). Guðmundur lauk M.A.-prófi í félagsfræði frá Missouri-háskóla 2009 og doktorsprófi í félagsfræði frá sama háskóla 2014. Guðmundur kenndi við Félagsfræðideild Missouri-háskóla samfara doktorsnámi. Frá 2014 til 2017 gegndi Guðmundur stöðu lektors við Félags- og mannfræðideild Norður-Michigan-háskóla. Haustið 2017 hóf Guðmundur störf sem dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, nánar tiltekið við nýstofnaða lögreglufræðibraut.

Myndir:

  • Úr safni GÆO.

Útgáfudagur

26.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Ævar Oddsson stundað?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2018, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75562.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 26. mars). Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Ævar Oddsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75562

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Ævar Oddsson stundað?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2018. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75562>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Ævar Oddsson stundað?
Guðmundur Oddsson er dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi.

Doktorsrannsókn Guðmundar skoðar breytingar á hugmyndum Íslendinga um stéttaskiptingu samfara örum þjóðfélagsbreytingum. Rannsóknin byggir á greiningu stéttaorðræðu í Morgunblaðinu og umræðum á Alþingi frá 1986 til 2012 og spurningalistakönnunum. Niðurstöðurnar sýna að ör hnatt- og nýfrjálshyggjuvæðing íslensks þjóðfélags frá miðjum tíunda áratugnum og fram að hruni jók vitund Íslendinga um stéttaskiptingu. Ítarleg greining stéttaorðræðu á hinum pólitíska vettvangi sýnir ennfremur að á uppgangstíma nýfrjálshyggjunnar fjaraði undan þeim „sjálfsögðu sannindum“ að Ísland sé tiltölulega stéttlaust þjóðfélag. Guðmundur rekur aukna vitund um stéttaskiptingu til stóraukins efnahagslegs ójafnaðar á uppgangstíma nýfrjálshyggjunnar, myndunar áberandi og ofurríkrar stéttar „þverþjóðlegra kapítalista“ og mikils innflutnings erlends láglaunafólks.

Guðmundur rekur aukna vitund um stéttaskiptingu til stóraukins efnahagslegs ójafnaðar á uppgangstíma nýfrjálshyggjunnar, myndunar áberandi og ofurríkrar stéttar „þverþjóðlegra kapítalista“.

Guðmundur hefur meðal annars rannsakað hvar einstaklingar sjá sig í stéttakerfinu, sýn þeirra á stéttakerfið, upplifun einstaklinga af óréttlæti eigin þjóðfélagsstöðu og tengsl efnahagslegs ójafnaðar við stærð lögregluliða í stærri borgum Bandaríkjanna. Um þessar mundir rannsakar Guðmundur ásamt öðrum helstu áskoranir lögreglumanna sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Þá leiðir Guðmundur íslenska hluta samevrópskrar rannsóknar á lögreglunemum (RECPOL). Rannsóknin eykur skilning okkar á hvaðan lögreglunemar koma, gildismati þeirra og viðhorfum. Rannsóknir Guðmundar hafa birst í virtum vísindatímaritum á borð við Acta Sociologica og The Sociological Quarterly.

Rannsóknir Guðmundar snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi.

Guðmundur er fæddur 1978. Hann lauk prófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1998 og er með þrjár gráður frá Háskólanum á Akureyri: B.Sc. í viðskiptafræði (2002), kennsluréttindi (2005) og B.A. í samfélags- og hagþróunarfræði (2006). Guðmundur lauk M.A.-prófi í félagsfræði frá Missouri-háskóla 2009 og doktorsprófi í félagsfræði frá sama háskóla 2014. Guðmundur kenndi við Félagsfræðideild Missouri-háskóla samfara doktorsnámi. Frá 2014 til 2017 gegndi Guðmundur stöðu lektors við Félags- og mannfræðideild Norður-Michigan-háskóla. Haustið 2017 hóf Guðmundur störf sem dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, nánar tiltekið við nýstofnaða lögreglufræðibraut.

Myndir:

  • Úr safni GÆO.

...