Sólin Sólin Rís 10:42 • sest 15:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:30 • Sest 24:26 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:36 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:04 • Síðdegis: 18:04 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Hjalti Magnússon rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Sigurður H. Magnússon er gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann lauk formlega störfum í árslok 2017 en vinnur nú sem lausamaður hjá stofnuninni að nokkrum verkefnum.

Viðfangsefni Sigurðar hafa verið margvísleg en mörg tengjast þau landnámi plantna og framvindu gróðurs. Hann hefur meðal annars kannað landnám birkis við mismunandi aðstæður, rannsakað áhrif friðunar fyrir sauðfjárbeit á gróður á lítt grónu landi og tekið þátt í rannsóknum á gróðurframvindu í Surtsey og áhrifum alaskalúpínu á gróðurfar.

Hér sést Sigurður H. Magnússon við vistgerðarannsóknir á Skeiðarársandi í júlí 2012.

Sigurður hefur einnig unnið að umfangsmiklum rannsóknum á gróðri og náttúrufari vegna ýmissa framkvæmda, svo sem á Austurlandi vegna Kárahnjúkavirkjunar og á Suðurlandi á vatnasviði Skaftár og Tungnaár. Þá hefur Sigurður frá 1976 kannað áhrif Lagarfossvirkjunar og síðar Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót.

Frá árinu 1990 hefur Sigurður fylgst með styrk þungmálma og síðar einnig brennisteins í tildurmosa. Rannsóknirnar eru hluti af vöktunarverkefni (ICP Vegetation) sem mörg Evrópuríki taka þátt í og miðar að því að finna uppsprettur loftmengunar og fylgjast með breytingum sem kunna að verða. Mosanum er safnað vítt og breytt um landið á fimm ára fresti og einnig sérstaklega við iðnaðarsvæðin í Straumsvík, á Grundartanga og á Reyðarfirði.

Viðamesta verkefnið sem Sigurður hefur unnið að á síðustu árum er hins vegar flokkun og kortlagning lands í vistgerðir en nú hafa alls verið skilgreindar 105 vistgerðir; 64 á landi, 17 í ám og vötnum og 24 í fjörum.

Sigurður hefur lagt mikla áherslu á að hagnýta niðurstöður rannsókna. Hann hefur til dæmis unnið með bændum og áhugamönnum að uppgræðslu lands, einkum á afrétti Hrunamanna, og hlaut árið 2006 fyrir það verðlaun Landgræðslu ríkisins.

Sigurður H. Magnússon er fæddur árið 1945. Hann tók búfræðipróf frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1965, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1971 og BSc-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1975. Hann lauk doktorsprófi í gróðurvistfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1994. Doktorsverkefni Sigurðar fjallaði um landnám plantna á rofsvæðum hér á landi.

Sigurður hefur unnið ýmis störf, meðal annars við smíðar og við kennslu, bæði við grunnskólann á Flúðum og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Á árunum 1987-1997 starfaði hann sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti og hjá Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hann starfað frá 1997.

Mynd:
  • Úr safni SHM.

Útgáfudagur

31.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Hjalti Magnússon rannsakað?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2018. Sótt 30. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=75885.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 31. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Hjalti Magnússon rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75885

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Hjalti Magnússon rannsakað?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2018. Vefsíða. 30. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75885>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Hjalti Magnússon rannsakað?
Sigurður H. Magnússon er gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann lauk formlega störfum í árslok 2017 en vinnur nú sem lausamaður hjá stofnuninni að nokkrum verkefnum.

Viðfangsefni Sigurðar hafa verið margvísleg en mörg tengjast þau landnámi plantna og framvindu gróðurs. Hann hefur meðal annars kannað landnám birkis við mismunandi aðstæður, rannsakað áhrif friðunar fyrir sauðfjárbeit á gróður á lítt grónu landi og tekið þátt í rannsóknum á gróðurframvindu í Surtsey og áhrifum alaskalúpínu á gróðurfar.

Hér sést Sigurður H. Magnússon við vistgerðarannsóknir á Skeiðarársandi í júlí 2012.

Sigurður hefur einnig unnið að umfangsmiklum rannsóknum á gróðri og náttúrufari vegna ýmissa framkvæmda, svo sem á Austurlandi vegna Kárahnjúkavirkjunar og á Suðurlandi á vatnasviði Skaftár og Tungnaár. Þá hefur Sigurður frá 1976 kannað áhrif Lagarfossvirkjunar og síðar Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót.

Frá árinu 1990 hefur Sigurður fylgst með styrk þungmálma og síðar einnig brennisteins í tildurmosa. Rannsóknirnar eru hluti af vöktunarverkefni (ICP Vegetation) sem mörg Evrópuríki taka þátt í og miðar að því að finna uppsprettur loftmengunar og fylgjast með breytingum sem kunna að verða. Mosanum er safnað vítt og breytt um landið á fimm ára fresti og einnig sérstaklega við iðnaðarsvæðin í Straumsvík, á Grundartanga og á Reyðarfirði.

Viðamesta verkefnið sem Sigurður hefur unnið að á síðustu árum er hins vegar flokkun og kortlagning lands í vistgerðir en nú hafa alls verið skilgreindar 105 vistgerðir; 64 á landi, 17 í ám og vötnum og 24 í fjörum.

Sigurður hefur lagt mikla áherslu á að hagnýta niðurstöður rannsókna. Hann hefur til dæmis unnið með bændum og áhugamönnum að uppgræðslu lands, einkum á afrétti Hrunamanna, og hlaut árið 2006 fyrir það verðlaun Landgræðslu ríkisins.

Sigurður H. Magnússon er fæddur árið 1945. Hann tók búfræðipróf frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1965, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1971 og BSc-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1975. Hann lauk doktorsprófi í gróðurvistfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1994. Doktorsverkefni Sigurðar fjallaði um landnám plantna á rofsvæðum hér á landi.

Sigurður hefur unnið ýmis störf, meðal annars við smíðar og við kennslu, bæði við grunnskólann á Flúðum og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Á árunum 1987-1997 starfaði hann sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti og hjá Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hann starfað frá 1997.

Mynd:
  • Úr safni SHM.

...