Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Gunnar Ásgeirsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Hvers vegna er svona erfitt að finna reiðhjól á evrópskri járnbrautarstöð? Hvaða áhrif hefur það á minni okkar ef við erum hrædd, uppveðruð eða reið? Getum við veitt fleiri en einu áreiti eftirtekt samtímis? Hvað er að gerast í heilanum þegar athygli okkar er dregin frá vinnunni og að blikkandi ljósi eða sírenuvæli? Í hugrænum taugavísindum er leitast við að svara spurningum á borð við þessar.

Helstu viðfangsefni Árna Gunnars eru sjónræn eftirtekt og sjónrænt minni.

Helstu viðfangsefni Árna Gunnars eru sjónræn eftirtekt og sjónrænt minni. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að þeim innri og ytri þáttum sem hafa áhrif á það hvernig við beinum eftirtektinni að tilteknum umhverfisáreitum, en einnig að því óvenjulega fyrirbæri sem kallast samskynjanir: þegar skynjun tiltekins umhverfisáreitis vekur upp óefnislega skynjun.

Innan við 4% fólks upplifir einhverskonar samskynjanir, en algengast er að sterk litaupplifun fylgi því að lesa bókstafi, tölustafi, nöfn vikudaga eða mánuða. Árni Gunnar hefur reynt að svara spurningum um þessi fyrirbæri með atferlisrannsóknum, augnhreyfingamælingum og heilalínuritun, auk þess að nota stærðfræðileg líkön til að lýsa og skilja hugræn ferli.

Innan við 4% fólks upplifir einhverskonar samskynjanir, en algengast er að sterk litaupplifun fylgi því að lesa bókstafi, tölustafi, nöfn vikudaga eða mánuða.

Árni Gunnar Ásgeirsson er fæddur árið 1982. Hann útskrifaðist með B.A.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og M.Sc.-gráður frá sama skóla, árið 2010. Að loknu námi við HÍ fluttist hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann lauk doktorsgráðu í sálfræði, árið 2014. Að loknu doktorsnámi vann Árni sem vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla, sem stundakennari við Háskólann í Álaborg og sem nýdoktor við Leidenháskóla í Hollandi. Hann er nú lektor við Háskólann á Akureyri og einn þriggja stjórnenda Rannsóknarmiðstöðvar um sjónskynjun , sem er sameiginleg rannsóknarmiðstöð sjónskynjunarsérfræðinga við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands.

Myndir:

Útgáfudagur

18.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Gunnar Ásgeirsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2018. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=75905.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 18. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Gunnar Ásgeirsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75905

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Gunnar Ásgeirsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2018. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75905>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Gunnar Ásgeirsson rannsakað?
Hvers vegna er svona erfitt að finna reiðhjól á evrópskri járnbrautarstöð? Hvaða áhrif hefur það á minni okkar ef við erum hrædd, uppveðruð eða reið? Getum við veitt fleiri en einu áreiti eftirtekt samtímis? Hvað er að gerast í heilanum þegar athygli okkar er dregin frá vinnunni og að blikkandi ljósi eða sírenuvæli? Í hugrænum taugavísindum er leitast við að svara spurningum á borð við þessar.

Helstu viðfangsefni Árna Gunnars eru sjónræn eftirtekt og sjónrænt minni.

Helstu viðfangsefni Árna Gunnars eru sjónræn eftirtekt og sjónrænt minni. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að þeim innri og ytri þáttum sem hafa áhrif á það hvernig við beinum eftirtektinni að tilteknum umhverfisáreitum, en einnig að því óvenjulega fyrirbæri sem kallast samskynjanir: þegar skynjun tiltekins umhverfisáreitis vekur upp óefnislega skynjun.

Innan við 4% fólks upplifir einhverskonar samskynjanir, en algengast er að sterk litaupplifun fylgi því að lesa bókstafi, tölustafi, nöfn vikudaga eða mánuða. Árni Gunnar hefur reynt að svara spurningum um þessi fyrirbæri með atferlisrannsóknum, augnhreyfingamælingum og heilalínuritun, auk þess að nota stærðfræðileg líkön til að lýsa og skilja hugræn ferli.

Innan við 4% fólks upplifir einhverskonar samskynjanir, en algengast er að sterk litaupplifun fylgi því að lesa bókstafi, tölustafi, nöfn vikudaga eða mánuða.

Árni Gunnar Ásgeirsson er fæddur árið 1982. Hann útskrifaðist með B.A.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og M.Sc.-gráður frá sama skóla, árið 2010. Að loknu námi við HÍ fluttist hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann lauk doktorsgráðu í sálfræði, árið 2014. Að loknu doktorsnámi vann Árni sem vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla, sem stundakennari við Háskólann í Álaborg og sem nýdoktor við Leidenháskóla í Hollandi. Hann er nú lektor við Háskólann á Akureyri og einn þriggja stjórnenda Rannsóknarmiðstöðvar um sjónskynjun , sem er sameiginleg rannsóknarmiðstöð sjónskynjunarsérfræðinga við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands.

Myndir:

...