Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Gylfi Magnússon stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Gylfi Magnússon er dósent í fjármálum í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, cand. oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og síðan M.A., M.Phil. og Ph.D. prófum í hagfræði frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann útskrifaðist frá Yale árið 1997 og hefur starfað við Háskóla Íslands frá árinu 1996.

Rannsóknir hans hafa verið á ýmsum sviðum innan hagfræði og fjármála. Doktorsritgerð Gylfa fjallaði um búferlaflutninga og byggðaþróun á Íslandi.

Rannsóknir Gylfa Magnússonar hafa verið á ýmsum sviðum innan hagfræði og fjármála. Á myndinni sést Gylfi koma í mark í Háskólahlaupinu árið 2009.

Hann hefur töluvert skoðað ýmsa fleti á samkeppni, fyrst og fremst á íslenskum markaði, meðal annars með tækjum og tólum atvinnuvegahagfræði og leikjafræði. Hann hefur einnig notað leikjafræði til að greina deilur um nýtingu fiskstofna.

Undanfarin ár hefur hann einkum beint sjónum sínum að fjármálamörkuðum, bæði þeim innlenda og alþjóðamörkuðum. Hann hefur meðal annars greint stöðu og áhrif lífeyriskerfisins á íslenska markaðinum. Rannsóknir hans hafa bæði beinst að skilvirkni fjármálamarkaða, einkum hlutabréfamarkaða, en einnig að samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum þeirra. Einn flötur á því síðastnefnda er að skoða hvernig kynslóðir nýta fjármálamarkaði og skattkerfi til viðskipta sín á milli.

Þá hefur Gylfi lagt stund á rannsóknir innan þjóðhagfræði eða á mörkum þjóðhagfræði og fjármála, meðal annars um hlutverk seðlabanka sem þrautalánveitanda og myntsamstarf.

Gylfi hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum innan Háskóla Íslands en honum hafa einnig verið falin margvísleg stjórnunar- eða ráðgjafastörf utan skólans. Hann sat í ríkisstjórn sem viðskiptaráðherra og síðar efnahagsráðherra á árunum 2009 og 2010.

Gylfi er höfundur tveggja bóka en hefur einnig birt fjölmargar fræðigreinar og bókarkafla auk margvíslegs efnis sem ætlað er almenningi, meðal annars rúmlega 200 svör fyrir Vísindavef Háskóla Íslands.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

6.7.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Gylfi Magnússon stundað?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2018. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=75914.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 6. júlí). Hvaða rannsóknir hefur Gylfi Magnússon stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75914

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Gylfi Magnússon stundað?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2018. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75914>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Gylfi Magnússon stundað?
Gylfi Magnússon er dósent í fjármálum í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, cand. oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og síðan M.A., M.Phil. og Ph.D. prófum í hagfræði frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann útskrifaðist frá Yale árið 1997 og hefur starfað við Háskóla Íslands frá árinu 1996.

Rannsóknir hans hafa verið á ýmsum sviðum innan hagfræði og fjármála. Doktorsritgerð Gylfa fjallaði um búferlaflutninga og byggðaþróun á Íslandi.

Rannsóknir Gylfa Magnússonar hafa verið á ýmsum sviðum innan hagfræði og fjármála. Á myndinni sést Gylfi koma í mark í Háskólahlaupinu árið 2009.

Hann hefur töluvert skoðað ýmsa fleti á samkeppni, fyrst og fremst á íslenskum markaði, meðal annars með tækjum og tólum atvinnuvegahagfræði og leikjafræði. Hann hefur einnig notað leikjafræði til að greina deilur um nýtingu fiskstofna.

Undanfarin ár hefur hann einkum beint sjónum sínum að fjármálamörkuðum, bæði þeim innlenda og alþjóðamörkuðum. Hann hefur meðal annars greint stöðu og áhrif lífeyriskerfisins á íslenska markaðinum. Rannsóknir hans hafa bæði beinst að skilvirkni fjármálamarkaða, einkum hlutabréfamarkaða, en einnig að samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum þeirra. Einn flötur á því síðastnefnda er að skoða hvernig kynslóðir nýta fjármálamarkaði og skattkerfi til viðskipta sín á milli.

Þá hefur Gylfi lagt stund á rannsóknir innan þjóðhagfræði eða á mörkum þjóðhagfræði og fjármála, meðal annars um hlutverk seðlabanka sem þrautalánveitanda og myntsamstarf.

Gylfi hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum innan Háskóla Íslands en honum hafa einnig verið falin margvísleg stjórnunar- eða ráðgjafastörf utan skólans. Hann sat í ríkisstjórn sem viðskiptaráðherra og síðar efnahagsráðherra á árunum 2009 og 2010.

Gylfi er höfundur tveggja bóka en hefur einnig birt fjölmargar fræðigreinar og bókarkafla auk margvíslegs efnis sem ætlað er almenningi, meðal annars rúmlega 200 svör fyrir Vísindavef Háskóla Íslands.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...