Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Valgerður Andrésdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Valgerður Andrésdóttir er sérfræðingur á Tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Rannsóknir Valgerðar beinast aðallega að lífsferli mæði-visnuveiru, sem sýkir sauðfé, og samskiptum hennar við hýsilinn.

Tilraunstöðin að Keldum var stofnuð árið 1948 til þess að rannsaka sjúkdóma sem bárust til landsins með innflutningi á sauðfé frá Þýskalandi. Meðal þessara sjúkdóma voru visna og mæði, sem litla athygli höfðu fengið annars staðar, en íslenska féð reyndist mjög næmt fyrir. Það tókst að einangra veiru úr sýktum kindum, sem sýnt var fram á að olli báðum þessum sjúkdómum. Seinna kom í ljós að þessi veira er af sömu ættkvísl og veiran sem veldur alnæmi, HIV.

Rannsóknir Valgerðar beinast aðallega að lífsferli mæði-visnuveiru, sem sýkir sauðfé, og samskiptum hennar við hýsilinn.

HIV er nú mest rannsökuð af öllum veirum, en þó er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar. Enn hefur hvorki tekist að finna bóluefni við veirunni né lækningu. Þeir sem sýkjast þurfa að taka lyf alla ævi til að halda veirunni í skefjum, en læknast aldrei. Enn er því þörf á rannsóknum á eðli þessara veira og getur mæði-visnuveiran verið gott líkan fyrir HIV.

Dæmi um það hvernig mæði-visnuveira hefur nýst til skilnings á HIV eru rannsóknir á byggingu innlimunarensímsins integrasa, en þetta ensím úr HIV er erfitt í greiningu vegna þess hve torleyst það er og illa virkt utan frumu. Samsvarandi ensím úr mæði-visnuveiru reyndist hins vegar mjög auðvelt í greiningu. Veiran notar þetta ensím til þess að innlima erfðaefni sitt í litninga hýsilfrumunnar sem hún hefur sýkt, og er það meginástæðan fyrir því að veiran veldur ævilangri sýkingu. Þessi innlimun er eitt af lyfjamörkum fyrir HIV.

Annað dæmi er rannsóknir á veiruvörnum í frumum líkamans. Komið hefur í ljós að frumur manna og dýra hafa komið sér upp margháttuðum vörnum gegn veirum, en veirurnar hafa fundið leiðir fram hjá þessum vörnum, hver í sínum hýsli. Rannsóknir á veiruvörnum gegn mæði-visnuveiru hafa leitt í ljós nýja gerð veiruvarna sem getur nýst í baráttunni við HIV.

Valgerður er fædd í Reykjavík árið 1949. Hún lauk B.S.-námi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1972 og doktorsprófi í sameindaerfðafræði frá Edinborgarháskóla árið 1981. Hún vann við Frumulíffræðideild Landspítala á árunum 1981-1985, en hefur verið sérfræðingur á Keldum frá 1985.

Mynd:
  • Úr safni VA.

Útgáfudagur

13.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Valgerður Andrésdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2018, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75949.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 13. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Valgerður Andrésdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75949

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Valgerður Andrésdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2018. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75949>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Valgerður Andrésdóttir rannsakað?
Valgerður Andrésdóttir er sérfræðingur á Tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Rannsóknir Valgerðar beinast aðallega að lífsferli mæði-visnuveiru, sem sýkir sauðfé, og samskiptum hennar við hýsilinn.

Tilraunstöðin að Keldum var stofnuð árið 1948 til þess að rannsaka sjúkdóma sem bárust til landsins með innflutningi á sauðfé frá Þýskalandi. Meðal þessara sjúkdóma voru visna og mæði, sem litla athygli höfðu fengið annars staðar, en íslenska féð reyndist mjög næmt fyrir. Það tókst að einangra veiru úr sýktum kindum, sem sýnt var fram á að olli báðum þessum sjúkdómum. Seinna kom í ljós að þessi veira er af sömu ættkvísl og veiran sem veldur alnæmi, HIV.

Rannsóknir Valgerðar beinast aðallega að lífsferli mæði-visnuveiru, sem sýkir sauðfé, og samskiptum hennar við hýsilinn.

HIV er nú mest rannsökuð af öllum veirum, en þó er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar. Enn hefur hvorki tekist að finna bóluefni við veirunni né lækningu. Þeir sem sýkjast þurfa að taka lyf alla ævi til að halda veirunni í skefjum, en læknast aldrei. Enn er því þörf á rannsóknum á eðli þessara veira og getur mæði-visnuveiran verið gott líkan fyrir HIV.

Dæmi um það hvernig mæði-visnuveira hefur nýst til skilnings á HIV eru rannsóknir á byggingu innlimunarensímsins integrasa, en þetta ensím úr HIV er erfitt í greiningu vegna þess hve torleyst það er og illa virkt utan frumu. Samsvarandi ensím úr mæði-visnuveiru reyndist hins vegar mjög auðvelt í greiningu. Veiran notar þetta ensím til þess að innlima erfðaefni sitt í litninga hýsilfrumunnar sem hún hefur sýkt, og er það meginástæðan fyrir því að veiran veldur ævilangri sýkingu. Þessi innlimun er eitt af lyfjamörkum fyrir HIV.

Annað dæmi er rannsóknir á veiruvörnum í frumum líkamans. Komið hefur í ljós að frumur manna og dýra hafa komið sér upp margháttuðum vörnum gegn veirum, en veirurnar hafa fundið leiðir fram hjá þessum vörnum, hver í sínum hýsli. Rannsóknir á veiruvörnum gegn mæði-visnuveiru hafa leitt í ljós nýja gerð veiruvarna sem getur nýst í baráttunni við HIV.

Valgerður er fædd í Reykjavík árið 1949. Hún lauk B.S.-námi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1972 og doktorsprófi í sameindaerfðafræði frá Edinborgarháskóla árið 1981. Hún vann við Frumulíffræðideild Landspítala á árunum 1981-1985, en hefur verið sérfræðingur á Keldum frá 1985.

Mynd:
  • Úr safni VA.

...