Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Einar S. Björnsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Einar Stefán Björnsson hefur rannsakað meltingarsjúkdóma frá árinu 1991. Í fyrstu voru rannsóknir hans einkum á sviði hreyfinga í meltingarvegi en síðar sneri Einar sér að rannsóknum á ýmsum lifrarsjúkdómum.

Hreyfingar í maga- og skeifugörn og áhrif hækkaðs blóðsykurs, insúlíns og lyfja á hreyfingarmunstur í efri hluta meltingarvegar hafa verið viðfangsefni rannsókna Einars. Í doktorsritgerð hans var lýst nýju hreyfingarmynstri í skeifugörn hjá heilbrigðum einstaklingum, eins konar dælu sem dælir basísku vökvainnhaldi í skeifugörn inn í maga og hækkar þar með sýrustig í maga. Einar hefur einnig rannsakað ýmsar starfrænar truflanir og sýnt fram á aukna viðkvæmni í ristli og maga í tengslum við nærveru ýmissa næringarefna hjá sjúklingum með iðraólgu (e. irritable bowel syndrome).

Einar Stefán Björnsson hefur rannsakað meltingarsjúkdóma frá árinu 1991.

Mikilvægt rannsóknarviðfangsefni Einars hefur verið áhrif svonefndra prótónu-pumpu-hemla á örvun sýrumyndunar hjá heilbrigðum einstaklingum. Þessar rannsóknir hafa meðal annars lýst tengslum lyfja og meðferðar með þeim sem leitt geta til einkenna frá meltingarvegi. Einnig hefur verið sýnt fram á kynbundinn mun á skömmtum og lyfhrifum þessara lyfja. Rannsóknir á lifrarsjúkdómum hafa meðal annars snúist um lifrarskaða af völdum lyfja (e. drug-induced liver injury). Þær hafa meðal annars beinst að því að finna áhættuþætti fyrir slæmum horfum og lýsa náttúrlegum gangi sjúklinga með lifrarskaða af völdum lyfja.

Einar er fæddur árið 1958 og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1978. Hann stundaði nám í sálfræði í eitt ár og heimspeki í tvö ár við Háskóla Íslands en innritaðist síðan í læknadeild sama skóla og útskrifaðist þaðan 1989. Að því loknu fór Einar til Svíþjóðar og lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla 1994 og hlaut sérfræðiréttindi í lyf-og meltingarlækningum frá Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu.

Einar var nýdoktor í Ann Arbor, Michigan, og starfaði einnig við John Radcliffe-spítalann í Oxford í Bretlandi 2001. Hann var skipaður prófessor í meltingarlækningum 2006 við Gautaborgarháskóla. Einar hefur verið yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítalanum frá 2009 og var skipaður prófessor í meltingarlækningum 2009 og síðan prófessor í almennum lyflækningum og forstöðumaður fræðasviðs lyflækninga við Læknadeild Háskóla Íslands frá júni 2016.

Mynd:
  • Úr safni ESB.

Útgáfudagur

16.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Einar S. Björnsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2018. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75950.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 16. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Einar S. Björnsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75950

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Einar S. Björnsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2018. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75950>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Einar S. Björnsson rannsakað?
Einar Stefán Björnsson hefur rannsakað meltingarsjúkdóma frá árinu 1991. Í fyrstu voru rannsóknir hans einkum á sviði hreyfinga í meltingarvegi en síðar sneri Einar sér að rannsóknum á ýmsum lifrarsjúkdómum.

Hreyfingar í maga- og skeifugörn og áhrif hækkaðs blóðsykurs, insúlíns og lyfja á hreyfingarmunstur í efri hluta meltingarvegar hafa verið viðfangsefni rannsókna Einars. Í doktorsritgerð hans var lýst nýju hreyfingarmynstri í skeifugörn hjá heilbrigðum einstaklingum, eins konar dælu sem dælir basísku vökvainnhaldi í skeifugörn inn í maga og hækkar þar með sýrustig í maga. Einar hefur einnig rannsakað ýmsar starfrænar truflanir og sýnt fram á aukna viðkvæmni í ristli og maga í tengslum við nærveru ýmissa næringarefna hjá sjúklingum með iðraólgu (e. irritable bowel syndrome).

Einar Stefán Björnsson hefur rannsakað meltingarsjúkdóma frá árinu 1991.

Mikilvægt rannsóknarviðfangsefni Einars hefur verið áhrif svonefndra prótónu-pumpu-hemla á örvun sýrumyndunar hjá heilbrigðum einstaklingum. Þessar rannsóknir hafa meðal annars lýst tengslum lyfja og meðferðar með þeim sem leitt geta til einkenna frá meltingarvegi. Einnig hefur verið sýnt fram á kynbundinn mun á skömmtum og lyfhrifum þessara lyfja. Rannsóknir á lifrarsjúkdómum hafa meðal annars snúist um lifrarskaða af völdum lyfja (e. drug-induced liver injury). Þær hafa meðal annars beinst að því að finna áhættuþætti fyrir slæmum horfum og lýsa náttúrlegum gangi sjúklinga með lifrarskaða af völdum lyfja.

Einar er fæddur árið 1958 og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1978. Hann stundaði nám í sálfræði í eitt ár og heimspeki í tvö ár við Háskóla Íslands en innritaðist síðan í læknadeild sama skóla og útskrifaðist þaðan 1989. Að því loknu fór Einar til Svíþjóðar og lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla 1994 og hlaut sérfræðiréttindi í lyf-og meltingarlækningum frá Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu.

Einar var nýdoktor í Ann Arbor, Michigan, og starfaði einnig við John Radcliffe-spítalann í Oxford í Bretlandi 2001. Hann var skipaður prófessor í meltingarlækningum 2006 við Gautaborgarháskóla. Einar hefur verið yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítalanum frá 2009 og var skipaður prófessor í meltingarlækningum 2009 og síðan prófessor í almennum lyflækningum og forstöðumaður fræðasviðs lyflækninga við Læknadeild Háskóla Íslands frá júni 2016.

Mynd:
  • Úr safni ESB.

...