Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?

EDS

Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tímum.

Nöfnin Jón og Guðrún hafa verið algengustu eiginnöfn á Íslandi öldum saman. Hjónin Guðrún Þórðardóttir og Jón Halldórsson frá Laugabóli í Ísafirði við Ísafjarðardjúp. Telpan er óþekkt, líklega barnabarn þeirra.

Á vef Þjóðskjalasafnsins er Manntalsvefur þar sem leita má í nokkrum manntölum fyrri ára. Ekkert manntal var tekið árið 1918 en til eru manntöl fyrir árin 1910 og 1920 og vel er hægt að miða við manntalið 1920, til að skoða hvaða nöfn voru algeng fyrir 100 árum síðan, enda breytast nafnahefðir ekki hratt á milli ára.

Árið 1920 báru næstum 4.900 konur nafnið Guðrún sem fyrsta, annað eða jafnvel þriðja nafn. Næst algengast var nafnið Sigríður en það báru rétt tæplega 4.000 konur. Í þriðja sæti var svo nafnið Kristín og þar á eftir komu nöfnin Ingibjörg, Anna og Helga.

Eins og áður sagði var Jón algengasta karlmannsnafnið, rúmlega 4.300 báru það nafn. Guðmundur kom þar á eftir, tæplega 3000 og þriðja algengasta karlmannsnafnið var Sigurður, tæplega 2.500.

Algengustu eiginnöfn kvenna og karla í manntalinu 1920.

KvenmannsnöfnKarlmannsnöfn
Guðrún Jón
Sigríður Guðmundur
Kristín Sigurður
Ingibjörg Ólafur
Anna Magnús
Helga Kristján
Jóhanna Einar
Margrét Bjarni
MaríaBjörn

Til samanburður má nefna að algengustu kvenmannsnöfnin í dag eru Guðrún, Anna og Kristín en algengustu karlmannsnöfnin eru eins og áður Jón, Sigurður og Guðmundur.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

26.11.2018

Spyrjandi

Þorgerður Sigga Þráinsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75969.

EDS. (2018, 26. nóvember). Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75969

EDS. „Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75969>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?
Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tímum.

Nöfnin Jón og Guðrún hafa verið algengustu eiginnöfn á Íslandi öldum saman. Hjónin Guðrún Þórðardóttir og Jón Halldórsson frá Laugabóli í Ísafirði við Ísafjarðardjúp. Telpan er óþekkt, líklega barnabarn þeirra.

Á vef Þjóðskjalasafnsins er Manntalsvefur þar sem leita má í nokkrum manntölum fyrri ára. Ekkert manntal var tekið árið 1918 en til eru manntöl fyrir árin 1910 og 1920 og vel er hægt að miða við manntalið 1920, til að skoða hvaða nöfn voru algeng fyrir 100 árum síðan, enda breytast nafnahefðir ekki hratt á milli ára.

Árið 1920 báru næstum 4.900 konur nafnið Guðrún sem fyrsta, annað eða jafnvel þriðja nafn. Næst algengast var nafnið Sigríður en það báru rétt tæplega 4.000 konur. Í þriðja sæti var svo nafnið Kristín og þar á eftir komu nöfnin Ingibjörg, Anna og Helga.

Eins og áður sagði var Jón algengasta karlmannsnafnið, rúmlega 4.300 báru það nafn. Guðmundur kom þar á eftir, tæplega 3000 og þriðja algengasta karlmannsnafnið var Sigurður, tæplega 2.500.

Algengustu eiginnöfn kvenna og karla í manntalinu 1920.

KvenmannsnöfnKarlmannsnöfn
Guðrún Jón
Sigríður Guðmundur
Kristín Sigurður
Ingibjörg Ólafur
Anna Magnús
Helga Kristján
Jóhanna Einar
Margrét Bjarni
MaríaBjörn

Til samanburður má nefna að algengustu kvenmannsnöfnin í dag eru Guðrún, Anna og Kristín en algengustu karlmannsnöfnin eru eins og áður Jón, Sigurður og Guðmundur.

Heimildir og mynd:

...