Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Björnsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík. Viðfangsefni hennar í rannsóknum, kennslu og klínísku starfi hafa tengst svefni og svefnsjúkdómum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Erla stofnaði einnig sprotafyrirtækið Betri svefn á meðan hún var í doktorsnámi en það veitir hugræna atferlismeðferð við svefnleysi í gegnum Netið.

Erla hefur lagt mikla áherslu á að miðla vísindum til almennings og hefur verið ötull talsmaður bættra svefnvenja á opinberum vettvangi. Erla gaf út bókina Svefn árið 2017 en sú bók fjallar almennt um svefn, svefnsjúkdóma og leiðir til að bæta eigin svefnvenjur. Erla er varaformaðurHins íslenska svefnrannsóknafélags og hefur verið baráttumaður fyrir því að klukkunni á Íslandi verði breytt svo Ísland fylgi réttu tímabelti. Hún sat meðal annars nýverið í nefnd sem skipuð var af heilbrigðisráðherra og ætlað var að álykta um ávinning þess að leiðrétta klukkuna hér á landi. Erla hefur einnig stundað rannsóknir á tengsl svefnlengdar og svefnleysis við lungnasjúkdóma í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn.

Erla er ötull talsmaður bættra svefnvenja og þess að klukkunni á Íslandi verði breytt svo landið fylgi réttu tímabelti.

Erla er í dag framkvæmdastjóri Betri svefns, er einn rekstraraðila Sálfræðiráðgjafarinnar og starfar sem nýdoktor við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknir hennar í dag miða fyrst og fremst að því að auka aðgengi almennings að hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi. Erla fer fyrir rannsókn í samstarfi við heilsugæsluna þar sem skjólstæðingum ákveðinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu býðst gjaldfrjáls aðgangur að meðferð Betri svefns. Verið er að rannsaka hvernig úrræðið nýtist þessum hópi og hvort merkja megi minnkun í ávísunum svefnlyfja á þessum heilsugæslustöðvum. Erla hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín en hún var meðal annars ungur vísindamaður Landpítala árið 2014 og nýdoktorsverkefni hennar hlaut Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2017.

Erla hefur birt fjölda ritrýndra vísindagreina, og haldið erindi um rannsóknir sínar og störf á innlendum og erlendum vettvangi.

Erla er fædd 1982. Hún lauk stúdentsbrófi frá Menntaskólanum á Akureyri 2003, BS prófi frá Háskóla Íslands 2007 og cand psych prófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsnámi í líf og læknavísindum frá Háskóla Íslands 2015.

Mynd:
  • Úr safni EB.

Útgáfudagur

24.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Björnsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76031.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 24. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Björnsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76031

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Björnsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76031>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Björnsdóttir rannsakað?
Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík. Viðfangsefni hennar í rannsóknum, kennslu og klínísku starfi hafa tengst svefni og svefnsjúkdómum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Erla stofnaði einnig sprotafyrirtækið Betri svefn á meðan hún var í doktorsnámi en það veitir hugræna atferlismeðferð við svefnleysi í gegnum Netið.

Erla hefur lagt mikla áherslu á að miðla vísindum til almennings og hefur verið ötull talsmaður bættra svefnvenja á opinberum vettvangi. Erla gaf út bókina Svefn árið 2017 en sú bók fjallar almennt um svefn, svefnsjúkdóma og leiðir til að bæta eigin svefnvenjur. Erla er varaformaðurHins íslenska svefnrannsóknafélags og hefur verið baráttumaður fyrir því að klukkunni á Íslandi verði breytt svo Ísland fylgi réttu tímabelti. Hún sat meðal annars nýverið í nefnd sem skipuð var af heilbrigðisráðherra og ætlað var að álykta um ávinning þess að leiðrétta klukkuna hér á landi. Erla hefur einnig stundað rannsóknir á tengsl svefnlengdar og svefnleysis við lungnasjúkdóma í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn.

Erla er ötull talsmaður bættra svefnvenja og þess að klukkunni á Íslandi verði breytt svo landið fylgi réttu tímabelti.

Erla er í dag framkvæmdastjóri Betri svefns, er einn rekstraraðila Sálfræðiráðgjafarinnar og starfar sem nýdoktor við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknir hennar í dag miða fyrst og fremst að því að auka aðgengi almennings að hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi. Erla fer fyrir rannsókn í samstarfi við heilsugæsluna þar sem skjólstæðingum ákveðinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu býðst gjaldfrjáls aðgangur að meðferð Betri svefns. Verið er að rannsaka hvernig úrræðið nýtist þessum hópi og hvort merkja megi minnkun í ávísunum svefnlyfja á þessum heilsugæslustöðvum. Erla hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín en hún var meðal annars ungur vísindamaður Landpítala árið 2014 og nýdoktorsverkefni hennar hlaut Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2017.

Erla hefur birt fjölda ritrýndra vísindagreina, og haldið erindi um rannsóknir sínar og störf á innlendum og erlendum vettvangi.

Erla er fædd 1982. Hún lauk stúdentsbrófi frá Menntaskólanum á Akureyri 2003, BS prófi frá Háskóla Íslands 2007 og cand psych prófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsnámi í líf og læknavísindum frá Háskóla Íslands 2015.

Mynd:
  • Úr safni EB.

...