Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvarður Árnason rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Þorvarður Árnason er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. Á síðari árum hafa rannsóknir hans einkum beinst að fjórum sviðum; náttúrlegu landslagi og óbyggðum víðernum, náttúru- og umhverfisvernd, sjálfbærri ferðaþjónustu og loftslagsmálum. Rannsóknir Þorvarðar hafa oftast verið þverfaglegar og falla undir tiltölulega nýtt fræðasvið sem á íslensku hefur verið kallað umhverfishugvísindi. Þá hafa störf hans að ferðamálum yfirleitt verið hagnýt í þeim skilningi að tvinna saman rannsóknir og þróun á nýjum undirgreinum náttúrutengdrar ferðaþjónustu.

Á síðari árum hafa rannsóknir Þorvarðar einkum beinst að fjórum sviðum; náttúrlegu landslagi og óbyggðum víðernum, náttúru- og umhverfisvernd, sjálfbærri ferðaþjónustu og loftslagsmálum.

Þorvarður var verkefnastjóri Íslenska landslagsverkefnisins 2006-2009 sem er yfirgripsmesta rannsókn sem farið hefur fram á landslagi hérlendis. Verkefnið var unnið fyrir tilstilli Rammaáætlunar og laut að því að greina og flokka náttúrlegt landslag á Íslandi. Í þriðja áfanga Rammaáætlunar 2013-2017 hafði Þorvarður jafnframt umsjón með nokkrum fjölda minni verkefna sem vörðuðu landslag, meðal annars rýnihóparannsókn á landslagsmati almennings út frá ljósmyndum. Hann hefur einnig unnið að ýmsum verkefnum sem varða óbyggð víðerni, þar á meðal gerð tillagna um nýja aðferðafræði við kortlagningu þeirra á miðhálendi Íslands.

Þorvarður var einn aðalráðgjafa Vatnajökulsþjóðgarðs við gerð tillagna um fyrstu Stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins á árunum 2008-2010. Á meðal rannsókna- og þróunarverkefna í ferðamálum sem Þorvarður hefur stýrt má nefna NEED – Northern Environmental Education Development 2008-2011 og SAINT – Slow Adventure in Northern Territories 2015-2018.

Þorvarður fæst við ljósmyndun og kvikmyndagerð þegar tækifæri gefst frá öðrum störfum og gaf út ljósmyndabókina Jökulsárlón – árið um kring 2010.

Loftslagsmál hafa verið vaxandi þáttur í starfi Þorvarðar á undanförnum árum, einkum þá miðlun upplýsinga um áhrif þeirra á hornfirska jökla. Þar hefur Þorvarður aðallega leitast við að beita sjónrænum aðferðum sem byggja á þekkingu hans á landslagsljósmyndun og kvikmyndagerð. Af eldri verkefnum Þorvarðar mætti nefna rannsóknir á náttúrusýn og umhverfisvitund Íslendinga 1997-2003 og ýmis verkefni sem vörðuðu siðfræði og/eða fagurfræði náttúrunnar. Hann hefur einnig skrifað fræðigreinar um ljósmyndir og kvikmyndir.

Þorvarður hefur fengist við kennslu um langa hríð. Hann hafði aðalumsjón með námskeiðinu Siðfræði náttúrunnar frá 1998-2005 og hefur kennt vettvangsnámskeið um stjórnun friðlýstra svæða frá 2008. Þorvarður hefur jafnframt leiðbeint fjórum doktorsnemum og um það bil tuttugu meistaranemum. Þorvarður fæst við ljósmyndun og kvikmyndagerð þegar tækifæri gefst frá öðrum störfum og gaf út ljósmyndabókina Jökulsárlón – árið um kring 2010. Kvikmyndir Þorvarðar hafa meðal annars verið notaðar í þáttaröðinni Fjársjóður framtíðar.

Ljósmynd sem Þorvarður tók af norðurljósum við Hoffell.

Þorvarður fæddist í Reykjavík árið 1960. Hann lauk BS-námi í líffræði frá Háskóla Íslands 1985, BFA-námi í kvikmyndagerð frá Concordia-háskóla 1992 og PhD-námi í umhverfisfræðum frá Linköping-háskóla 2005. Þorvarður starfaði sem verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands (með hléum) 1993-2004, var framkvæmdastjóri Vísindasiðanefndar 1999-2001 og kennari í umhverfis- og náttúrufræðum við Háskólann á Hólum veturinn 2005-2006. Þorvarður var ráðinn forstöðumaður Rannsóknasetursins á Hornafirði um mitt ár 2006.

Myndir:

  • Úr safni ÞÁ.
  • Útgáfudagur

    15.8.2018

    Spyrjandi

    Ritstjórn

    Tilvísun

    Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvarður Árnason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2018, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76114.

    Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 15. ágúst). Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvarður Árnason rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76114

    Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvarður Árnason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2018. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76114>.

    Chicago | APA | MLA

    Senda grein til vinar

    =

    Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvarður Árnason rannsakað?
    Þorvarður Árnason er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. Á síðari árum hafa rannsóknir hans einkum beinst að fjórum sviðum; náttúrlegu landslagi og óbyggðum víðernum, náttúru- og umhverfisvernd, sjálfbærri ferðaþjónustu og loftslagsmálum. Rannsóknir Þorvarðar hafa oftast verið þverfaglegar og falla undir tiltölulega nýtt fræðasvið sem á íslensku hefur verið kallað umhverfishugvísindi. Þá hafa störf hans að ferðamálum yfirleitt verið hagnýt í þeim skilningi að tvinna saman rannsóknir og þróun á nýjum undirgreinum náttúrutengdrar ferðaþjónustu.

    Á síðari árum hafa rannsóknir Þorvarðar einkum beinst að fjórum sviðum; náttúrlegu landslagi og óbyggðum víðernum, náttúru- og umhverfisvernd, sjálfbærri ferðaþjónustu og loftslagsmálum.

    Þorvarður var verkefnastjóri Íslenska landslagsverkefnisins 2006-2009 sem er yfirgripsmesta rannsókn sem farið hefur fram á landslagi hérlendis. Verkefnið var unnið fyrir tilstilli Rammaáætlunar og laut að því að greina og flokka náttúrlegt landslag á Íslandi. Í þriðja áfanga Rammaáætlunar 2013-2017 hafði Þorvarður jafnframt umsjón með nokkrum fjölda minni verkefna sem vörðuðu landslag, meðal annars rýnihóparannsókn á landslagsmati almennings út frá ljósmyndum. Hann hefur einnig unnið að ýmsum verkefnum sem varða óbyggð víðerni, þar á meðal gerð tillagna um nýja aðferðafræði við kortlagningu þeirra á miðhálendi Íslands.

    Þorvarður var einn aðalráðgjafa Vatnajökulsþjóðgarðs við gerð tillagna um fyrstu Stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins á árunum 2008-2010. Á meðal rannsókna- og þróunarverkefna í ferðamálum sem Þorvarður hefur stýrt má nefna NEED – Northern Environmental Education Development 2008-2011 og SAINT – Slow Adventure in Northern Territories 2015-2018.

    Þorvarður fæst við ljósmyndun og kvikmyndagerð þegar tækifæri gefst frá öðrum störfum og gaf út ljósmyndabókina Jökulsárlón – árið um kring 2010.

    Loftslagsmál hafa verið vaxandi þáttur í starfi Þorvarðar á undanförnum árum, einkum þá miðlun upplýsinga um áhrif þeirra á hornfirska jökla. Þar hefur Þorvarður aðallega leitast við að beita sjónrænum aðferðum sem byggja á þekkingu hans á landslagsljósmyndun og kvikmyndagerð. Af eldri verkefnum Þorvarðar mætti nefna rannsóknir á náttúrusýn og umhverfisvitund Íslendinga 1997-2003 og ýmis verkefni sem vörðuðu siðfræði og/eða fagurfræði náttúrunnar. Hann hefur einnig skrifað fræðigreinar um ljósmyndir og kvikmyndir.

    Þorvarður hefur fengist við kennslu um langa hríð. Hann hafði aðalumsjón með námskeiðinu Siðfræði náttúrunnar frá 1998-2005 og hefur kennt vettvangsnámskeið um stjórnun friðlýstra svæða frá 2008. Þorvarður hefur jafnframt leiðbeint fjórum doktorsnemum og um það bil tuttugu meistaranemum. Þorvarður fæst við ljósmyndun og kvikmyndagerð þegar tækifæri gefst frá öðrum störfum og gaf út ljósmyndabókina Jökulsárlón – árið um kring 2010. Kvikmyndir Þorvarðar hafa meðal annars verið notaðar í þáttaröðinni Fjársjóður framtíðar.

    Ljósmynd sem Þorvarður tók af norðurljósum við Hoffell.

    Þorvarður fæddist í Reykjavík árið 1960. Hann lauk BS-námi í líffræði frá Háskóla Íslands 1985, BFA-námi í kvikmyndagerð frá Concordia-háskóla 1992 og PhD-námi í umhverfisfræðum frá Linköping-háskóla 2005. Þorvarður starfaði sem verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands (með hléum) 1993-2004, var framkvæmdastjóri Vísindasiðanefndar 1999-2001 og kennari í umhverfis- og náttúrufræðum við Háskólann á Hólum veturinn 2005-2006. Þorvarður var ráðinn forstöðumaður Rannsóknasetursins á Hornafirði um mitt ár 2006.

    Myndir:

  • Úr safni ÞÁ.
  • ...