Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær verður sandur að möl og möl að grjóti og grjót að steini?

EDS

Sandur, möl og steinar eru bergmylsna sem myndast hefur við rof og veðrun á föstu bergi. Roföflin sem oftast eru að verki eru jöklar, straumvötn, vindur og frost/þýða. Bergmylsna er flokkuð eftir kornastærð, það er þvermáli kornanna sem koma við sögu. Venjan er að miða við stærstu kornin en yfirleitt finnast fínni korn inn á milli.

Hnullungamöl í fjöru í Suður-Wales.

Í svari Sigurðar Steinþórsson við spurningunni Hvernig myndast sandsteinn og finnst hann á Íslandi? er að finna eftirfarandi flokkun setbergs eftir kornastærð samkvæmt skilgreiningum setlagafræðinnar þar sem d stendur fyrir þvermál korna:

Bergmylsnad (mm)
Leir< 0,002
Silt0,002-0,06
Sandur0,06-2
Möl2-64
Hnullungamöl64-256
Hnullungar>256

Samkvæmt þessu þá verður sandur að möl þegar kornin eru orðin stærri en 2 mm í þvermál. Í bók Þorleifs Einarssonar, Myndun og mótun lands, notar hann orðið steinar fyrir það sem hér er kallað hnullungamöl og því má segja að möl verði að steini þegar þvermál kornanna nær 64 mm.

Sandur hefur kornastærðina 0,06-2 mm.

Grjót er hins vegar ekki að finna í þessari flokkun og við gerð þessa svars fannst ekki jarðfræðileg skilgreining á því hugtaki. Íslensk orðabók hefur hins vegar þetta um grjót að segja: „steinar, einkum óhöggir“. Þetta gefur til kynna að grjót sé ekki mjög fínkorna en það fer sjálfsagt eftir máltilfinningu hvers og eins hvenær setkorn er orðið nógu stórt til þess að kallast grjót.

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

10.4.2019

Spyrjandi

Ísak Þór Björgvinsson

Tilvísun

EDS. „Hvenær verður sandur að möl og möl að grjóti og grjót að steini?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2019, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76156.

EDS. (2019, 10. apríl). Hvenær verður sandur að möl og möl að grjóti og grjót að steini? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76156

EDS. „Hvenær verður sandur að möl og möl að grjóti og grjót að steini?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2019. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76156>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær verður sandur að möl og möl að grjóti og grjót að steini?
Sandur, möl og steinar eru bergmylsna sem myndast hefur við rof og veðrun á föstu bergi. Roföflin sem oftast eru að verki eru jöklar, straumvötn, vindur og frost/þýða. Bergmylsna er flokkuð eftir kornastærð, það er þvermáli kornanna sem koma við sögu. Venjan er að miða við stærstu kornin en yfirleitt finnast fínni korn inn á milli.

Hnullungamöl í fjöru í Suður-Wales.

Í svari Sigurðar Steinþórsson við spurningunni Hvernig myndast sandsteinn og finnst hann á Íslandi? er að finna eftirfarandi flokkun setbergs eftir kornastærð samkvæmt skilgreiningum setlagafræðinnar þar sem d stendur fyrir þvermál korna:

Bergmylsnad (mm)
Leir< 0,002
Silt0,002-0,06
Sandur0,06-2
Möl2-64
Hnullungamöl64-256
Hnullungar>256

Samkvæmt þessu þá verður sandur að möl þegar kornin eru orðin stærri en 2 mm í þvermál. Í bók Þorleifs Einarssonar, Myndun og mótun lands, notar hann orðið steinar fyrir það sem hér er kallað hnullungamöl og því má segja að möl verði að steini þegar þvermál kornanna nær 64 mm.

Sandur hefur kornastærðina 0,06-2 mm.

Grjót er hins vegar ekki að finna í þessari flokkun og við gerð þessa svars fannst ekki jarðfræðileg skilgreining á því hugtaki. Íslensk orðabók hefur hins vegar þetta um grjót að segja: „steinar, einkum óhöggir“. Þetta gefur til kynna að grjót sé ekki mjög fínkorna en það fer sjálfsagt eftir máltilfinningu hvers og eins hvenær setkorn er orðið nógu stórt til þess að kallast grjót.

Myndir:

...