Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Jöklar og eldfjöll eru meðal helstu einkenna í jarðfræði Íslands. Mörg virkustu eldfjöll landsins eru þakin jökli. Fyrir vikið er eldvirkni í jöklum algeng hér á landi og yfir helmingur þekktra eldgosa á sögulegum tíma byrja sem gos undir jökli.

Gos undir jökli og jökulhlaupin sem fylgja hafa verið eitt helsta viðfangsefni Magnúsar Tuma. Hann hefur lagt áherslu á að safna margvíslegum gögnum um eldgosin, mæla hvernig jökullinn bregst við skyndilegri bráðnun við botninn, varmaskipti milli goss og jökuls, myndun bræðsluvatns og framrás þess undir jökli. Samhliða þessum rannsóknum hafa orðið til aðferðir við að mæla dýpi og stærð sigkatla í jöklum úr flugvél, einkum gegnum samstarf við Isavia, Landhelgisgæsluna og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þessar rannsóknir eru samofnar vöktun eldfjalla og eftirliti með eldgosum. Því hafa Magnús Tumi og samstarfsfólk við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands komið að vöktun eldgosa og umbrota undanfarin aldarfjórðung, meðal annars í eldgosunum í Gjálp 1996, Grímsvötnum 1998, 2004 og 2011, Heklu 2000, Eyjafjallajökli 2010 og öskjusigi Bárðarbungu og myndun Holuhrauns 2014-2015.

Gos undir jökli og jökulhlaupin sem fylgja hafa verið eitt helsta viðfangsefni Magnúsar Tuma. Myndin er tekin í Grímsvötnum árið 2011.

Samhliða könnun á eldgosunum sjálfum hefur Magnús Tumi unnið að rannsóknum á jarðhita, skammtímabreytingum á honum og afli jarðhitasvæða í Vatnajökli og Mýrdalsjökli. Þá hefur hann rannsakað gerð jarðmyndana, einkum móbergsfjalla og hrauna með þyngdarmælingum. Meðal nýlegra verkefna er fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni um Surtsey, myndun hennar og þróun jarðhita í eynni. Rannsóknin byggist einkum á gögnum sem fengi eru með kjarnaborunum en einnig jarðeðlisfræðilegum mælingum.

Magnús Tumi er fæddur 1961. Hann lærði jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og lauk þar BS-prófi. Þaðan fór hann til London í framhaldsnám og varði doktorsritgerð sína í jarðeðlisfræði við University College London (UCL) vorið 1992. Hann starfaði sem verkefnaráðinn sérfræðingur í jöklarannsóknum við Raunvísindastofnun Háskólans 1991-1994, varð dósent í jarðeðlisfræði 1995 og prófessor 2002. Auk kennslu og rannsókna við Raunvísindastofnun og síðar norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur Magnús sinnt stjórnun við Háskóla Íslands, var skorarformaður eðlisfræðiskorar 2005-2007, forstöðumaður Jarðvísindastofnunar 2008-2009, stjórnarformaður sömu stofnunar 2009-2012, deildarforseti Jarðvísindadeildar 2008-2014 og frá 2016. Þá hefur hann komið að félagsstörfum og meðal annars verið formaður Jöklarannsóknafélags Íslands í 20 ár, eða frá 1998.

Meðal nýlegra verkefna Magnúsar Tuma er fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni um Surtsey, myndun hennar og þróun jarðhita í eynni. Á myndinni sést Magnús Tumi ásamt Gæslumönnum við TF-LÍF í Surtsey.

Magnús Tumi hefur birt margar greinar um rannsóknir sínar í alþjóðlegum tímaritum í samvinnu við fjölmarga samstarfsaðila, innan- og utanlands. Hann hefur leiðbeint meistara- og doktorsnemum við Háskóla Íslands og tekið þátt í leiðbeiningu doktorsnema við erlenda háskóla. Á Jarðvísindastofnun er náið samstarf milli hópa á sviði jöklafræði, aflögunar eldfjalla, jarðefnafræði og eðlisrænnar eldfjallafræði. Þá er mikil samvinna um eldfjallavöktun og rannsóknir á eldgosavá við Veðurstofu Íslands. Þá á Magnús Tumi einnig í samstarfi við sérfræðinga á Íslenskum orkurannsóknum og Náttúrufræðistofnun Íslands. Auk greina í ritrýndum tímaritum hefur Magnús Tumi birt allmargar skýrslur og greinar á innlendum vettvangi um vá af völdum eldvirkni í jöklum og jökulhlaup. Þá hefur hann tekið þátt í fjölda funda fyrir almenning um sama efni auk kynninga í fjölmiðlum.

Myndir:
  • Úr safni MTG.

Útgáfudagur

24.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 24. september 2018. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76359.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 24. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76359

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2018. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76359>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson rannsakað?
Jöklar og eldfjöll eru meðal helstu einkenna í jarðfræði Íslands. Mörg virkustu eldfjöll landsins eru þakin jökli. Fyrir vikið er eldvirkni í jöklum algeng hér á landi og yfir helmingur þekktra eldgosa á sögulegum tíma byrja sem gos undir jökli.

Gos undir jökli og jökulhlaupin sem fylgja hafa verið eitt helsta viðfangsefni Magnúsar Tuma. Hann hefur lagt áherslu á að safna margvíslegum gögnum um eldgosin, mæla hvernig jökullinn bregst við skyndilegri bráðnun við botninn, varmaskipti milli goss og jökuls, myndun bræðsluvatns og framrás þess undir jökli. Samhliða þessum rannsóknum hafa orðið til aðferðir við að mæla dýpi og stærð sigkatla í jöklum úr flugvél, einkum gegnum samstarf við Isavia, Landhelgisgæsluna og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þessar rannsóknir eru samofnar vöktun eldfjalla og eftirliti með eldgosum. Því hafa Magnús Tumi og samstarfsfólk við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands komið að vöktun eldgosa og umbrota undanfarin aldarfjórðung, meðal annars í eldgosunum í Gjálp 1996, Grímsvötnum 1998, 2004 og 2011, Heklu 2000, Eyjafjallajökli 2010 og öskjusigi Bárðarbungu og myndun Holuhrauns 2014-2015.

Gos undir jökli og jökulhlaupin sem fylgja hafa verið eitt helsta viðfangsefni Magnúsar Tuma. Myndin er tekin í Grímsvötnum árið 2011.

Samhliða könnun á eldgosunum sjálfum hefur Magnús Tumi unnið að rannsóknum á jarðhita, skammtímabreytingum á honum og afli jarðhitasvæða í Vatnajökli og Mýrdalsjökli. Þá hefur hann rannsakað gerð jarðmyndana, einkum móbergsfjalla og hrauna með þyngdarmælingum. Meðal nýlegra verkefna er fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni um Surtsey, myndun hennar og þróun jarðhita í eynni. Rannsóknin byggist einkum á gögnum sem fengi eru með kjarnaborunum en einnig jarðeðlisfræðilegum mælingum.

Magnús Tumi er fæddur 1961. Hann lærði jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og lauk þar BS-prófi. Þaðan fór hann til London í framhaldsnám og varði doktorsritgerð sína í jarðeðlisfræði við University College London (UCL) vorið 1992. Hann starfaði sem verkefnaráðinn sérfræðingur í jöklarannsóknum við Raunvísindastofnun Háskólans 1991-1994, varð dósent í jarðeðlisfræði 1995 og prófessor 2002. Auk kennslu og rannsókna við Raunvísindastofnun og síðar norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur Magnús sinnt stjórnun við Háskóla Íslands, var skorarformaður eðlisfræðiskorar 2005-2007, forstöðumaður Jarðvísindastofnunar 2008-2009, stjórnarformaður sömu stofnunar 2009-2012, deildarforseti Jarðvísindadeildar 2008-2014 og frá 2016. Þá hefur hann komið að félagsstörfum og meðal annars verið formaður Jöklarannsóknafélags Íslands í 20 ár, eða frá 1998.

Meðal nýlegra verkefna Magnúsar Tuma er fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni um Surtsey, myndun hennar og þróun jarðhita í eynni. Á myndinni sést Magnús Tumi ásamt Gæslumönnum við TF-LÍF í Surtsey.

Magnús Tumi hefur birt margar greinar um rannsóknir sínar í alþjóðlegum tímaritum í samvinnu við fjölmarga samstarfsaðila, innan- og utanlands. Hann hefur leiðbeint meistara- og doktorsnemum við Háskóla Íslands og tekið þátt í leiðbeiningu doktorsnema við erlenda háskóla. Á Jarðvísindastofnun er náið samstarf milli hópa á sviði jöklafræði, aflögunar eldfjalla, jarðefnafræði og eðlisrænnar eldfjallafræði. Þá er mikil samvinna um eldfjallavöktun og rannsóknir á eldgosavá við Veðurstofu Íslands. Þá á Magnús Tumi einnig í samstarfi við sérfræðinga á Íslenskum orkurannsóknum og Náttúrufræðistofnun Íslands. Auk greina í ritrýndum tímaritum hefur Magnús Tumi birt allmargar skýrslur og greinar á innlendum vettvangi um vá af völdum eldvirkni í jöklum og jökulhlaup. Þá hefur hann tekið þátt í fjölda funda fyrir almenning um sama efni auk kynninga í fjölmiðlum.

Myndir:
  • Úr safni MTG.

...