Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Stefánsson rannsakað?

Andri Stefánsson er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Hann lauk MS-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1998 og doktorsprófi í jarðefnafræði frá ETH í Zürich í Sviss 2002.

Rannsóknir Andra hafa einkum beinst að efnafræði jarðhitavatns, samspili vatns og bergs, eðlisefnafræði jarðhitavökva og uppruna og hringrás rokgjarnra efna í jarðskorpunni. Um er að ræða bæði grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir í samvinnu við íslenska og erlenda rannsóknarhópa. Í dag stýrir Andri vísindahóp sem samanstendur af sérfræðingum, nýdoktorum og framhaldsnemum á sviði jarðefnafræði jarðhita við Háskóla Íslands.

Rannsóknir Andra hafa einkum beinst að efnafræði jarðhitavatns, samspili vatns og bergs, eðlisefnafræði jarðhitavökva og uppruna og hringrás rokgjarnra efna í arðskorpunni.

Í rannsóknum sínum hefur Andri einkum skoðað uppruna og flutning efna í jarðskorpunni og jarðhitakerfum. Um er að ræða lykilspurningar um eðli og gerð jarðskorpunnar og jarðhitakerfa. Jafnframt tengjast þessar rannsóknir hagnýtri þekkingu og nýtingu á jarðhitavökva til orkuöflunar. Til að svara þessum lykilspurningum hefur verið notast við efnasamsetningu og samsætuhlutföll vökva og steinda ásamt því að herma eftir þeim aðstæðum sem ríkja í jarðskorpunni og jarðhitakerfum með tilraunum og hermireikningum.

Spurningar sem Andri hefur leitast við að svara á sínum ferli eru til dæmis:
  • Hvernig safnast gull upp í jarðskorpunni í nægjanlegu mæli til að hægt sé að vinna slíkan góðmálm?
  • Hver er uppruni og hringrás rokgjarnra efna eins og vatns, kolefnis og brennisteins í jarðskorpunni?
  • Hvernig verður efnaorka til í jarðhitavatni sem notuð er í efnatillífandi örverur?
  • Hver er uppruni jarðhitavatnsins sem við nýtum, hvernig streymir það um jarðskorpuna og hvað er það gamalt?
  • Er hægt að farga koltvísýringi og brennisteini í jarðhitakerfi?

Að auki hefur Andri stundað rannsóknir og unnið að nýtingu jarðhita um heim allan, á Íslandi og í Norður og Mið-Ameríku, Asíu, Evrópu og Afríku. Niðurstöður rannsókna Andra hafa birst í yfir hundrað vísindagreinum og verið kynntar um heim allan.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

17.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundar

Ritstjórn Vísindavefsins

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslendinga. „Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Stefánsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2018. Sótt 18. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=76626.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslendinga. (2018, 17. nóvember). Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Stefánsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76626

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslendinga. „Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Stefánsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2018. Vefsíða. 18. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76626>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Stefán Sigurðsson

1972

Stefán Sigurðsson er dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild HÍ og forstöðumaður Rannsóknastofu í Krabbameinsfræðum. Stefán hefur mestan hluta starfsferils síns stundað grunnrannsóknir á krabbameinum.