Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Bjarni Már Magnússon stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Bjarni Már Magnússon er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík (HR) en þar hefur hann starfað frá árinu 2012. Bjarni Már kennir og stundar rannsóknir á sviði þjóðaréttar, einkum á sviði hafréttar. Hann hefur einnig fengist við rannsóknir um kynjajafnrétti í íþróttum.

Bjarni er höfundur bókarinnar The Continental Shelf beyond 200 Nautical Miles: Delineation, Delimitation and Dispute Settlement (Brill/Nijhoff 2015). Auk þess hefur Bjarni birt greinar í tímaritum á borð við International and Comparative Law Quarterly, Indian Journal of International Law, International Journal of Marine and Coastal Law og Ocean Development and International Law. Nýjasta rannsókn Bjarna var unnin með Finni Magnússyni aðjúnkt við Lagadeild Háskóla Íslands og nefnist Ytra fullveldi frá sjónarhorni þjóðaréttar. Hún birtist í ritinu Frjálst og fullvalda ríki: Ísland 1918-2018 sem Sögufélagið gefur út í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Bjarni kennir og stundar rannsóknir á sviði þjóðaréttar, einkum á sviði hafréttar.

Níkaragva og Sómalía hafa vísað í skrif Bjarna um afmörkun landgrunnsins utan 200 sjómílna í munnlegum málflutningi fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Auk þess hefur verið vísað til skrifa hans í alþjóðlegum kennslu- og fræðiritum, sem og tímaritsgreinum, á sviði þjóðaréttar, einkum hafréttar. Á vorönn 2016 var Bjarni gestafræðimaður við lagadeild Duke-háskóla sem Fulbright Arctic Initiative fræðimaður. Hann hefur haldið erindi í vísindaakademíu Bandaríkjanna og á ýmsum öðrum stöðum, til dæmis Hong Kong, Shanghai, Tókýó og Anchorage. Hann var í lagateymi Bangladess í máli Bangladess gegn Mjanmar fyrir alþjóðlega hafréttardómnum um afmörkun hafsvæða ríkjanna. Auk þess kom hann að vinnu fyrir Japan í hinu svonefnda hvalveiðimáli fyrir Alþjóðadómstólnum.

Á námstíma sínum í Edinborg var hann Chevening-styrkþegi og Cobb-Family-styrkþegi í Miami. Bjarni hefur sinnt ráðgjafarstörfum fyrir innlend og erlend stjórnvöld sem og alþjóðastofnanir.

Bjarni er fæddur í Gautaborg í Svíþjóð árið 1979. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1999, embættisprófi í lögfræði árið 2005, M.A.-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands árið 2007, LL.M.-gráðu í haf- og strandarétti frá lagadeild Miami-haskóla árið 2007. Bjarni öðlaðist lögmannsréttindi árið 2008 og lauk doktorsprófi frá lagadeild Edinborgarháskóla árið 2013.

Mynd:
  • Úr safni BMM.

Útgáfudagur

29.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Bjarni Már Magnússon stundað?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2018, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76739.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 29. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Bjarni Már Magnússon stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76739

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Bjarni Már Magnússon stundað?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2018. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76739>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Bjarni Már Magnússon stundað?
Bjarni Már Magnússon er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík (HR) en þar hefur hann starfað frá árinu 2012. Bjarni Már kennir og stundar rannsóknir á sviði þjóðaréttar, einkum á sviði hafréttar. Hann hefur einnig fengist við rannsóknir um kynjajafnrétti í íþróttum.

Bjarni er höfundur bókarinnar The Continental Shelf beyond 200 Nautical Miles: Delineation, Delimitation and Dispute Settlement (Brill/Nijhoff 2015). Auk þess hefur Bjarni birt greinar í tímaritum á borð við International and Comparative Law Quarterly, Indian Journal of International Law, International Journal of Marine and Coastal Law og Ocean Development and International Law. Nýjasta rannsókn Bjarna var unnin með Finni Magnússyni aðjúnkt við Lagadeild Háskóla Íslands og nefnist Ytra fullveldi frá sjónarhorni þjóðaréttar. Hún birtist í ritinu Frjálst og fullvalda ríki: Ísland 1918-2018 sem Sögufélagið gefur út í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Bjarni kennir og stundar rannsóknir á sviði þjóðaréttar, einkum á sviði hafréttar.

Níkaragva og Sómalía hafa vísað í skrif Bjarna um afmörkun landgrunnsins utan 200 sjómílna í munnlegum málflutningi fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Auk þess hefur verið vísað til skrifa hans í alþjóðlegum kennslu- og fræðiritum, sem og tímaritsgreinum, á sviði þjóðaréttar, einkum hafréttar. Á vorönn 2016 var Bjarni gestafræðimaður við lagadeild Duke-háskóla sem Fulbright Arctic Initiative fræðimaður. Hann hefur haldið erindi í vísindaakademíu Bandaríkjanna og á ýmsum öðrum stöðum, til dæmis Hong Kong, Shanghai, Tókýó og Anchorage. Hann var í lagateymi Bangladess í máli Bangladess gegn Mjanmar fyrir alþjóðlega hafréttardómnum um afmörkun hafsvæða ríkjanna. Auk þess kom hann að vinnu fyrir Japan í hinu svonefnda hvalveiðimáli fyrir Alþjóðadómstólnum.

Á námstíma sínum í Edinborg var hann Chevening-styrkþegi og Cobb-Family-styrkþegi í Miami. Bjarni hefur sinnt ráðgjafarstörfum fyrir innlend og erlend stjórnvöld sem og alþjóðastofnanir.

Bjarni er fæddur í Gautaborg í Svíþjóð árið 1979. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1999, embættisprófi í lögfræði árið 2005, M.A.-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands árið 2007, LL.M.-gráðu í haf- og strandarétti frá lagadeild Miami-haskóla árið 2007. Bjarni öðlaðist lögmannsréttindi árið 2008 og lauk doktorsprófi frá lagadeild Edinborgarháskóla árið 2013.

Mynd:
  • Úr safni BMM.

...