Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Jón Ólafsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Jón Ólafsson er prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann sinnir kennslu og rannsóknum á sviði menningarfræði við Íslensku- og menningardeild og í Rússlandsfræðum við Mála- og menningardeild.

Jón er fæddur í Reykjavík 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1984 og BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands 1989. Hann stundaði framhaldsnám í heimspeki við Columbia-háskóla í New York á árunum 1992 til 1999 og lauk doktorsprófi þaðan árið 2000. Hann lauk einnig gráðu í Rússlandsfræðum við sama skóla 1998. Jón varð fyrsti forstöðumaður Hugvísindastofnunar 1999 og gegndi því starfi til 2002. Hann starfaði með ReykjavíkurAkademíunni á árunum 2003 til 2005 og var stjórnarformaður hennar 2004 til 2006. Hann tók við starfi prófessors við Háskólann á Bifröst árið 2005 en stýrði Félagsvísindadeild skólans á árunum 2006 til 2011. Hann var aðstoðarrektor skólans 2011 til 2013. Frá ársbyrjun 2015 hefur Jón gegnt stöðu prófessors við Háskóla Íslands og er nú einnig formaður Gæðanefndar Háskólaráðs.

Helstu áhugamál Jóns í rannsóknum eru á sviði stjórnmálaheimspeki og stjórnmálakenninga í víðum skilningi – mestan áhuga hefur hann á viðfangsefnum sem liggja á mörkum heimspeki, stjórnmálafræði og sagnfræði ekki síst þeim sem menningarfræðin hefur helst snúist um: Vald, togstreita, yfirráð, frelsi, þekkingarframleiðsla og þekkingariðnaður – alræði, andóf og lýðræði.

Helstu áhugamál Jóns í rannsóknum eru á sviði stjórnmálaheimspeki og stjórnmálakenninga í víðum skilningi.

Í doktorsritgerð sinni fjallaði Jón um bandaríska heimspekinginn John Dewey, en verk hans og heimspekileg viðhorf hafa verið einn helsti innblástur hans síðan. Samhliða doktorsrannsóknum sínum vann Jón að bók um þátttöku íslenskra sósíalista í heimshreyfingu kommúnista Komintern og tengsl þeirra við ráðandi öfl í Sovétríkjunum um áratuga skeið.

Á árunum 1999 til 2005 vann Jón að ýmsum rannsóknum á sviði stjórnmálaheimspeki samhliða störfum sínum við Háskóla Íslands og síðar ReykjavíkurAkademíuna. Afrakstur þessara rannsókna er meðal annars greinasafnið Andóf, ágreiningur og áróður sem kom út árið 2009 í opnum aðgangi (sjá https://skemman.is/handle/1946/4566). Í nokkrum þeirra greina sem þar er að finna færir Jón rök fyrir því að andóf og andófsmenning sé nauðsynlegur hluti lýðræðislegrar þátttöku. Frjálslynt lýðræðissamfélag geti aldrei, án óréttmætrar valdbeitingar, skilgreint fyrirfram þátttökuleiðirnar sem almenningi standi til boða til að hafa áhrif á stefnu og ákvarðanir stjórnvalda.

Lýðræðisleg þátttaka hefur verið meginrannsóknarefni Jóns undanfarin ár, ekki síst leiðir til að færa stefnumótun og ákvarðanir til almennings. Hann hefur einnig fjallað talsvert um tilraunir á Íslandi til að taka upp nýja stjórnarskrá, um vinnu Stjórnlagaráðs og þjóðfundina sem haldnir voru eftir efnahagshrunið 2008. Hann ritstýrði greinasafninu Lýðræðistilraunir: Ísland í hruni og endurreisn árið 2014 og hefur tekið þátt í fjölmörgum ráðstefnum og birt greinar um borgaraþátttöku og þekkingarmiðað lýðræði. Jón hefur einnig verið ráðgjafi stjórnvalda um siðferði í opinberum störfum.

Mynd:

  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

19.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Jón Ólafsson stundað?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2018. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76883.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 19. desember). Hvaða rannsóknir hefur Jón Ólafsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76883

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Jón Ólafsson stundað?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2018. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76883>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Jón Ólafsson stundað?
Jón Ólafsson er prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann sinnir kennslu og rannsóknum á sviði menningarfræði við Íslensku- og menningardeild og í Rússlandsfræðum við Mála- og menningardeild.

Jón er fæddur í Reykjavík 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1984 og BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands 1989. Hann stundaði framhaldsnám í heimspeki við Columbia-háskóla í New York á árunum 1992 til 1999 og lauk doktorsprófi þaðan árið 2000. Hann lauk einnig gráðu í Rússlandsfræðum við sama skóla 1998. Jón varð fyrsti forstöðumaður Hugvísindastofnunar 1999 og gegndi því starfi til 2002. Hann starfaði með ReykjavíkurAkademíunni á árunum 2003 til 2005 og var stjórnarformaður hennar 2004 til 2006. Hann tók við starfi prófessors við Háskólann á Bifröst árið 2005 en stýrði Félagsvísindadeild skólans á árunum 2006 til 2011. Hann var aðstoðarrektor skólans 2011 til 2013. Frá ársbyrjun 2015 hefur Jón gegnt stöðu prófessors við Háskóla Íslands og er nú einnig formaður Gæðanefndar Háskólaráðs.

Helstu áhugamál Jóns í rannsóknum eru á sviði stjórnmálaheimspeki og stjórnmálakenninga í víðum skilningi – mestan áhuga hefur hann á viðfangsefnum sem liggja á mörkum heimspeki, stjórnmálafræði og sagnfræði ekki síst þeim sem menningarfræðin hefur helst snúist um: Vald, togstreita, yfirráð, frelsi, þekkingarframleiðsla og þekkingariðnaður – alræði, andóf og lýðræði.

Helstu áhugamál Jóns í rannsóknum eru á sviði stjórnmálaheimspeki og stjórnmálakenninga í víðum skilningi.

Í doktorsritgerð sinni fjallaði Jón um bandaríska heimspekinginn John Dewey, en verk hans og heimspekileg viðhorf hafa verið einn helsti innblástur hans síðan. Samhliða doktorsrannsóknum sínum vann Jón að bók um þátttöku íslenskra sósíalista í heimshreyfingu kommúnista Komintern og tengsl þeirra við ráðandi öfl í Sovétríkjunum um áratuga skeið.

Á árunum 1999 til 2005 vann Jón að ýmsum rannsóknum á sviði stjórnmálaheimspeki samhliða störfum sínum við Háskóla Íslands og síðar ReykjavíkurAkademíuna. Afrakstur þessara rannsókna er meðal annars greinasafnið Andóf, ágreiningur og áróður sem kom út árið 2009 í opnum aðgangi (sjá https://skemman.is/handle/1946/4566). Í nokkrum þeirra greina sem þar er að finna færir Jón rök fyrir því að andóf og andófsmenning sé nauðsynlegur hluti lýðræðislegrar þátttöku. Frjálslynt lýðræðissamfélag geti aldrei, án óréttmætrar valdbeitingar, skilgreint fyrirfram þátttökuleiðirnar sem almenningi standi til boða til að hafa áhrif á stefnu og ákvarðanir stjórnvalda.

Lýðræðisleg þátttaka hefur verið meginrannsóknarefni Jóns undanfarin ár, ekki síst leiðir til að færa stefnumótun og ákvarðanir til almennings. Hann hefur einnig fjallað talsvert um tilraunir á Íslandi til að taka upp nýja stjórnarskrá, um vinnu Stjórnlagaráðs og þjóðfundina sem haldnir voru eftir efnahagshrunið 2008. Hann ritstýrði greinasafninu Lýðræðistilraunir: Ísland í hruni og endurreisn árið 2014 og hefur tekið þátt í fjölmörgum ráðstefnum og birt greinar um borgaraþátttöku og þekkingarmiðað lýðræði. Jón hefur einnig verið ráðgjafi stjórnvalda um siðferði í opinberum störfum.

Mynd:

  • © Kristinn Ingvarsson.

...