Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er á tjá og tundri?

Guðrún Kvaran

Nafnorðið tjá er aðeins notað í orðasambandinu á tjá og tundri ‘í ruglingi, í óreiðu’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:1046) stendur:

Líklegast er að tjá sé upphaflega kvk.-orð, og tundur merkir vísast kveikiþráð eða ljóskveik, tákngildið ‘sprengiefni’ kemur naumast til greina.

Nafnorðið tjá er aðeins notað í orðasambandinu á tjá og tundri ‘í ruglingi, í óreiðu’.

Undir flettunni tundur segir Ásgeir enn fremur (1989:1069):

tundur h. ‘kveikiefni; sprengiefni; þurrt lækjarslý’; sbr. fær. tundur h. ‘kveikiefni, feyskjuviður; korkur’, nno. og sæ. tunder, d. tønder (fd. tunder) ‘kveikiefni’

Orðið á því ættingja í norrænum málum og einnig í öðrum germönskum málum: í fornensku tynder, tyndre kv. (nútíma ensku. tinder), miðlágþýsku. tunder, fornháþýsku. zuntar(a) kv., miðháþýsku. zünder (s.m.).

Eins og sást í dæminu um tjá í Orðsifjabókinni leit Ásgeir Blöndal svo á að það hafi upphaflega verið kvenkynsorð en gefur einnig upp hvorugkyn. Í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls er það aðeins beygt sem hvorugkynsorð. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er orðið sagt hvorugkyns en aðeins eitt dæmi er um endingu í þágufalli, það er tjái:

Í Austurríki var allt á tjái og tundri síðan Metternich fór.

Íslenska orðsifjabók má nálgast rafrænt á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað eru t.d. "usli", "tjár" (eða hvað, aldrei notað í nefnifalli, bara í "tjá og tundri") og "húfur"?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.7.2019

Spyrjandi

Örn Ó.

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er á tjá og tundri?“ Vísindavefurinn, 26. júlí 2019. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77499.

Guðrún Kvaran. (2019, 26. júlí). Hvað er á tjá og tundri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77499

Guðrún Kvaran. „Hvað er á tjá og tundri?“ Vísindavefurinn. 26. júl. 2019. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77499>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er á tjá og tundri?
Nafnorðið tjá er aðeins notað í orðasambandinu á tjá og tundri ‘í ruglingi, í óreiðu’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:1046) stendur:

Líklegast er að tjá sé upphaflega kvk.-orð, og tundur merkir vísast kveikiþráð eða ljóskveik, tákngildið ‘sprengiefni’ kemur naumast til greina.

Nafnorðið tjá er aðeins notað í orðasambandinu á tjá og tundri ‘í ruglingi, í óreiðu’.

Undir flettunni tundur segir Ásgeir enn fremur (1989:1069):

tundur h. ‘kveikiefni; sprengiefni; þurrt lækjarslý’; sbr. fær. tundur h. ‘kveikiefni, feyskjuviður; korkur’, nno. og sæ. tunder, d. tønder (fd. tunder) ‘kveikiefni’

Orðið á því ættingja í norrænum málum og einnig í öðrum germönskum málum: í fornensku tynder, tyndre kv. (nútíma ensku. tinder), miðlágþýsku. tunder, fornháþýsku. zuntar(a) kv., miðháþýsku. zünder (s.m.).

Eins og sást í dæminu um tjá í Orðsifjabókinni leit Ásgeir Blöndal svo á að það hafi upphaflega verið kvenkynsorð en gefur einnig upp hvorugkyn. Í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls er það aðeins beygt sem hvorugkynsorð. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er orðið sagt hvorugkyns en aðeins eitt dæmi er um endingu í þágufalli, það er tjái:

Í Austurríki var allt á tjái og tundri síðan Metternich fór.

Íslenska orðsifjabók má nálgast rafrænt á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað eru t.d. "usli", "tjár" (eða hvað, aldrei notað í nefnifalli, bara í "tjá og tundri") og "húfur"?

...