Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Þórir Jónsson Hraundal er lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þórir er stúdent frá MH, lauk BA-gráðu í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands 1998, og lagði stund á semitísk mál við Háskólann í Salamanca á Spáni. Hann lauk M.Litt.-gráðu við Cambridge-háskóla 2005 og varði doktorsritgerð sína í miðaldafræðum við Háskólann í Bergen árið 2013.

Þórir Jónsson Hraundal hefur rannsakað arabískar miðaldaheimildir um ferðir Skandinava í austurveg á víkingaöld. Hér sést hann á ráðstefnu í Aserbaísjan.

Þórir hefur aðallega lagt stund á rannsóknir á arabískum miðaldaheimildum um ferðir Skandinava í austurveg á víkingaöld. Meginframlag hans á því sviði er endurskoðun á vægi og framlagi arabískra landalýsinga og sagnfræðiverka fyrir þetta tímabil, sem og tenging þeirra við vitnisburð fornleifarannsókna. Þórir hlaut nýdoktorsstyrk frá Rannís til að halda áfram þeim rannsóknum eftir doktorsnám árin 2014-2016, og nýlega fór af stað verkefni til þriggja ára, einnig styrkt af Rannís þar sem þessar rannsóknir gegna nokkru hlutverki. Því verkefni stýrir Sverrir Jakobsson prófessor við Sagnfræðideild Háskóla Íslands.

Árið 2015 stofnaði Þórir námsleið í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Háskóla Íslands og hefur hann verið námsbrautarstjóri þar frá upphafi. Hann er einnig stjórnarmeðlimur í samtökum háskóla á Norðurlöndum sem kenna Mið-Austurlandafræði, Nordic Society for Middle Eastern Studies (NSMES).

Mynd:
  • ADU. (Sótt 22.05.2019).

Útgáfudagur

22.5.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2019, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77609.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 22. maí). Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77609

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2019. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77609>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað?
Þórir Jónsson Hraundal er lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þórir er stúdent frá MH, lauk BA-gráðu í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands 1998, og lagði stund á semitísk mál við Háskólann í Salamanca á Spáni. Hann lauk M.Litt.-gráðu við Cambridge-háskóla 2005 og varði doktorsritgerð sína í miðaldafræðum við Háskólann í Bergen árið 2013.

Þórir Jónsson Hraundal hefur rannsakað arabískar miðaldaheimildir um ferðir Skandinava í austurveg á víkingaöld. Hér sést hann á ráðstefnu í Aserbaísjan.

Þórir hefur aðallega lagt stund á rannsóknir á arabískum miðaldaheimildum um ferðir Skandinava í austurveg á víkingaöld. Meginframlag hans á því sviði er endurskoðun á vægi og framlagi arabískra landalýsinga og sagnfræðiverka fyrir þetta tímabil, sem og tenging þeirra við vitnisburð fornleifarannsókna. Þórir hlaut nýdoktorsstyrk frá Rannís til að halda áfram þeim rannsóknum eftir doktorsnám árin 2014-2016, og nýlega fór af stað verkefni til þriggja ára, einnig styrkt af Rannís þar sem þessar rannsóknir gegna nokkru hlutverki. Því verkefni stýrir Sverrir Jakobsson prófessor við Sagnfræðideild Háskóla Íslands.

Árið 2015 stofnaði Þórir námsleið í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Háskóla Íslands og hefur hann verið námsbrautarstjóri þar frá upphafi. Hann er einnig stjórnarmeðlimur í samtökum háskóla á Norðurlöndum sem kenna Mið-Austurlandafræði, Nordic Society for Middle Eastern Studies (NSMES).

Mynd:
  • ADU. (Sótt 22.05.2019).
...