Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Sverrir Jakobsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og birt niðurstöður þeirra rannsókna í bókinni Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 (2005) en einnig í ýmsum fræðigreinum á íslensku og erlendum tungumálum. Meðal þess sem féll undir þessa rannsókn voru sjálfsmyndir Íslendinga á þessum tíma, viðhorf til annarra þjóða, allt frá Norður-Ameríku til Austur-Asíu, hugmyndir um tíma og rúm og þróun íslenskra alfræðirita á miðöldum. Sverrir hefur lagt mikla áherslu á orðræðuna um þjóðerni á miðöldum og pólitískar og kristilegar hugmyndir um rými.

Sverrir hefur virkur í ýmsum fjölfaglegum og fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum. Hann stjórnaði fjölfaglegu verkefni um sögu Breiðfirðinga og hefur meðal annars ritað um elsta hluta þeirrar sögu í bókinni Saga Breiðfirðinga I. Fólk og rými frá landnámi til plágunnar miklu (2015). Í þeirri rannsókn var lögð áhersla á hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna, meðal annars í ferðaþjónustu, í samstarfi við Breiðafjarðarnefnd, söfn og sveitarstjórnir á svæðinu.

Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og pólitíska sögu 12. og 13. aldar.

Sverrir hefur unnið að rannsóknum á pólitískri sögu 12. og 13. aldar og má þar telja útgáfu hans á Hákonar sögu í ritröðinni Íslenzk fornrit (2013) og bókina Auðnaróðal. Baráttan um Ísland (2016). Þar er brugðið nýju ljósi á átök Sturlungaaldar og þá stjórnmálaþróun sem leiddi til þess að Íslendingar gengust undir Noregskonung. Um þessar mundir vinnur hann að rannsóknum á samskiptum Íslands og Austrómverska ríkisins.

Sverrir fæddist 1970 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1990. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði við Háskóla Íslands 1993 og öðru BA-prófi í grísku og latínu við Háskóla Íslands 2005. Hann varð MA í miðaldafræðum við Háskólann í Leeds 1994 og doktor í sagnfræði við Háskóla Íslands 2005. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands frá 2007 og gegnt stöðu prófessors frá 2014. Hann var formaður námsbrautar í sagnfræði 2014-2016.

Mynd:

Útgáfudagur

29.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sverrir Jakobsson stundað?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2018. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75129.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 29. janúar). Hvaða rannsóknir hefur Sverrir Jakobsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75129

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sverrir Jakobsson stundað?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2018. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75129>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Sverrir Jakobsson stundað?
Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og birt niðurstöður þeirra rannsókna í bókinni Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 (2005) en einnig í ýmsum fræðigreinum á íslensku og erlendum tungumálum. Meðal þess sem féll undir þessa rannsókn voru sjálfsmyndir Íslendinga á þessum tíma, viðhorf til annarra þjóða, allt frá Norður-Ameríku til Austur-Asíu, hugmyndir um tíma og rúm og þróun íslenskra alfræðirita á miðöldum. Sverrir hefur lagt mikla áherslu á orðræðuna um þjóðerni á miðöldum og pólitískar og kristilegar hugmyndir um rými.

Sverrir hefur virkur í ýmsum fjölfaglegum og fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum. Hann stjórnaði fjölfaglegu verkefni um sögu Breiðfirðinga og hefur meðal annars ritað um elsta hluta þeirrar sögu í bókinni Saga Breiðfirðinga I. Fólk og rými frá landnámi til plágunnar miklu (2015). Í þeirri rannsókn var lögð áhersla á hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna, meðal annars í ferðaþjónustu, í samstarfi við Breiðafjarðarnefnd, söfn og sveitarstjórnir á svæðinu.

Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og pólitíska sögu 12. og 13. aldar.

Sverrir hefur unnið að rannsóknum á pólitískri sögu 12. og 13. aldar og má þar telja útgáfu hans á Hákonar sögu í ritröðinni Íslenzk fornrit (2013) og bókina Auðnaróðal. Baráttan um Ísland (2016). Þar er brugðið nýju ljósi á átök Sturlungaaldar og þá stjórnmálaþróun sem leiddi til þess að Íslendingar gengust undir Noregskonung. Um þessar mundir vinnur hann að rannsóknum á samskiptum Íslands og Austrómverska ríkisins.

Sverrir fæddist 1970 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1990. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði við Háskóla Íslands 1993 og öðru BA-prófi í grísku og latínu við Háskóla Íslands 2005. Hann varð MA í miðaldafræðum við Háskólann í Leeds 1994 og doktor í sagnfræði við Háskóla Íslands 2005. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands frá 2007 og gegnt stöðu prófessors frá 2014. Hann var formaður námsbrautar í sagnfræði 2014-2016.

Mynd:

...