Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:49 • Sest 17:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:38 • Síðdegis: 16:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:55 • Síðdegis: 22:21 í Reykjavík

Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag?

EDS

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Heyrði einhvern í viðtalsþætti (um eitthvað allt annað) halda því blákalt fram að það væri ekki lengra síðan en á 10. áratug síðustu aldar sem jarðarbúar voru helmingi færri en í dag - Getur þetta virkilega staðist?

Þegar þetta er skrifað, vorið 2020, er talið að jarðarbúar séu um það bil 7,8 milljarðar, helmingi fleiri en þeir voru árið 1973.

Í gegnum árþúsundir fjölgaði mannkyninu hægt en síðustu aldir hefur vöxturinn verið gríðarlegur. Rétt eftir 1800 náðu jarðarbúar því að vera einn milljarður. Það tók rúma öld að bæta næsta milljarði við en talið er að árið 1927 hafi íbúar jarðar verið tveir milljarðar. Styttri tíma, eða 33 ár, tók að ná þremur milljörðum en það var árið 1960. Það tók svo 15 ár að komast yfir fjögurra milljarða markið en það gerðist 1975. Síðan þá hafa liðið um 12 ár á milli þess sem nýjum milljarði er náð. Mannkynið fór yfir fimm milljarða 1987, sex milljarða 1999 og sjö milljarða 2011.

Þróun mannfjölda á jörðinni frá 1950 og mannfjöldaspá til 2100.

Tíminn sem það tekur að bæta næsta milljarði við er að lengjast aftur. Því er spáð að árið 2024 verði jarðarbúar orðnir átta milljarðar og rétt eftir miðja öldina verið farið yfir 10 milljarða markið.

Áhugasömum er bent á vefinn Our World in Data þar sem finna má ýmsar greinar og upplýsingar um tölfræði heimsins.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

17.7.2019

Spyrjandi

Örn Ó.

Tilvísun

EDS. „Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2019. Sótt 26. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=77801.

EDS. (2019, 17. júlí). Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77801

EDS. „Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2019. Vefsíða. 26. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77801>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Heyrði einhvern í viðtalsþætti (um eitthvað allt annað) halda því blákalt fram að það væri ekki lengra síðan en á 10. áratug síðustu aldar sem jarðarbúar voru helmingi færri en í dag - Getur þetta virkilega staðist?

Þegar þetta er skrifað, vorið 2020, er talið að jarðarbúar séu um það bil 7,8 milljarðar, helmingi fleiri en þeir voru árið 1973.

Í gegnum árþúsundir fjölgaði mannkyninu hægt en síðustu aldir hefur vöxturinn verið gríðarlegur. Rétt eftir 1800 náðu jarðarbúar því að vera einn milljarður. Það tók rúma öld að bæta næsta milljarði við en talið er að árið 1927 hafi íbúar jarðar verið tveir milljarðar. Styttri tíma, eða 33 ár, tók að ná þremur milljörðum en það var árið 1960. Það tók svo 15 ár að komast yfir fjögurra milljarða markið en það gerðist 1975. Síðan þá hafa liðið um 12 ár á milli þess sem nýjum milljarði er náð. Mannkynið fór yfir fimm milljarða 1987, sex milljarða 1999 og sjö milljarða 2011.

Þróun mannfjölda á jörðinni frá 1950 og mannfjöldaspá til 2100.

Tíminn sem það tekur að bæta næsta milljarði við er að lengjast aftur. Því er spáð að árið 2024 verði jarðarbúar orðnir átta milljarðar og rétt eftir miðja öldina verið farið yfir 10 milljarða markið.

Áhugasömum er bent á vefinn Our World in Data þar sem finna má ýmsar greinar og upplýsingar um tölfræði heimsins.

Heimildir:

...