Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík

Af hverju heitir fjallið Laki, sem Lakagígar eru nefndir eftir?

Hallgrímur J. Ámundason

Örnefni með nafnliðnum laki kemur fyrir á nokkrum stöðum á Íslandi. Lakahnúkar og Lakadalur eru til dæmis á Hellisheiði, Lakafjöll eru norðan við Víðidalsfjöll fyrir austan Jökulsá á Fjöllum og stakir Lakar eru á fleiri stöðum á landinu. Þekktastur allra Laka og jafnvel frægur að endemum er þó Laki á Síðumannaafrétti í Vestur-Skaftafellssýslu. Við hann eru kenndir Lakagígar sem urðu til í Skaftáráeldum á síðari hluta 18. aldar. Laki er móbergsfjall og stendur í miðri gígaröðinni en er eldri en þeir eins og sést á því að gossprungan gengur þvert í gegnum fjallið.

Laki á Síðumannaafrétti í Vestur-Skaftafellssýslu.

Örnefnið er að vissu leyti torkennilegt nútímafólki sem ekki er vant að fást við innyfli húsdýra í sláturtíð. Jórturdýr eins og kindur og kýr, og raunar einnig hreindýr og gíraffar, hafa fjórskiptan maga sem annast meltingu og niðurbrot fæðunnar. Þegar vélindanu sleppir tekur við vömbin sjálf, þá keppurinn, síðan lakinn og loks vinstrið.

Það sem einkennir lakann, hinn þriðja af fjórum magahólfum jórturdýra, eru fellingar hans og það eru einmitt þær sem ætla má að vísað sé til þegar örnefni eru kennd við laka. Myndin er fengin úr líffærafræðibók húsdýra frá 1914 og sýnir laka úr jórturdýrinu uxa.

Það sem einkennir lakann, hinn þriðja af fjórum magahólfum jórturdýra, eru fellingar hans og það eru einmitt þær sem ætla má að vísað sé til þegar örnefni eru kennd við laka. Örnefni sem hafa að geyma nafnhlutann laka eru þá með einkennandi fellingar og hafa minnt fólk á matarkeppinn.

Myndir:

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

25.11.2019

Spyrjandi

Andri Thorlacius

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Af hverju heitir fjallið Laki, sem Lakagígar eru nefndir eftir?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2019. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=77907.

Hallgrímur J. Ámundason. (2019, 25. nóvember). Af hverju heitir fjallið Laki, sem Lakagígar eru nefndir eftir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77907

Hallgrímur J. Ámundason. „Af hverju heitir fjallið Laki, sem Lakagígar eru nefndir eftir?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2019. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77907>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir fjallið Laki, sem Lakagígar eru nefndir eftir?
Örnefni með nafnliðnum laki kemur fyrir á nokkrum stöðum á Íslandi. Lakahnúkar og Lakadalur eru til dæmis á Hellisheiði, Lakafjöll eru norðan við Víðidalsfjöll fyrir austan Jökulsá á Fjöllum og stakir Lakar eru á fleiri stöðum á landinu. Þekktastur allra Laka og jafnvel frægur að endemum er þó Laki á Síðumannaafrétti í Vestur-Skaftafellssýslu. Við hann eru kenndir Lakagígar sem urðu til í Skaftáráeldum á síðari hluta 18. aldar. Laki er móbergsfjall og stendur í miðri gígaröðinni en er eldri en þeir eins og sést á því að gossprungan gengur þvert í gegnum fjallið.

Laki á Síðumannaafrétti í Vestur-Skaftafellssýslu.

Örnefnið er að vissu leyti torkennilegt nútímafólki sem ekki er vant að fást við innyfli húsdýra í sláturtíð. Jórturdýr eins og kindur og kýr, og raunar einnig hreindýr og gíraffar, hafa fjórskiptan maga sem annast meltingu og niðurbrot fæðunnar. Þegar vélindanu sleppir tekur við vömbin sjálf, þá keppurinn, síðan lakinn og loks vinstrið.

Það sem einkennir lakann, hinn þriðja af fjórum magahólfum jórturdýra, eru fellingar hans og það eru einmitt þær sem ætla má að vísað sé til þegar örnefni eru kennd við laka. Myndin er fengin úr líffærafræðibók húsdýra frá 1914 og sýnir laka úr jórturdýrinu uxa.

Það sem einkennir lakann, hinn þriðja af fjórum magahólfum jórturdýra, eru fellingar hans og það eru einmitt þær sem ætla má að vísað sé til þegar örnefni eru kennd við laka. Örnefni sem hafa að geyma nafnhlutann laka eru þá með einkennandi fellingar og hafa minnt fólk á matarkeppinn.

Myndir:

...