Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gætuð þið frætt mig um fjallageitur?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Gætuð þið sagt mér allt um fjallageitur, mountain goats. Lífsskilyrði, heimkynni, hvernig fóstur verður til hjá þeim og lífslíkur eftir fæðingu.

Fjallageitur eða klettafjallageitur (Oreamnos americanus, e. Rocky Mountain goat) eins og heiti þeirra er þýtt í Dýra- og plöntuorðabókinni, eiga heimkynni sín í Klettafjöllum, Fossafjöllum og öðru fjalllendi í vesturhluta Norður-Ameríku allt frá Alaska til Colorado. Tegundin er af ætt slíðurhyrninga (Bovidae) líkt og nautgripir, sauðfé, geitfé og antílópur og tilheyrir ættkvíslinni Oreamnos ein tegunda. Önnur tegund af ættkvíslinni, Oreamnos harringtoni, lifði áður í suðurhluta Klettafjallanna en er löngu útdauð.

Líffræðingar telja að fjallageitin hafi borist til Ameríku yfir Beringssund frá Asíu á síðustu ísöld en eftir hlýnun hafi hún einangrast í fjalllendinu í vesturhluta Norður-Ameríku og þróast þar.

Fjallageitur (Oreamnos americanus) lifa í fjalllendi í vesturhluta Norður-Ameríku.

Hafur fjallageitarinnar er venjulega um einn metri á herðakamb og er áberandi stærri en huðnan. Fullorðin dýr eru á bilinu 45 til 140 kg að þyngd, hafrarnir mun þyngri en huðnurnar. Bæði kynin hafa horn, 20-30 cm löng, en horn hafranna eru bæði lengri og sverari en hjá huðnunum. Einnig hafa bæði kynin hökuskegg.

Eins og áður kom fram og nafn þeirra gefur til kynna halda fjallageitur sig aðallega í fjallendi, venjulega í 1.000 til 5.000 metra hæð. Þær eru afar vel aðlagaðar að lífi í klettum og bröttum hlíðum og geta athafnað sig í allt að 60° bratta. Klaufir þeirra geta spennst í sundur og á jöðrum klaufanna eru eins konar púðar sem tryggja gott grip á klettum. Aðlögunin er einnig greinileg á líkamsbyggingu dýranna en fjallageitur hafa afar öfluga axla- og hálsvöðva sem veita þeim kraft til að ferðast um brattann.

Fengitími fjallageita er yfirleitt frá október fram í fyrri hluta desember. Eftir fengitíma halda kynin sig frá hvort öðru. Huðnurnar mynda laustengda hópa allt að 50 dýr saman en karldýrin eru meiri einfarar. Þó má stundum má sjá tvo til þrjá hafra saman. Eftir um það bil sex mánaða meðgöngu bera huðnurnar kiðling á afviknum stað. Yfirleitt er afkvæmið aðeins eitt, stundum tvö en mjög sjaldan þrjú. Eins og venjan er með dýr af þessari ætt þá eru afkvæmin afar bráðþroska og ná að fylgja móður sinni eftir í þessu erfiða landslagi eftir aðeins tvo til þrjá daga. Kiðlingar eru á spena í þrjá til fjóra mánuði en fylgja móður sinni í ár þar til hún ber afkvæmi að nýju.

Huðnurnar halda sig gjarnan í litlum hópum með kiðlingana sína.

Árásarhneigð er vel þekkt hjá báðum kynjum. Huðnurnar geta barist innbyrðis um pláss og fæðu en meira sjónarspil er þó hjá höfrunum þegar þeir takast á um hylli og aðgang að kvendýrunum um fengitímann. Baráttan er þó sjaldnast mjög hatrömm heldur fylgir yfirleitt mikið látbragð og oftast enda einvígin án þess að nokkur beri varanlegan skaða af.

Dæmi er um að fjallageit hafi náð 18 ára aldri en sjaldgæft er að þær verði meira en 12 ára. Eins og með öll villt spendýr þá er dánartíðni hæst meðal yngstu dýranna. Rannsóknir á fjallageitum í Bitterroot-fjöllum í Montana hafa sýnt að 67-71% kiðlinga ná eins árs aldri og rannsóknir í Buena Vista í Colorado sýna fram á lífslíkur upp á 52-69% fram að 6 mánaða aldri.

Afræningjar fjallageita eru fjölmargir. Stór rándýr eins og úlfar (Canis lupus), jarfar (Gulo gulo), birnir (Ursus sp.) og gaupur (Lynx rufus) veiða fjallageitur á öllum aldursstigum ef tækifæri gefst. Sennilega eru fjallaljón (Puma concolor) þó meginafræningi fjallageita í Klettafjöllunum í austurhluta Bandaríkjanna. Stórir ernir svo sem gullernir (Aquila chrysaetos) geta einnig verið umtalsverð ógn fyrir kiðlingana.

Fjallageitur geta sýnt mönnum árásargirni og því er fólk varað við því að nálgast þær. Vitað er um eitt tilvik þar sem fjallageit olli dauða ferðamanns.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.1.2020

Spyrjandi

Anna-Lovisa Dürholt

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætuð þið frætt mig um fjallageitur?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2020, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78213.

Jón Már Halldórsson. (2020, 21. janúar). Gætuð þið frætt mig um fjallageitur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78213

Jón Már Halldórsson. „Gætuð þið frætt mig um fjallageitur?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2020. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78213>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gætuð þið frætt mig um fjallageitur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Gætuð þið sagt mér allt um fjallageitur, mountain goats. Lífsskilyrði, heimkynni, hvernig fóstur verður til hjá þeim og lífslíkur eftir fæðingu.

Fjallageitur eða klettafjallageitur (Oreamnos americanus, e. Rocky Mountain goat) eins og heiti þeirra er þýtt í Dýra- og plöntuorðabókinni, eiga heimkynni sín í Klettafjöllum, Fossafjöllum og öðru fjalllendi í vesturhluta Norður-Ameríku allt frá Alaska til Colorado. Tegundin er af ætt slíðurhyrninga (Bovidae) líkt og nautgripir, sauðfé, geitfé og antílópur og tilheyrir ættkvíslinni Oreamnos ein tegunda. Önnur tegund af ættkvíslinni, Oreamnos harringtoni, lifði áður í suðurhluta Klettafjallanna en er löngu útdauð.

Líffræðingar telja að fjallageitin hafi borist til Ameríku yfir Beringssund frá Asíu á síðustu ísöld en eftir hlýnun hafi hún einangrast í fjalllendinu í vesturhluta Norður-Ameríku og þróast þar.

Fjallageitur (Oreamnos americanus) lifa í fjalllendi í vesturhluta Norður-Ameríku.

Hafur fjallageitarinnar er venjulega um einn metri á herðakamb og er áberandi stærri en huðnan. Fullorðin dýr eru á bilinu 45 til 140 kg að þyngd, hafrarnir mun þyngri en huðnurnar. Bæði kynin hafa horn, 20-30 cm löng, en horn hafranna eru bæði lengri og sverari en hjá huðnunum. Einnig hafa bæði kynin hökuskegg.

Eins og áður kom fram og nafn þeirra gefur til kynna halda fjallageitur sig aðallega í fjallendi, venjulega í 1.000 til 5.000 metra hæð. Þær eru afar vel aðlagaðar að lífi í klettum og bröttum hlíðum og geta athafnað sig í allt að 60° bratta. Klaufir þeirra geta spennst í sundur og á jöðrum klaufanna eru eins konar púðar sem tryggja gott grip á klettum. Aðlögunin er einnig greinileg á líkamsbyggingu dýranna en fjallageitur hafa afar öfluga axla- og hálsvöðva sem veita þeim kraft til að ferðast um brattann.

Fengitími fjallageita er yfirleitt frá október fram í fyrri hluta desember. Eftir fengitíma halda kynin sig frá hvort öðru. Huðnurnar mynda laustengda hópa allt að 50 dýr saman en karldýrin eru meiri einfarar. Þó má stundum má sjá tvo til þrjá hafra saman. Eftir um það bil sex mánaða meðgöngu bera huðnurnar kiðling á afviknum stað. Yfirleitt er afkvæmið aðeins eitt, stundum tvö en mjög sjaldan þrjú. Eins og venjan er með dýr af þessari ætt þá eru afkvæmin afar bráðþroska og ná að fylgja móður sinni eftir í þessu erfiða landslagi eftir aðeins tvo til þrjá daga. Kiðlingar eru á spena í þrjá til fjóra mánuði en fylgja móður sinni í ár þar til hún ber afkvæmi að nýju.

Huðnurnar halda sig gjarnan í litlum hópum með kiðlingana sína.

Árásarhneigð er vel þekkt hjá báðum kynjum. Huðnurnar geta barist innbyrðis um pláss og fæðu en meira sjónarspil er þó hjá höfrunum þegar þeir takast á um hylli og aðgang að kvendýrunum um fengitímann. Baráttan er þó sjaldnast mjög hatrömm heldur fylgir yfirleitt mikið látbragð og oftast enda einvígin án þess að nokkur beri varanlegan skaða af.

Dæmi er um að fjallageit hafi náð 18 ára aldri en sjaldgæft er að þær verði meira en 12 ára. Eins og með öll villt spendýr þá er dánartíðni hæst meðal yngstu dýranna. Rannsóknir á fjallageitum í Bitterroot-fjöllum í Montana hafa sýnt að 67-71% kiðlinga ná eins árs aldri og rannsóknir í Buena Vista í Colorado sýna fram á lífslíkur upp á 52-69% fram að 6 mánaða aldri.

Afræningjar fjallageita eru fjölmargir. Stór rándýr eins og úlfar (Canis lupus), jarfar (Gulo gulo), birnir (Ursus sp.) og gaupur (Lynx rufus) veiða fjallageitur á öllum aldursstigum ef tækifæri gefst. Sennilega eru fjallaljón (Puma concolor) þó meginafræningi fjallageita í Klettafjöllunum í austurhluta Bandaríkjanna. Stórir ernir svo sem gullernir (Aquila chrysaetos) geta einnig verið umtalsverð ógn fyrir kiðlingana.

Fjallageitur geta sýnt mönnum árásargirni og því er fólk varað við því að nálgast þær. Vitað er um eitt tilvik þar sem fjallageit olli dauða ferðamanns.

Heimildir og myndir:

...