Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Pétur Orri Heiðarsson er dósent í lífefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúast að miklu leyti um að skilja eiginleika og hlutverk prótína og kjarnsýra. Til þess notar hann þverfaglegar aðferðir með rætur í eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Megináhersla í rannsóknum Péturs Orra er að nota svokallaðar einsameinda-aðferðir til þess að skilja eðliseiginleika óreiðukenndra prótína, sérstaklega þeirra sem víxlverka við erfðaefnið DNA.

Rannsóknir Péturs snúast að miklu leyti um að skilja eiginleika og hlutverk prótína og kjarnsýra.

Skilningur okkar á prótínum hefur hingað til byggt á því að rannsaka þrívíða byggingu þeirra, sem er einstök fyrir hvert prótín og skilgreinir oft hlutverk þess. Á síðustu árum hefur hins vegar komið í ljós að í flóknari lífverum, líkt og mönnum, hefur stór hluti prótína enga fasta þrívíða byggingu en eru þó virk. Þessi prótín spila oft lykilhlutverk í boðleiðum frumunnar og við stjórn genatjáningar, og mörg þeirra hafa sterk tengsl við sjúkdóma á borð við krabbamein og taugahrörnun. Lítið er þó vitað um hvernig þessi prótín virka á sameindalegum grunni. Hefðbundnar aðferðir til þess að greina meðal annars byggingu prótína duga lítt á þessi „óreiðu“-prótín. Það er að hluta til vegna þess að hefðbundnar aðferðir mæla oftast meðaltal frá gríðarlegum fjölda prótína (hundruði milljóna oft) og því eru flest þau byggingarlegu ástönd sem óreiðu-prótínin tileinka sér falin. Rannsóknarhópur Péturs notar þess í stað nýstárlegar litrófsgreiningar sem gera kleift að mæla merki frá einni prótín-sameind í einu. Með því að hengja flúrljómandi hópa á prótínin og skoða eiginleika ljóseindanna sem frá þeim koma, má fá mikið magn upplýsinga um byggingu, hreyfanleika, og hlutverk prótínanna — um eitt prótín í einu.

Pétur Orri hefur um árabil unnið við að þróa og nota einsameinda-aðferðir, og hefur birt fjölda greina á því sviði. Rannsóknir hans hafa varpað ljósi á byggingu og svipmótunarferli prótína, og afhjúpað áður óþekktar leiðir fyrir prótín til að víxlverka við aðrar sameindir — í gegnum byggingarlega óreiðu. Rannsóknarhópur Péturs er hluti af REPIN-setrinu (e. Rethinking Protein Interactions) sem hefur höfuðstöðvar í Kaupmannahafnarháskóla og er fjármagnað af Novo Nordisk Foundation. Setrið er helgað rannsóknum á óreiðukenndum prótínum og því að endurskilgreina samskipti prótína innan ramma sameindalegrar óreiðu.

Pétur Orri fæddist í Reykjavík árið 1980. Hann lauk B.Sc.-gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands 2005, M.Sc.-gráðu frá sama skóla 2008, og Ph.D-gráðu í lífefnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 2013. Hann hlaut nýdoktorsstyrki frá Lundbeck og Carlsberg árin 2013-2015 til verkefna við háskólana í Cambridge og Kaupmannahöfn, og svo frá Novo Nordisk Foundation árið 2015 til verkefna með einsameinda-aðferðir og óreiðukennd prótín við háskólann í Zurich. Árið 2019 sneri hann aftur til Háskóla Íslands sem dósent í lífefnafræði.

Pétur Orri hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir framlag sitt til lífefnafræði, svo sem Sten og Ingrid Ahrlands-verðlaunin frá Royal Physiographic Society of Lund, og Young Danish NMR Researcher-verðlaunin frá Carlsberg Foundation.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

7.1.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2020, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78404.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2020, 7. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78404

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2020. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78404>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað?
Pétur Orri Heiðarsson er dósent í lífefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúast að miklu leyti um að skilja eiginleika og hlutverk prótína og kjarnsýra. Til þess notar hann þverfaglegar aðferðir með rætur í eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Megináhersla í rannsóknum Péturs Orra er að nota svokallaðar einsameinda-aðferðir til þess að skilja eðliseiginleika óreiðukenndra prótína, sérstaklega þeirra sem víxlverka við erfðaefnið DNA.

Rannsóknir Péturs snúast að miklu leyti um að skilja eiginleika og hlutverk prótína og kjarnsýra.

Skilningur okkar á prótínum hefur hingað til byggt á því að rannsaka þrívíða byggingu þeirra, sem er einstök fyrir hvert prótín og skilgreinir oft hlutverk þess. Á síðustu árum hefur hins vegar komið í ljós að í flóknari lífverum, líkt og mönnum, hefur stór hluti prótína enga fasta þrívíða byggingu en eru þó virk. Þessi prótín spila oft lykilhlutverk í boðleiðum frumunnar og við stjórn genatjáningar, og mörg þeirra hafa sterk tengsl við sjúkdóma á borð við krabbamein og taugahrörnun. Lítið er þó vitað um hvernig þessi prótín virka á sameindalegum grunni. Hefðbundnar aðferðir til þess að greina meðal annars byggingu prótína duga lítt á þessi „óreiðu“-prótín. Það er að hluta til vegna þess að hefðbundnar aðferðir mæla oftast meðaltal frá gríðarlegum fjölda prótína (hundruði milljóna oft) og því eru flest þau byggingarlegu ástönd sem óreiðu-prótínin tileinka sér falin. Rannsóknarhópur Péturs notar þess í stað nýstárlegar litrófsgreiningar sem gera kleift að mæla merki frá einni prótín-sameind í einu. Með því að hengja flúrljómandi hópa á prótínin og skoða eiginleika ljóseindanna sem frá þeim koma, má fá mikið magn upplýsinga um byggingu, hreyfanleika, og hlutverk prótínanna — um eitt prótín í einu.

Pétur Orri hefur um árabil unnið við að þróa og nota einsameinda-aðferðir, og hefur birt fjölda greina á því sviði. Rannsóknir hans hafa varpað ljósi á byggingu og svipmótunarferli prótína, og afhjúpað áður óþekktar leiðir fyrir prótín til að víxlverka við aðrar sameindir — í gegnum byggingarlega óreiðu. Rannsóknarhópur Péturs er hluti af REPIN-setrinu (e. Rethinking Protein Interactions) sem hefur höfuðstöðvar í Kaupmannahafnarháskóla og er fjármagnað af Novo Nordisk Foundation. Setrið er helgað rannsóknum á óreiðukenndum prótínum og því að endurskilgreina samskipti prótína innan ramma sameindalegrar óreiðu.

Pétur Orri fæddist í Reykjavík árið 1980. Hann lauk B.Sc.-gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands 2005, M.Sc.-gráðu frá sama skóla 2008, og Ph.D-gráðu í lífefnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 2013. Hann hlaut nýdoktorsstyrki frá Lundbeck og Carlsberg árin 2013-2015 til verkefna við háskólana í Cambridge og Kaupmannahöfn, og svo frá Novo Nordisk Foundation árið 2015 til verkefna með einsameinda-aðferðir og óreiðukennd prótín við háskólann í Zurich. Árið 2019 sneri hann aftur til Háskóla Íslands sem dósent í lífefnafræði.

Pétur Orri hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir framlag sitt til lífefnafræði, svo sem Sten og Ingrid Ahrlands-verðlaunin frá Royal Physiographic Society of Lund, og Young Danish NMR Researcher-verðlaunin frá Carlsberg Foundation.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.
...