Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur PreCold munn- og hálssprey hjálpað til við að koma í veg fyrir COVID-19-smit?

Magnús Jóhannsson

COVID-19 borði í flokk
PreCold er framleitt á vegum íslensk-sænska fyrirtækisins Zymetech en sænski hluti þess ber nafnið Enzymatica. PreCold er einnig markaðssett undir nafninu ColdZyme. Þær rannsóknir á fólki sem hafa verið birtar voru gerðar með ColdZyme. PreCold og ColdZyme eru sem sagt sama varan sem er markaðssett sem lækningatæki (e. medical device) og er ætlað að koma í veg fyrir kvef eða stytta veikindin sem fylgja kvefi. Aðalinnihaldsefnið er ensím (trýpsín) úr þorski sem brýtur niður prótín og hugmyndin er að það skemmi prótín veiranna og geri þær þannig óvirkar.

Veirur sem valda kvefi eru af fleiri hundruð mismunandi tegundum (alls um 400), algengastar eru svokallaðar rhinóveirur en í flokki kvefveira eru líka margar kórónuveirur. Gerðar hafa verið nokkrar rannsóknir til að kanna hvort ColdZyme (PreCold) gagnist við kvefi. Ágætt yfirlit yfir stöðu klíniskra rannsókna á þessum vörum er að finna í sænsku háskólaverkefni sem var unnið vorið 2019.[1]

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort PreCold eða sambærilegar vörur gagnast við kórónuveirum eins og til dæmis COVID-19 og því ekkert hægt að segja til um það.

Það fundust fimm rannsóknir en fjórar þeirra eru gerðar með þannig aðferðafræði að engar ályktanir er hægt að draga af niðurstöðunum. Ein rannsókn er tvíblinduð með slembivali og lyfleysuhópi[2] og er að því leyti vönduð. Rannsókn er tvíblinduð ef hvorki þátttakendur né rannsakendur vita hver fær virka meðferð og hver fær lyfleysu fyrr en að rannsókn lokinni.

Í þessari rannsókn voru þátttakendur smitaðir með rhinóveirum og þeir sem fengu ColdZyme gáfu frá sér minna af veirum og voru með styttra sjúkdómsferli en þeir sem fengu lyfleysu. Það eru þó ýmsir gallar á rannsókninni eins og þeir að margir duttu út vegna þess að þeir smituðust ekki, dreifing niðurstaðna er mikil, tímaritið sem birti niðurstöðurnar er ekki hátt skrifað og tveir fyrstu höfundarnir eru starfsmenn framleiðandans Enzymatica sem einnig kostaði rannsóknina.

Segja má að niðurstöður þessarar rannsóknar gefi vísbendingar um að ColdZyme geti hugsanlega gert visst gagn við kvefi sem orsakast af rhinóveirum en það bíði staðfestingar með stærri og vandaðri rannsóknum. Um hugsanlegt gagn við kórónuveirum eins og til dæmis COVID-19 er ekkert vitað. Ekki er heldur vitað um hugsanleg áhrif á inflúensuveirur. Því má bæta við að á árinu 2019 voru gerðar tvær allstórar rannsóknir á þessum vörum og hugsanlegu gagni þeirra við kvefi. Niðurstöður þessara rannsókna liggja ekki fyrir og þær hafa ekki verið birtar.

Talsmaður fyrirtækisins Zymetech gerði nokkrar athugasemdir við þetta svar og var textinn endurskoðaður með hliðsjón af þeim.

Tilvísanir:
  1. ^ Amanda Voigt. ColdZyme munspray. En litteraturstudie av kliniska effekter vid en vanlig förkylning. Examensarbete 15 högskolepoäng. Malmö universitet: Fakulteten för hälsa och samhälle, institutionen för Biomedicinsk laboratorievetenskap, 2019.
  2. ^ Clarsund, M., Fornbacke, M., Uller, L., Johnston, S.L. og Emanuelsson, C.A. (2017) A Randomized, Double-Blind, Placebo-Controlled Pilot Clinical Study on ColdZyme® Mouth Spray against Rhinovirus-Induced Common Cold. Open Journal of Respiratory Diseases, 7, 125-135.

Mynd:


Ritstjórn Vísindvefsins þakkar talsmanni Zymetech fyrir athugasemdir við svarið og kemur um leið á framfæri þessari ábendingu hans um PreCold:

Í dag er PreCold skráð sem lækningavara í flokki I og uppfyllir allar kröfur Evrópsku lækningavörutilskipunarinnar. Varan er nú langt komin í ferli til að uppfylla nýja Evrópureglugerð um lækningavörur. Ný Evrópureglugerð gerir mun ríkari kröfur um öryggi og ábendingar (e. claims) á lækningvörum sem þarf að staðfesta með klínískum rannsóknum og uppfylla neðangreindar klínískar rannsóknir þær kröfur sem gerðar eru um lækningavörur samkvæmt Evrópsku reglugerðinni.

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

19.3.2020

Síðast uppfært

25.3.2020

Spyrjandi

Árný Elínborg

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Getur PreCold munn- og hálssprey hjálpað til við að koma í veg fyrir COVID-19-smit?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2020, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78887.

Magnús Jóhannsson. (2020, 19. mars). Getur PreCold munn- og hálssprey hjálpað til við að koma í veg fyrir COVID-19-smit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78887

Magnús Jóhannsson. „Getur PreCold munn- og hálssprey hjálpað til við að koma í veg fyrir COVID-19-smit?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2020. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78887>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur PreCold munn- og hálssprey hjálpað til við að koma í veg fyrir COVID-19-smit?
PreCold er framleitt á vegum íslensk-sænska fyrirtækisins Zymetech en sænski hluti þess ber nafnið Enzymatica. PreCold er einnig markaðssett undir nafninu ColdZyme. Þær rannsóknir á fólki sem hafa verið birtar voru gerðar með ColdZyme. PreCold og ColdZyme eru sem sagt sama varan sem er markaðssett sem lækningatæki (e. medical device) og er ætlað að koma í veg fyrir kvef eða stytta veikindin sem fylgja kvefi. Aðalinnihaldsefnið er ensím (trýpsín) úr þorski sem brýtur niður prótín og hugmyndin er að það skemmi prótín veiranna og geri þær þannig óvirkar.

Veirur sem valda kvefi eru af fleiri hundruð mismunandi tegundum (alls um 400), algengastar eru svokallaðar rhinóveirur en í flokki kvefveira eru líka margar kórónuveirur. Gerðar hafa verið nokkrar rannsóknir til að kanna hvort ColdZyme (PreCold) gagnist við kvefi. Ágætt yfirlit yfir stöðu klíniskra rannsókna á þessum vörum er að finna í sænsku háskólaverkefni sem var unnið vorið 2019.[1]

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort PreCold eða sambærilegar vörur gagnast við kórónuveirum eins og til dæmis COVID-19 og því ekkert hægt að segja til um það.

Það fundust fimm rannsóknir en fjórar þeirra eru gerðar með þannig aðferðafræði að engar ályktanir er hægt að draga af niðurstöðunum. Ein rannsókn er tvíblinduð með slembivali og lyfleysuhópi[2] og er að því leyti vönduð. Rannsókn er tvíblinduð ef hvorki þátttakendur né rannsakendur vita hver fær virka meðferð og hver fær lyfleysu fyrr en að rannsókn lokinni.

Í þessari rannsókn voru þátttakendur smitaðir með rhinóveirum og þeir sem fengu ColdZyme gáfu frá sér minna af veirum og voru með styttra sjúkdómsferli en þeir sem fengu lyfleysu. Það eru þó ýmsir gallar á rannsókninni eins og þeir að margir duttu út vegna þess að þeir smituðust ekki, dreifing niðurstaðna er mikil, tímaritið sem birti niðurstöðurnar er ekki hátt skrifað og tveir fyrstu höfundarnir eru starfsmenn framleiðandans Enzymatica sem einnig kostaði rannsóknina.

Segja má að niðurstöður þessarar rannsóknar gefi vísbendingar um að ColdZyme geti hugsanlega gert visst gagn við kvefi sem orsakast af rhinóveirum en það bíði staðfestingar með stærri og vandaðri rannsóknum. Um hugsanlegt gagn við kórónuveirum eins og til dæmis COVID-19 er ekkert vitað. Ekki er heldur vitað um hugsanleg áhrif á inflúensuveirur. Því má bæta við að á árinu 2019 voru gerðar tvær allstórar rannsóknir á þessum vörum og hugsanlegu gagni þeirra við kvefi. Niðurstöður þessara rannsókna liggja ekki fyrir og þær hafa ekki verið birtar.

Talsmaður fyrirtækisins Zymetech gerði nokkrar athugasemdir við þetta svar og var textinn endurskoðaður með hliðsjón af þeim.

Tilvísanir:
  1. ^ Amanda Voigt. ColdZyme munspray. En litteraturstudie av kliniska effekter vid en vanlig förkylning. Examensarbete 15 högskolepoäng. Malmö universitet: Fakulteten för hälsa och samhälle, institutionen för Biomedicinsk laboratorievetenskap, 2019.
  2. ^ Clarsund, M., Fornbacke, M., Uller, L., Johnston, S.L. og Emanuelsson, C.A. (2017) A Randomized, Double-Blind, Placebo-Controlled Pilot Clinical Study on ColdZyme® Mouth Spray against Rhinovirus-Induced Common Cold. Open Journal of Respiratory Diseases, 7, 125-135.

Mynd:


Ritstjórn Vísindvefsins þakkar talsmanni Zymetech fyrir athugasemdir við svarið og kemur um leið á framfæri þessari ábendingu hans um PreCold:

Í dag er PreCold skráð sem lækningavara í flokki I og uppfyllir allar kröfur Evrópsku lækningavörutilskipunarinnar. Varan er nú langt komin í ferli til að uppfylla nýja Evrópureglugerð um lækningavörur. Ný Evrópureglugerð gerir mun ríkari kröfur um öryggi og ábendingar (e. claims) á lækningvörum sem þarf að staðfesta með klínískum rannsóknum og uppfylla neðangreindar klínískar rannsóknir þær kröfur sem gerðar eru um lækningavörur samkvæmt Evrópsku reglugerðinni.

...