Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er best að skrifa heiti sjúkdómsins COVID-19?

Jóhannes B. Sigtryggsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
COVID-19 er alþjóðlegt heiti á þeim sjúkdómi sem kórónuveiran (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2 eða SARS-CoV-2) veldur. Það er stytting á coronavirus disease 2019.

Þar sem þetta heiti er upphaflega skammstöfun þá er rétt að rita það með hástöfum en ekki lágstöfum, það er COVID-19. Ekki eru ritaðir punktar í skammstöfunum sem ritaðar eru með hástöfum, til dæmis HÍ, BHM, DNA, HABL (SARS). Sjá gr. 22.6 í ritreglum Íslenskrar málnefndar.

Heitið COVID-19 er upphaflega skammstöfun og því rétt að rita það með hástöfum.

Almennt eru læknisfræðileg hugtök (sjúkdómar og fleira) rituð með litlum upphafsstaf óháð því hvort þau eru dregin af sérheiti eða ekki, til dæmis asíuflensa, stokkhólmsheilkennið, samanber gr. 1.3.3.2 d í ritreglum. COVID-19 er hins vegar skammstöfun og fellur því ekki undir þá reglu.

Ef COVID-19 er notað sem fyrri liður samsetningar þarf að hafa í huga að það er tengt eftirfarandi orði með bandstriki, til dæmis:

COVID-19-faraldurinn
COVID-19-áætlun
COVID-19-tilvik

Þetta er í samræmi við gr. 26.1.1 í ritreglum þar sem segir að bandstrik sé notað í samsettum og afleiddum orðum þar sem fyrri liðir eru tölur, tákn eða bókstafir eða skammstafanir og tilgreind dæmi eins og F-15-þota, AA-fundur.

Mynd:


Þetta svar er hluti af pistlinum COVID-19, kórónuveirur og samskiptafjarlægð sem er að finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birtur hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Jóhannes B. Sigtryggsson

rannsóknarlektor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

25.3.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Hvernig er best að skrifa heiti sjúkdómsins COVID-19?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2020, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79031.

Jóhannes B. Sigtryggsson. (2020, 25. mars). Hvernig er best að skrifa heiti sjúkdómsins COVID-19? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79031

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Hvernig er best að skrifa heiti sjúkdómsins COVID-19?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2020. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79031>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að skrifa heiti sjúkdómsins COVID-19?
COVID-19 er alþjóðlegt heiti á þeim sjúkdómi sem kórónuveiran (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2 eða SARS-CoV-2) veldur. Það er stytting á coronavirus disease 2019.

Þar sem þetta heiti er upphaflega skammstöfun þá er rétt að rita það með hástöfum en ekki lágstöfum, það er COVID-19. Ekki eru ritaðir punktar í skammstöfunum sem ritaðar eru með hástöfum, til dæmis HÍ, BHM, DNA, HABL (SARS). Sjá gr. 22.6 í ritreglum Íslenskrar málnefndar.

Heitið COVID-19 er upphaflega skammstöfun og því rétt að rita það með hástöfum.

Almennt eru læknisfræðileg hugtök (sjúkdómar og fleira) rituð með litlum upphafsstaf óháð því hvort þau eru dregin af sérheiti eða ekki, til dæmis asíuflensa, stokkhólmsheilkennið, samanber gr. 1.3.3.2 d í ritreglum. COVID-19 er hins vegar skammstöfun og fellur því ekki undir þá reglu.

Ef COVID-19 er notað sem fyrri liður samsetningar þarf að hafa í huga að það er tengt eftirfarandi orði með bandstriki, til dæmis:

COVID-19-faraldurinn
COVID-19-áætlun
COVID-19-tilvik

Þetta er í samræmi við gr. 26.1.1 í ritreglum þar sem segir að bandstrik sé notað í samsettum og afleiddum orðum þar sem fyrri liðir eru tölur, tákn eða bókstafir eða skammstafanir og tilgreind dæmi eins og F-15-þota, AA-fundur.

Mynd:


Þetta svar er hluti af pistlinum COVID-19, kórónuveirur og samskiptafjarlægð sem er að finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birtur hér með góðfúslegu leyfi....