Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er stokkhólmsheilkenni?

Arndís Vilhjálmsdóttir

Stokkhólmsheilkennið er hugtak sem vísar til jákvæðs tilfinningasambands gísls við gíslatökumann sinn. Það var sænski geðlæknirinn Nils Bejerot (1921-1988) sem skilgreindi hugtakið fyrstur árið 1973, þegar hann aðstoðaði sænsku lögregluna að upplýsa bankarán sem var framið í Kreditbanken í Stokkhólmi sama ár. Bankaræninginn Jan Olsson hélt þar ásamt öðrum manni, þremur konum og einum karli í gíslingu í sex daga. Gíslatökumennirnir sendu gíslana meðal annars ítrekað inn í rammgerða bankahvelfingu, íklædda sprengjuvesti með dýnamíti og með snöru um hálsinn.

Þrátt fyrir þessa meðferð komu gíslarnir gíslatökumönnum sínum til varnar og neituðu að vitna gegn þeim fyrir dómi. Einn gíslanna stofnaði meira að segja málsvarnarsjóð til aðstoðar gíslatökumönnunum og sumir segja að annar gísl hafi gengið að eiga Jan Olsson (Strentz, 1980).

Fréttamynd úr dagblaðinu Vísi laugardaginn 1. september 1973. Á myndini sést lögregla leiða Jan Olsson í handjárnum úr Kreditbanken.

Hið jákvæða tilfinningasamband gísls við gíslatökumann sinn er talið hluti af sálrænum vörnum sem leyfir gíslinum að finna til samúðar með kvalara sínum og sætta sig við aðstæður sínar. Með því dregur úr vilja þess sem haldið er í gíslingu til að storka gíslatökumanni sínum, en það eykur líkur á því að gíslinn lifi af í lífshættulegum aðstæðum (Namnyak o.fl., 2008).

Þrátt fyrir vinsældir hugtaksins í almennri umræðu og í fjölmiðlum (Adorjan o.fl., 2012), hefur ekki tekist að sýna fram á raunverulega tilvist stokkhólmsheilkennisins. Þær fáu rannsóknir sem til eru hafa allar haft alvarlega aðferðafræðilega galla og heilkennið er ekki að finna á viðurkenndum listum yfir geðræn heilkenni eða einkenni, til dæmis DSM-IV (Namnyak o.fl., 2008). Þar með er þó ekki útilokað að þeir sem teknir hafa verið í gíslingu beri ekki svipuð sálræn einkenni í kjölfar gíslatökunnar. En þau einkenni eru þá frekar í ætt við áfallastreituröskun og þunglyndi, en þróun jákvæðra tilfinninga til gerenda (Alexander & Klein, 2009).

Á seinni árum hefur hugtakið verið notað í mun víðara samhengi. Það hefur til að mynda verið notað í almennri umræðu og í fjölmiðlum um heimilisofbeldi, mansal, hagsmunagæslu kynþátta (e. race) og kynjanna og í alþjóðasamskiptum (e. international relations). Fræðimenn hafa haldið því fram að á þessum vettvangi hafi hugtakið fyrst og fremst verið notað sem merkimiði (e. label) sem hefur þann tilgang að draga úr trúverðugleika þeirra sem taldir eru fórnarlömb aðstæðna sinna.

Á seinni árum hefur hugtakið „stokkhólmsheilkennið“ (e. Stockholm Syndrome) verið notað í mun víðara samhengi. Það hefur til að mynda verið notað í almennri umræðu og í fjölmiðlum um heimilisofbeldi, mansal, hagsmunagæslu kynþátta og kynjanna og í alþjóðasamskiptum.)

Hugtakið hefur til dæmis verið notað til þess að efast um dómgreind eiginkonu sem neitar að fara frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum og til að útskýra af hverju kjósendur kjósa sama einræðisherrann aftur og aftur (Adorjan o.fl., 2012). Þegar hugtakið er notað á þennan hátt, má segja að verið sé að sjúkdómsvæða sjónarhornið sem ætlunin er að mótmæla (eða leiðrétta). Það er að segja, andstætt sjónarmið er skilgreint sem óeðlilegt á grundvelli þess að sá sem heldur því fram hlýtur að vera undir áhrifum óheilbrigðra tilfinninga (Adorjan o.fl., 2012).

Í stuttu máli má því segja að fyrirbærið stokkhólmsheilkennið eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Það er fyrst og fremst hugtak sem notað er til að afskrifa afstöðu og hegðun annarra sem taldir eru hlutdræg fórnarlömb aðstæðna sinna.

Heimildir:

  • Adorjan, M., Christensen, T., Kelly, B., & Pawluch, D. (2012). Stockholm syndrome as vernacular resource. Sociological Quarterly, 53(3), 454–474. http://doi.org/10.1111/j.1533-8525.2012.01241.x
  • Alexander, D. A., & Klein, S. (2009). Kidnapping and hostage-taking: a review of effects, coping and resilience. Journal of the Royal Society of Medicine, 102(1), 16–21. http://doi.org/10.1258/jrsm.2008.080347
  • Namnyak, M., Tufton, N., Szekely, R., Toal, M., Worboys, S., & Sampson, E. L. (2008). “Stockholm syndrome”: Psychiatric diagnosis or urban myth? Acta Psychiatrica Scandinavica, 117(1), 4–11. http://doi.org/10.1111/j.1600-0447.2007.01112.x
  • Strentz, T. (1980). The Stockholm syndrome: law enforcement policy and ego defenses of the hostage. Annals of the New York Academy of Sciences, 347(1), 137–150. http://doi.org/10.1111/j.1749-6632.1980.tb21263.x

Myndir:

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um stokkhólmsheilkenni. Aðrir spyrjendur eru meðal annars.
Hafdís Dröfn Sigurðardóttir, Birta Dögg Bessadóttir, Pétur Björnsson, Birta Dögg Bessadóttir, Jóhann Helgi Stefánsson, Aron Leifsson, Friðgeir Sveinsson, Áróra Eir Traustadóttir, Valur Kristinn Jónsson, Ástþór Pétursson, Halldór Reynir og Friðgeir Sveinsson

Höfundur

Arndís Vilhjálmsdóttir

doktorsnemi í sálfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.12.2017

Spyrjandi

Hafdís Dröfn Sigurðardóttir og fleiri spyrjendur

Tilvísun

Arndís Vilhjálmsdóttir. „Hvað er stokkhólmsheilkenni?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2017. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=28124.

Arndís Vilhjálmsdóttir. (2017, 11. desember). Hvað er stokkhólmsheilkenni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28124

Arndís Vilhjálmsdóttir. „Hvað er stokkhólmsheilkenni?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2017. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28124>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er stokkhólmsheilkenni?
Stokkhólmsheilkennið er hugtak sem vísar til jákvæðs tilfinningasambands gísls við gíslatökumann sinn. Það var sænski geðlæknirinn Nils Bejerot (1921-1988) sem skilgreindi hugtakið fyrstur árið 1973, þegar hann aðstoðaði sænsku lögregluna að upplýsa bankarán sem var framið í Kreditbanken í Stokkhólmi sama ár. Bankaræninginn Jan Olsson hélt þar ásamt öðrum manni, þremur konum og einum karli í gíslingu í sex daga. Gíslatökumennirnir sendu gíslana meðal annars ítrekað inn í rammgerða bankahvelfingu, íklædda sprengjuvesti með dýnamíti og með snöru um hálsinn.

Þrátt fyrir þessa meðferð komu gíslarnir gíslatökumönnum sínum til varnar og neituðu að vitna gegn þeim fyrir dómi. Einn gíslanna stofnaði meira að segja málsvarnarsjóð til aðstoðar gíslatökumönnunum og sumir segja að annar gísl hafi gengið að eiga Jan Olsson (Strentz, 1980).

Fréttamynd úr dagblaðinu Vísi laugardaginn 1. september 1973. Á myndini sést lögregla leiða Jan Olsson í handjárnum úr Kreditbanken.

Hið jákvæða tilfinningasamband gísls við gíslatökumann sinn er talið hluti af sálrænum vörnum sem leyfir gíslinum að finna til samúðar með kvalara sínum og sætta sig við aðstæður sínar. Með því dregur úr vilja þess sem haldið er í gíslingu til að storka gíslatökumanni sínum, en það eykur líkur á því að gíslinn lifi af í lífshættulegum aðstæðum (Namnyak o.fl., 2008).

Þrátt fyrir vinsældir hugtaksins í almennri umræðu og í fjölmiðlum (Adorjan o.fl., 2012), hefur ekki tekist að sýna fram á raunverulega tilvist stokkhólmsheilkennisins. Þær fáu rannsóknir sem til eru hafa allar haft alvarlega aðferðafræðilega galla og heilkennið er ekki að finna á viðurkenndum listum yfir geðræn heilkenni eða einkenni, til dæmis DSM-IV (Namnyak o.fl., 2008). Þar með er þó ekki útilokað að þeir sem teknir hafa verið í gíslingu beri ekki svipuð sálræn einkenni í kjölfar gíslatökunnar. En þau einkenni eru þá frekar í ætt við áfallastreituröskun og þunglyndi, en þróun jákvæðra tilfinninga til gerenda (Alexander & Klein, 2009).

Á seinni árum hefur hugtakið verið notað í mun víðara samhengi. Það hefur til að mynda verið notað í almennri umræðu og í fjölmiðlum um heimilisofbeldi, mansal, hagsmunagæslu kynþátta (e. race) og kynjanna og í alþjóðasamskiptum (e. international relations). Fræðimenn hafa haldið því fram að á þessum vettvangi hafi hugtakið fyrst og fremst verið notað sem merkimiði (e. label) sem hefur þann tilgang að draga úr trúverðugleika þeirra sem taldir eru fórnarlömb aðstæðna sinna.

Á seinni árum hefur hugtakið „stokkhólmsheilkennið“ (e. Stockholm Syndrome) verið notað í mun víðara samhengi. Það hefur til að mynda verið notað í almennri umræðu og í fjölmiðlum um heimilisofbeldi, mansal, hagsmunagæslu kynþátta og kynjanna og í alþjóðasamskiptum.)

Hugtakið hefur til dæmis verið notað til þess að efast um dómgreind eiginkonu sem neitar að fara frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum og til að útskýra af hverju kjósendur kjósa sama einræðisherrann aftur og aftur (Adorjan o.fl., 2012). Þegar hugtakið er notað á þennan hátt, má segja að verið sé að sjúkdómsvæða sjónarhornið sem ætlunin er að mótmæla (eða leiðrétta). Það er að segja, andstætt sjónarmið er skilgreint sem óeðlilegt á grundvelli þess að sá sem heldur því fram hlýtur að vera undir áhrifum óheilbrigðra tilfinninga (Adorjan o.fl., 2012).

Í stuttu máli má því segja að fyrirbærið stokkhólmsheilkennið eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Það er fyrst og fremst hugtak sem notað er til að afskrifa afstöðu og hegðun annarra sem taldir eru hlutdræg fórnarlömb aðstæðna sinna.

Heimildir:

  • Adorjan, M., Christensen, T., Kelly, B., & Pawluch, D. (2012). Stockholm syndrome as vernacular resource. Sociological Quarterly, 53(3), 454–474. http://doi.org/10.1111/j.1533-8525.2012.01241.x
  • Alexander, D. A., & Klein, S. (2009). Kidnapping and hostage-taking: a review of effects, coping and resilience. Journal of the Royal Society of Medicine, 102(1), 16–21. http://doi.org/10.1258/jrsm.2008.080347
  • Namnyak, M., Tufton, N., Szekely, R., Toal, M., Worboys, S., & Sampson, E. L. (2008). “Stockholm syndrome”: Psychiatric diagnosis or urban myth? Acta Psychiatrica Scandinavica, 117(1), 4–11. http://doi.org/10.1111/j.1600-0447.2007.01112.x
  • Strentz, T. (1980). The Stockholm syndrome: law enforcement policy and ego defenses of the hostage. Annals of the New York Academy of Sciences, 347(1), 137–150. http://doi.org/10.1111/j.1749-6632.1980.tb21263.x

Myndir:

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um stokkhólmsheilkenni. Aðrir spyrjendur eru meðal annars.
Hafdís Dröfn Sigurðardóttir, Birta Dögg Bessadóttir, Pétur Björnsson, Birta Dögg Bessadóttir, Jóhann Helgi Stefánsson, Aron Leifsson, Friðgeir Sveinsson, Áróra Eir Traustadóttir, Valur Kristinn Jónsson, Ástþór Pétursson, Halldór Reynir og Friðgeir Sveinsson

...