Sólin Sólin Rís 06:50 • sest 20:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:14 • Sest 07:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:31 • Síðdegis: 15:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:13 • Síðdegis: 21:36 í Reykjavík

Hreinsast fitugar og óhreinar æðar í reykingamanni þegar hann hættir að reykja?

Bolli Þórsson

Með fitugum æðum er líklega átt við það sem kallast æðakölkun á íslensku eða atherosclerosis á ensku. Æðakölkun er meinsemd sem myndast í slagæðum vegna áreitis á æðina af einhverjum toga. Í æðakölkuninni er fitukjarni sem er að mestum hluta kólesteról og því er rætt um fitugar æðar í spurningunni.

Reykingar eru einn þeirra þátta sem valda áreiti á slagæðarnar og flýta fyrir eða auka við æðakölkun. Mikið kólesteról í blóði og hár blóðþrýstingur eru aðrir þættir sem hafa áhrif. Ef æðakölkun hefur náð að myndast í æð er álitið að hún gangi að jafnaði ekki til baka enda má segja að æðakölkun sé hluti af því að eldast og sést hún hjá nær öllum öldruðum.Sé áreitið á æðina hinsvegar minnkað verulega með lyfjagjöf eins og gert er með vissum blóðfitu og blóðþrýstingslyfjum getur æðakölkunin minnkað. Líklegt er að það sama eigi við ef fólk hættir að reykja þó að mínu viti hafi ekki verið sýnt fram á það. Einnig er líklegt að stöðuleiki æðakölkunarinnar og storkueiginleikar blóðsins verði hagstæðari ef reykingum er hætt og æðakölkunin valdi því síður bráðum sjúkdómi eins og kransæðastíflu.

Í samantekt má segja að ólíklegt sé að æðakölkun hreinsist ef menn hætta að reykja en það hægir á því að hún versni og hugsanlegt minnkar æðakölkunin nokkuð.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Johns Hopkins. Sótt 28. 1. 2009.

Höfundur

læknir hjá Hjartavernd

Útgáfudagur

29.1.2009

Spyrjandi

Valbjörn Steingrímsson

Tilvísun

Bolli Þórsson. „Hreinsast fitugar og óhreinar æðar í reykingamanni þegar hann hættir að reykja?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2009. Sótt 31. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7915.

Bolli Þórsson. (2009, 29. janúar). Hreinsast fitugar og óhreinar æðar í reykingamanni þegar hann hættir að reykja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7915

Bolli Þórsson. „Hreinsast fitugar og óhreinar æðar í reykingamanni þegar hann hættir að reykja?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2009. Vefsíða. 31. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7915>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hreinsast fitugar og óhreinar æðar í reykingamanni þegar hann hættir að reykja?
Með fitugum æðum er líklega átt við það sem kallast æðakölkun á íslensku eða atherosclerosis á ensku. Æðakölkun er meinsemd sem myndast í slagæðum vegna áreitis á æðina af einhverjum toga. Í æðakölkuninni er fitukjarni sem er að mestum hluta kólesteról og því er rætt um fitugar æðar í spurningunni.

Reykingar eru einn þeirra þátta sem valda áreiti á slagæðarnar og flýta fyrir eða auka við æðakölkun. Mikið kólesteról í blóði og hár blóðþrýstingur eru aðrir þættir sem hafa áhrif. Ef æðakölkun hefur náð að myndast í æð er álitið að hún gangi að jafnaði ekki til baka enda má segja að æðakölkun sé hluti af því að eldast og sést hún hjá nær öllum öldruðum.Sé áreitið á æðina hinsvegar minnkað verulega með lyfjagjöf eins og gert er með vissum blóðfitu og blóðþrýstingslyfjum getur æðakölkunin minnkað. Líklegt er að það sama eigi við ef fólk hættir að reykja þó að mínu viti hafi ekki verið sýnt fram á það. Einnig er líklegt að stöðuleiki æðakölkunarinnar og storkueiginleikar blóðsins verði hagstæðari ef reykingum er hætt og æðakölkunin valdi því síður bráðum sjúkdómi eins og kransæðastíflu.

Í samantekt má segja að ólíklegt sé að æðakölkun hreinsist ef menn hætta að reykja en það hægir á því að hún versni og hugsanlegt minnkar æðakölkunin nokkuð.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Johns Hopkins. Sótt 28. 1. 2009....