Eru áfengislögin á Íslandi brot á stjórnarskrá landsins? Í lögunum er kveðið á um að ekki megi selja eða afhenda þeim áfengi sem eru yngri en 20 ára. Á Íslandi er fólk lögráða 18 ára. Er það þá ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að mismuna fólki sem er orðið lögráða um aðgang að áfengi?Það er rétt sem fram kemur hjá spyrjanda að fólk verður lögráða 18 ára og öðlast þá öll helstu persónuréttindi, eins og þau að mega ganga í hjónaband og ráða sínum eigum og gjörðum sjálft. Sumum gæti því þótt skjóta skökku við að lögráða einstaklingum sé ekki leyft að kaupa áfenga drykki. Löggjafinn hefur lengi sett ýmis lög um meðferð, sölu og hvers kyns umsýslu áfengra drykkja. Allt frá því að banna innflutning og sölu þess, bann við tilteknum tegundum áfengis og margt fleira. Árið 1969 var heimilaður áfengiskaupaaldur færður niður úr 21 ári í 20 ár. Þetta var gert samhliða lækkun annarra persónuréttinda eins og hjúskaparaldri, lögræðisaldri og fleiri réttinda. Á þessum tíma var hinn algildi lögræðisaldur 20 ár og í samræmi við áfengiskaupaldurinn. Með lögræðislögunum sem sett voru árið 1997 var lögræðisaldurinn síðan færður í 18 ár.

Áfengi er um margt ólíkt öðrum vörum sem ganga kaupum og sölum, til að mynda getur neysla þess haft ýmsar neikvæðar afleiðingar, bæði samfélagslegar og heilsufarslegar. Rannsóknir bendi til þess að því fyrr sem fólk byrjar að neyta áfengis því meiri líkur eru á að neyslan verði skaðleg, bæði heilsufars- og félagslega.
- Lækkunin samræmist sjálfræðisaldrinum
- Foreldrum getur reynst erfitt að hafa afskipti af áfengisneyslu barna sinna eftir að þau verða lögráða
- 18 ára áfengiskaupaaldur er í samræmi við löggjöf á Norðurlöndunum og öðrum nágrannaþjóðum
- Það er erfitt að framfylgja 20 ára lágmarksaldrinum á vínveitingastöðum þar sem 18 ára er heimill aðgangur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e. WHO) hefur hvatt til þess að lágmarksaldur áfengiskaupa sé virtur. 80% ungmenna á aldrinum 18-20 ára hefur neytt áfengis
- Lækkun áfengiskaupaaldurs samræmist ekki stefnumótun sem ríkisstjórnin samþykkti 1996 sem hefur verið leiðandi í íslensku forvarnastarfi en markmið hennar var að draga úr áfengisneyslu ungmenna.
- WHO hefur bent á að samkvæmt 132 rannsóknum sem gerðar voru á árunum 1960-1999 komi fram sterkar vísbendingar um að lækkun áfengisaldurs leiði til aukinnar neyslu og umferðarslysa
- Lækkunin getur haft í för með sér að enn yngra fólk eigi greiðari aðgang að áfengi og þá sérstaklega í framhaldsskólum. Lækkunin gæti leitt til meiri neyslu áfengis hjá börnum yngri en 16 ára. Rannsóknir bendi til þess að því fyrr sem fólk byrjar að neyta áfengis því meiri líkur eru á að neyslan verði skaðleg, bæði heilsufars- og félagslega.

Fjöldi laga setur aldursskilyrði á hin ýmsu réttindi fólks. Löggjafinn hefur þó ekki sett neinn hámarksaldur á áfengiskaup.
- Alþingi - Áfengislög nr. 75/1998. 1998. (Sótt 31.05.2022).
- Alþingi - Frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum. 2003. (Sótt 31.05.2022).
- Alþingi - Lögræðislög nr. 71/1997. 1997. (Sótt 31.05.2022).
- Alþingi - Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. 1944. (Sótt 31.05.2022).
- Björg Thorarensen. Stjórnskipunarréttur : Mannréttindi. (2. útgáfa). 2019.
- Embætti landlæknis - Rannsóknarskýrslur um áfengismál . 2014. (Sótt 31.05.2022).
- Fjármálaráðuneytið - Heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar. 2010. (Sótt 31.05.2022).
- PxSphere - Drinking wine. (Sótt 31.05.2022). Birt undir CC0-leyfinu.
- Students Party Drinking | Image Courtesy: Winnie Liu (www.fl… | Flickr. (Sótt 31.05.2022). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 2.0 Generic — CC BY-SA 2.0.