Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Gætu mörgæsir búið í Bolungarvík?

Jón Már Halldórsson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Af hverju þurfa mörgæsir að lifa í kulda? Gætu þær búið í Bolungarvík?

Mörgæsir þurfa alls ekki að lifa í kulda. Ólíkt því sem margir halda þá lifa mörgæsir ekki aðeins á köldum úthafseyjum suðurhafanna og á Suðurskautslandinu, heldur finnast stofnar einnig á Nýja-Sjálandi, í Suður-Afríku, Namibíu (við rætur eyðimerkur) og í Suður-Ameríku, þar sem getur verið mun hlýrra en við Íslandsstrendur.

Heimkynni mörgæsta lituð með bláum lit. Heimkynnin eru á suðurhveli jarðar, ekki aðeins á og við Suðurskautslandið heldur víðar.

Það sem skiptir mörgæsir meira máli en hitastigi er aðgengi að sjó. Mörgæsir eru ákaflega vel aðlagaðar að lífi í og við sjó. Vaxtarlagi þeirra er þannig háttað að þær hafa mjög mikla fitu undir skinni og smjúga vel um vatnsmassann auk þess sem þær hafa tapað hæfileikanum til flugs. Þær fá líka alla sína fæðu úr hafinu.

Mörgæsir eru mjög vel aðlagaðar lífi í og við sjó.

Hvort mörgæsir geti lifað í Bolungarvík er ekki gott að segja. Sjálfsagt er það ekki útilokað þar sem mörgæsir þola vel kalda veðráttu og ríkuleg fiskimið í Ísafjarðardjúpi gætu örugglega framfleytt stórri mörgæsabyggð. Það er þó ekki hægt að svara spurningunni með afgerandi hætti þar sem ekki hafa verið gerðar tilraunir með slíkt landnám mörgæsa í íslenskri náttúru. Afar ólíklegt verður að teljast að menn leggi í tilraunamennsku af þessu tagi hér á landi.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.12.2020

Spyrjandi

Þorbergur Egilsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu mörgæsir búið í Bolungarvík?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2020. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80656.

Jón Már Halldórsson. (2020, 10. desember). Gætu mörgæsir búið í Bolungarvík? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80656

Jón Már Halldórsson. „Gætu mörgæsir búið í Bolungarvík?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2020. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80656>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gætu mörgæsir búið í Bolungarvík?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Af hverju þurfa mörgæsir að lifa í kulda? Gætu þær búið í Bolungarvík?

Mörgæsir þurfa alls ekki að lifa í kulda. Ólíkt því sem margir halda þá lifa mörgæsir ekki aðeins á köldum úthafseyjum suðurhafanna og á Suðurskautslandinu, heldur finnast stofnar einnig á Nýja-Sjálandi, í Suður-Afríku, Namibíu (við rætur eyðimerkur) og í Suður-Ameríku, þar sem getur verið mun hlýrra en við Íslandsstrendur.

Heimkynni mörgæsta lituð með bláum lit. Heimkynnin eru á suðurhveli jarðar, ekki aðeins á og við Suðurskautslandið heldur víðar.

Það sem skiptir mörgæsir meira máli en hitastigi er aðgengi að sjó. Mörgæsir eru ákaflega vel aðlagaðar að lífi í og við sjó. Vaxtarlagi þeirra er þannig háttað að þær hafa mjög mikla fitu undir skinni og smjúga vel um vatnsmassann auk þess sem þær hafa tapað hæfileikanum til flugs. Þær fá líka alla sína fæðu úr hafinu.

Mörgæsir eru mjög vel aðlagaðar lífi í og við sjó.

Hvort mörgæsir geti lifað í Bolungarvík er ekki gott að segja. Sjálfsagt er það ekki útilokað þar sem mörgæsir þola vel kalda veðráttu og ríkuleg fiskimið í Ísafjarðardjúpi gætu örugglega framfleytt stórri mörgæsabyggð. Það er þó ekki hægt að svara spurningunni með afgerandi hætti þar sem ekki hafa verið gerðar tilraunir með slíkt landnám mörgæsa í íslenskri náttúru. Afar ólíklegt verður að teljast að menn leggi í tilraunamennsku af þessu tagi hér á landi.

Myndir:...