Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Gætu mörgæsir lifað í íslenskri náttúru?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin var:
Myndu mörgæsir geta lifað af í íslenskri náttúru ef þær yrðu fluttar inn?

Mörgæsir (Spheniscidae) finnast ekki aðeins á ísbreiðunum á og við Suðurskautslandið heldur lifa nokkrar tegundir á tempruðum svæðum, svo sem meðfram ströndum Suður-Ameríku og í Afríku allt norður til Angóla. Þá lifir hin svokallaða Galapagos-mörgæs (Spheniscus mendiculus) á Galapagos-eyjunum í Kyrrahafi og á Nýja-Sjálandi.

Mörgæsir eru því suðurhvelsfuglar. Á norðurhveli lifði hins vegar fugl sem minnti mjög á mörgæs og var vistfræði þeirra mjög áþekk, en það var geirfuglinn (Pinguinus impennis) sem dó út árið 1844. Hann var ófleygur og lifði á útskerjum þar sem hann var laus við landlæga afræningja. Hann gat smeygt sér í sjóinn og notað úrþróaða vængi sína til að synda eftir fiski sem ofgnótt var af í Norður-Atlantshafi. Líkamsvöxtur geirfuglsins ber þess merki að hann hafi verið mjög fær sund- og kaffugl og í raun mjög áþekkur líkamsvexti mörgæsa.

Það er ekki ólíklegt að mörgæsir gætu fest hér rætur en þó er mörgum spurningum ósvarað.

Það er ekki auðvelt að svara því með afgerandi hætti hvort mörgæsir gætu lifað á Íslandi því aðlögun að því vistkerfi sem þær lifa nú í, nær til þúsunda ára og ótal kynslóða. En fjölmargar tegundir mörgæsa eru harðgerar og lifa á áþekkum svæðum í Suðurhöfum og þekkjast á Íslandi. Veðurfar er ekki ólíkt, þar eru gjöful fiskimið rétt eins og hér við land og lítið um afræningja, nema sæljón sem geta herjað á þær á mörgum eyjum og háhyrninga (líkt og hér við land) sem geta verið mörgæsum skeinuhættir. Það er því ekki ólíklegt að tegundir af þessum suðlægu slóðum gætu fest hér rætur en þó er mörgum spurningum ósvarað.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.5.2019

Spyrjandi

Ísabella Ósk Másdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu mörgæsir lifað í íslenskri náttúru?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2019. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77396.

Jón Már Halldórsson. (2019, 10. maí). Gætu mörgæsir lifað í íslenskri náttúru? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77396

Jón Már Halldórsson. „Gætu mörgæsir lifað í íslenskri náttúru?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2019. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77396>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gætu mörgæsir lifað í íslenskri náttúru?
Upprunalega spurningin var:

Myndu mörgæsir geta lifað af í íslenskri náttúru ef þær yrðu fluttar inn?

Mörgæsir (Spheniscidae) finnast ekki aðeins á ísbreiðunum á og við Suðurskautslandið heldur lifa nokkrar tegundir á tempruðum svæðum, svo sem meðfram ströndum Suður-Ameríku og í Afríku allt norður til Angóla. Þá lifir hin svokallaða Galapagos-mörgæs (Spheniscus mendiculus) á Galapagos-eyjunum í Kyrrahafi og á Nýja-Sjálandi.

Mörgæsir eru því suðurhvelsfuglar. Á norðurhveli lifði hins vegar fugl sem minnti mjög á mörgæs og var vistfræði þeirra mjög áþekk, en það var geirfuglinn (Pinguinus impennis) sem dó út árið 1844. Hann var ófleygur og lifði á útskerjum þar sem hann var laus við landlæga afræningja. Hann gat smeygt sér í sjóinn og notað úrþróaða vængi sína til að synda eftir fiski sem ofgnótt var af í Norður-Atlantshafi. Líkamsvöxtur geirfuglsins ber þess merki að hann hafi verið mjög fær sund- og kaffugl og í raun mjög áþekkur líkamsvexti mörgæsa.

Það er ekki ólíklegt að mörgæsir gætu fest hér rætur en þó er mörgum spurningum ósvarað.

Það er ekki auðvelt að svara því með afgerandi hætti hvort mörgæsir gætu lifað á Íslandi því aðlögun að því vistkerfi sem þær lifa nú í, nær til þúsunda ára og ótal kynslóða. En fjölmargar tegundir mörgæsa eru harðgerar og lifa á áþekkum svæðum í Suðurhöfum og þekkjast á Íslandi. Veðurfar er ekki ólíkt, þar eru gjöful fiskimið rétt eins og hér við land og lítið um afræningja, nema sæljón sem geta herjað á þær á mörgum eyjum og háhyrninga (líkt og hér við land) sem geta verið mörgæsum skeinuhættir. Það er því ekki ólíklegt að tegundir af þessum suðlægu slóðum gætu fest hér rætur en þó er mörgum spurningum ósvarað.

Mynd:...